Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 16. apríl 2025 11:33 Það getur verið flókið að lifa í samfélagi þar sem viðurkenning, árangur og afrek eru oft talin mælikvarðar á virði manneskjunnar. Þar sem það virðist eins og virði okkar byggi á því sem við gerum og erum. Í slíkum veruleika er auðvelt að detta í þá gildru að tengja sjálfsvirði sitt við það sem maður nær eða afrekar. Það vekur upp spurningar um hvað það raunverulega er sem knýr okkur áfram. Spurningar eins og: Hvað knýr mig áfram? Hvað liggur að baki löngun minni til að ná markmiðum mínum - hvort sem það er í starfi, fjárhagslega, líkamsímynd, sambönd eða lífstíll? Við gætum verið að sækja eftir draumastarfinu, húsnæðinu eða lífsstílnum einfaldlega af því það er það sem við viljum af innri hvöt. En stundum búa að baki dýpri, ómeðvitaðar ástæður. Hvatar eða viðhorf sem við höfum ómeðvitað lært í gegnum samfélagið, menningu eða æsku. „Þegar ég næ þessu, þá verð ég nóg.“ „Þegar ég er komin/n í þetta hlutverk, þá má ég vera stolt/ur af mér.“ „Þegar ég lít svona út, þá á ég skilið ást.“ Margir halda ómeðvitað að verðugleiki sé eitthvað sem þarf að vinna fyrir. Að hann sé umbun fyrir dugnað eða að uppfylla ytri viðmið. Ég verð verðug/ur þegar ég fæ vinnuna. Ég verð verðug/ur þegar ég næ þessari þyngd. Ég verð verðug/ur þegar ég á X. En hvað ef það er öfugt? Hvað ef við myndum byggja líf okkar á þeirri forsendu að við séum nú þegar verðug og að markmið okkar spretti af kærleika, ekki skorti? Þegar við reynum stöðugt að sanna virði okkar með árangri, útliti eða viðurkenningu annarra, þá verðum við háð ytri mælikvörðum. Því meira sem við náum, því meira virðist vera í húfi. Við förum að lifa frá stað óöryggis - sem virkjar streitukerfi líkamans, sem býr til spennu, kvíða og tilfinninguna að við séum aldrei nóg. En við getum einnig virkjað annað kerfi, róunar- og öryggiskerfið (e. soothing system). Það virkjast þegar við mætum okkur með mildi, núvitund og tengingu. Það snýr ekki að því að laga sig eða verða „betri“ - heldur að vera með sér í hlýrri og öruggri nærveru. Hvað ef við myndum snúa þessu við og hugsa: Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að upplifa heilbrigðan líkama Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að eiga gott húsnæði Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið fjárhagslegt öryggi. Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að X. Þetta getur verið skrítið og jafnvel óþægilegt, sérstaklega ef við erum vön hinu hugarfarinu frá ungum aldri. En með æfingu í að tileinka okkur nýtt viðhorf og með því að rækta hlýjar og umhyggjusamar tilfinningar gagnvart sjálfum okkur, getum við smám saman gert þessa sýn að hluta af lífi okkar. Það þýðir ekki að við sleppum því að njóta þess að ná árangri, að fagna afrekum og viðurkenningum. Þvert á móti - við gerum það, en út frá stað innri ánægju. Tengd sjálfum okkur, og án þess að festa sjálfsvirði okkar við útkomuna. Við njótum leiðarinnar. Höfundur er doktor í sálfræði sérhæfð í lífeðlislegri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Þóra Sveinsdóttir Mest lesið Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Eru 4.300 íbúar Kópavogs hunsaðir? Eva Sjöfn Helgadóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið flókið að lifa í samfélagi þar sem viðurkenning, árangur og afrek eru oft talin mælikvarðar á virði manneskjunnar. Þar sem það virðist eins og virði okkar byggi á því sem við gerum og erum. Í slíkum veruleika er auðvelt að detta í þá gildru að tengja sjálfsvirði sitt við það sem maður nær eða afrekar. Það vekur upp spurningar um hvað það raunverulega er sem knýr okkur áfram. Spurningar eins og: Hvað knýr mig áfram? Hvað liggur að baki löngun minni til að ná markmiðum mínum - hvort sem það er í starfi, fjárhagslega, líkamsímynd, sambönd eða lífstíll? Við gætum verið að sækja eftir draumastarfinu, húsnæðinu eða lífsstílnum einfaldlega af því það er það sem við viljum af innri hvöt. En stundum búa að baki dýpri, ómeðvitaðar ástæður. Hvatar eða viðhorf sem við höfum ómeðvitað lært í gegnum samfélagið, menningu eða æsku. „Þegar ég næ þessu, þá verð ég nóg.“ „Þegar ég er komin/n í þetta hlutverk, þá má ég vera stolt/ur af mér.“ „Þegar ég lít svona út, þá á ég skilið ást.“ Margir halda ómeðvitað að verðugleiki sé eitthvað sem þarf að vinna fyrir. Að hann sé umbun fyrir dugnað eða að uppfylla ytri viðmið. Ég verð verðug/ur þegar ég fæ vinnuna. Ég verð verðug/ur þegar ég næ þessari þyngd. Ég verð verðug/ur þegar ég á X. En hvað ef það er öfugt? Hvað ef við myndum byggja líf okkar á þeirri forsendu að við séum nú þegar verðug og að markmið okkar spretti af kærleika, ekki skorti? Þegar við reynum stöðugt að sanna virði okkar með árangri, útliti eða viðurkenningu annarra, þá verðum við háð ytri mælikvörðum. Því meira sem við náum, því meira virðist vera í húfi. Við förum að lifa frá stað óöryggis - sem virkjar streitukerfi líkamans, sem býr til spennu, kvíða og tilfinninguna að við séum aldrei nóg. En við getum einnig virkjað annað kerfi, róunar- og öryggiskerfið (e. soothing system). Það virkjast þegar við mætum okkur með mildi, núvitund og tengingu. Það snýr ekki að því að laga sig eða verða „betri“ - heldur að vera með sér í hlýrri og öruggri nærveru. Hvað ef við myndum snúa þessu við og hugsa: Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að upplifa heilbrigðan líkama Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að eiga gott húsnæði Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið fjárhagslegt öryggi. Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að X. Þetta getur verið skrítið og jafnvel óþægilegt, sérstaklega ef við erum vön hinu hugarfarinu frá ungum aldri. En með æfingu í að tileinka okkur nýtt viðhorf og með því að rækta hlýjar og umhyggjusamar tilfinningar gagnvart sjálfum okkur, getum við smám saman gert þessa sýn að hluta af lífi okkar. Það þýðir ekki að við sleppum því að njóta þess að ná árangri, að fagna afrekum og viðurkenningum. Þvert á móti - við gerum það, en út frá stað innri ánægju. Tengd sjálfum okkur, og án þess að festa sjálfsvirði okkar við útkomuna. Við njótum leiðarinnar. Höfundur er doktor í sálfræði sérhæfð í lífeðlislegri sálfræði.
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun