Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2025 23:32 Luka er vinsæll. Joshua Gateley/Getty Images Luka Dončić hefur stolið öllum fyrirsögnunum síðan hin ótrúlegu félagaskipti hans frá Dallas Mavericks til Los Angeles Lakers áttu sér stað. Skiptunum fylgdi gríðarleg treyjusala sem gerði það að verkum að treyja með Dončić og 77 á bakinu er nú sú vinsælasta í NBA. Það þarf ekkert að fara í neinar grafgötur með það að Los Angeles Lakers er stærra lið en Dallas Mavericks. Vistaskipti Luka staðfesta það endanlega þar sem hann er sá fyrsti síðan 2012-13 tímabilið sem skákar LeBron James og Stephen Curry þegar kemur að treyjusölu i NBA-deildinni í körfubolta. Í meira en áratug hefur annar af ellismellunum tveimur alltaf átt þá treyju sem selst best í NBA-deildinni. Nú er öldin önnur. Luka er mættur í Lakers og hefur treyja með nafni hans selst eins og heitar lummur. Það ásamt þeim Mavericks treyjum sem þegar höfðu verið keyptar gerir nafn hans að því vinsælasta í deildinni. Luka Dončić is the NBA’s new top jersey-seller … and the first player not named Stephen Curry or LeBron James to sell the NBA’s most jerseys in a season since 2012-13 … and the first international player to lead the league.More NBA from me: https://t.co/3dNEEu2e4M pic.twitter.com/yiIZBxbiUi— Marc Stein (@TheSteinLine) April 14, 2025 Listann yfir fimmtán vinsælustu nöfn deildarinnar þegar kemur að því að merkja treyjur má sjá hér að ofan en þar er margt áhugavert. Til að mynda eru meistarar Boston Celtics og Phoenix Suns einu liðin sem eiga tvo leikmenn á topp 15 listanum. Jalen Brunson er vinsælli en Victor Wembanyama og Ja Morant er vinsælli en Nikola Jokić. Umspilið fyrir úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst í kvöld. Leikur Orlando Magic og Atlanta Hawks hefst klukkan 23.30. Leikur Golden State Warriors og Memphis Grizzlies hefst klukkan 02.00. Báðir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Körfubolti NBA Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Sjá meira
Það þarf ekkert að fara í neinar grafgötur með það að Los Angeles Lakers er stærra lið en Dallas Mavericks. Vistaskipti Luka staðfesta það endanlega þar sem hann er sá fyrsti síðan 2012-13 tímabilið sem skákar LeBron James og Stephen Curry þegar kemur að treyjusölu i NBA-deildinni í körfubolta. Í meira en áratug hefur annar af ellismellunum tveimur alltaf átt þá treyju sem selst best í NBA-deildinni. Nú er öldin önnur. Luka er mættur í Lakers og hefur treyja með nafni hans selst eins og heitar lummur. Það ásamt þeim Mavericks treyjum sem þegar höfðu verið keyptar gerir nafn hans að því vinsælasta í deildinni. Luka Dončić is the NBA’s new top jersey-seller … and the first player not named Stephen Curry or LeBron James to sell the NBA’s most jerseys in a season since 2012-13 … and the first international player to lead the league.More NBA from me: https://t.co/3dNEEu2e4M pic.twitter.com/yiIZBxbiUi— Marc Stein (@TheSteinLine) April 14, 2025 Listann yfir fimmtán vinsælustu nöfn deildarinnar þegar kemur að því að merkja treyjur má sjá hér að ofan en þar er margt áhugavert. Til að mynda eru meistarar Boston Celtics og Phoenix Suns einu liðin sem eiga tvo leikmenn á topp 15 listanum. Jalen Brunson er vinsælli en Victor Wembanyama og Ja Morant er vinsælli en Nikola Jokić. Umspilið fyrir úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst í kvöld. Leikur Orlando Magic og Atlanta Hawks hefst klukkan 23.30. Leikur Golden State Warriors og Memphis Grizzlies hefst klukkan 02.00. Báðir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport 2.
Körfubolti NBA Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Sjá meira