Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2025 16:16 Afturelding er komið á blað í sumar eftir markaleysi í fyrstu tveimur deildarleikjunum. Þeir skoruðu fimm sinnum í bikarsigri í dag. Vísir/Anton Brink Afturelding, Keflavík, Víkingur Ólafsvík og Kári tryggðu sér öll sæti sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í dag. Afturelding hafði ekki skorað í fyrstu tveimur leikjum sínum í Bestu deildinni en Mosfellingar skoruðu fimm mörk í dag í 5-0 sigri á Hetti/Hugin. Bræðurnir Elmar Cogic og Enes Cogic skoruðu báðir í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari bættu þeir Aron Elí Sævarsson, Hrannar Snær Magnússon og Arnór Gauti Ragnarsson við mörkum. Fylkismenn komust snemma yfir á móti Kára en misstu svo tvo leikmenn út af með rautt spjald í fyrri hálfleik. Árbæingar töpuðu leiknum á endanum 2-1. Leikið var í Akraneshöllinni. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark Káramannsins Oskars Wasilewski á 20. mínútu en þrettán mínútum síðar fékk Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, rautt spjald. Fylkismenn urðu síðan níu þegar Eyþór Aron Wöhler fékk rautt spjald á lokamínútu fyrri hálfleiks. Káramenn skoruðu tvö mörk í seinni hálfleik en þau skoruðu Hektor Bergmann Garðarsson og Þór Llorens Þórðarson. Kári er í 2. deildinni, sem er C-deild, og eru Káramenn því deild neðar en Fylkismenn sem féllu úr Bestu deildinni síðasta haust. Hinn nítján ára gamli Gabríel Aron Sævarsson tryggði Keflavík 1-0 sigur á Leikni Reykjavík. Víkingar úr Ólafsvík unnu 7-1 stórsigur á Úlfunum. Úlfarnir komust reyndar yfir með marki Kristjáns Ólafs Torfasonar eftir aðeins átta mínútna leik en heimamenn svöruðu með fimm mörkum fyrir hlé. Fyrirliðinn Ingvar Freyr Þorsteinsson skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik en hin mörkin í hálfleiknum skoruðu Kristófer Áki Hlinason, Björn Darri Ásmundsson og Ellert Gauti Heiðarsson. Varamaðurinn Ingólfur Sigurðsson, fyrrum leikmaður KR, Vals og Fram, skoraði síðan tvö síðustu mörkin í seinni hálfleiknum. Hann kom inn á 61. mínútu, skoraði strax tveimur mínútum síðar og bætti síðan við öðru marki sex mínútum fyrir leikslok. Mjólkurbikar karla Afturelding Fylkir Keflavík ÍF Víkingur Ólafsvík Höttur Leiknir Reykjavík Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Sjá meira
Afturelding hafði ekki skorað í fyrstu tveimur leikjum sínum í Bestu deildinni en Mosfellingar skoruðu fimm mörk í dag í 5-0 sigri á Hetti/Hugin. Bræðurnir Elmar Cogic og Enes Cogic skoruðu báðir í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari bættu þeir Aron Elí Sævarsson, Hrannar Snær Magnússon og Arnór Gauti Ragnarsson við mörkum. Fylkismenn komust snemma yfir á móti Kára en misstu svo tvo leikmenn út af með rautt spjald í fyrri hálfleik. Árbæingar töpuðu leiknum á endanum 2-1. Leikið var í Akraneshöllinni. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark Káramannsins Oskars Wasilewski á 20. mínútu en þrettán mínútum síðar fékk Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, rautt spjald. Fylkismenn urðu síðan níu þegar Eyþór Aron Wöhler fékk rautt spjald á lokamínútu fyrri hálfleiks. Káramenn skoruðu tvö mörk í seinni hálfleik en þau skoruðu Hektor Bergmann Garðarsson og Þór Llorens Þórðarson. Kári er í 2. deildinni, sem er C-deild, og eru Káramenn því deild neðar en Fylkismenn sem féllu úr Bestu deildinni síðasta haust. Hinn nítján ára gamli Gabríel Aron Sævarsson tryggði Keflavík 1-0 sigur á Leikni Reykjavík. Víkingar úr Ólafsvík unnu 7-1 stórsigur á Úlfunum. Úlfarnir komust reyndar yfir með marki Kristjáns Ólafs Torfasonar eftir aðeins átta mínútna leik en heimamenn svöruðu með fimm mörkum fyrir hlé. Fyrirliðinn Ingvar Freyr Þorsteinsson skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik en hin mörkin í hálfleiknum skoruðu Kristófer Áki Hlinason, Björn Darri Ásmundsson og Ellert Gauti Heiðarsson. Varamaðurinn Ingólfur Sigurðsson, fyrrum leikmaður KR, Vals og Fram, skoraði síðan tvö síðustu mörkin í seinni hálfleiknum. Hann kom inn á 61. mínútu, skoraði strax tveimur mínútum síðar og bætti síðan við öðru marki sex mínútum fyrir leikslok.
Mjólkurbikar karla Afturelding Fylkir Keflavík ÍF Víkingur Ólafsvík Höttur Leiknir Reykjavík Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn