Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2025 23:15 Aldís Guðlaugsdóttir gæti orðið ein af bestu markvörðum deildarinnar í sumar. Vísir/Diego Besta deild kvenna í knattspyrnu hefst á morgun, þriðjudag. Gríðarlegar breytingar hafa orðið í markmannsmálum deildarinnar og segja má að hásætið sé laust eftir að bæði Fanney Inga Birkisdóttir og Telma Ívarsdóttir yfirgáfu land og þjóð til að spila erlendis. Það urðu hræringar í Bestu deild kvenna þegar sænska stórliðið BK Häcken opnaði veskið og gerði Val tilboð sem það gat ekki hafnað. Fanney Inga stökk á tilboðið og því þurftu Valsarar nýjan markvörð. Í leit að markverði ákváðu Valsarar að horfa á markaðinn hér heima og sóttu á endanum markvörð sem þrátt fyrir að falla stóð upp úr síðasta sumar. Tinna Brá Magnúsdóttir mun því verja mark Vals í sumar. Íslandsmeistarar Breiðabliks þurftu einnig að leita sér að nýjum markverði eftir að Telma samdi við Rangers í Skotlandi. Í stað þess að horfa til markvarða hér á landi þá horfðu Blikar út fyrir landsteinana. Eftir að leita hátt og lágt þá fundu Blikar markvörð að nafni Katherine Devine. Sú kemur beint úr bandaríska háskólaboltanum þar sem hún hefur spilað við góðan orðstír með Vanderbilt-háskólanum. Þessar tvær nefndar hér að ofan munu án efa gera tilkall til hásætisins sem sker úr um hver besti markvörður Bestu deildar kvenna. Aldís Guðlaugsdóttir (FH) mun án efa veita þeim samkeppni og þá er aldrei að vita hvað erlendir markverðir deildarinnar gera í sumar. Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrrverandi markvörður Breiðabliks og margfaldur Íslandsmeistari, er einn af sérfræðingum Bestu markanna í sumar. Hún ræddi við Vísi um markverði deildarinnar í ár. „Ég er spennt að fylgjast með Tinnu Brá í markinu hjá Val. Gaman að sjá hana taka næsta skref í sínum leik og bæta sig sem markmaður. Er einnig spennt að fylgjast áfram með Aldísi í markinu hjá FH. Finnst hún hafa stigið upp síðustu ár og verður gaman að fylgjast með henni.“ „Svo verður áhugavert með þessi óskrifuðu blöð eins og Devine sem er komin í Breiðablik. Verður hún nægilega sterk til að fylla skarð Telmu? Ekki eingöngu sem markvörður heldur einnig sem leiðtogi þarna aftast sem skiptir gríðarlega miklu máli.“ „Svo er það Jessica Berlin hjá Þór/KA og hvort hún muni eiga nægilega gott sumar til að lyfta Akureyringum í titilbaráttu.“ Jessica Berlin er langt því frá eini erlendi aðalmarkvörður deildarinnar en alls verða sex slíkir í sumar. Ásamt Þór/KA eru það Íslandsmeistarar Breiðabliks, Þróttur Reykjavík, Tindastóll, Fram og FHL öll með erlenda markverði sem munu að öllum líkindum spila nær alla leiki síns liðs í sumar. Eitt af þeim liðum sem er með íslenskan aðalmarkvörð er Víkingur en í Víkinni má án efa finna eitt besta markmannsþríeyki deildarinnar. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir og Birta Guðlaugsdóttir munu án efa berjast um stöðu aðalmarkvarðar. Það verður að segjast að báðar eru of góðar til að sitja á bekknum svo það gæti orðið alvöru samkeppni þar á bæ. Þá Eva Ýr Helgadóttir mætt sem þriðji markvörður að því virðist en sú á 35 leiki í A-deild og 105 leiki í B-deild. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir á að baki 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Vísir/Arnar Besta deild kvenna hefst á morgun, þriðjudag, með tveimur leikjum. Þróttur mætir Fram og Breiðablik mætir Stjörnunni. Báðir leikir hefjast klukkan 18.00 og verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Það urðu hræringar í Bestu deild kvenna þegar sænska stórliðið BK Häcken opnaði veskið og gerði Val tilboð sem það gat ekki hafnað. Fanney Inga stökk á tilboðið og því þurftu Valsarar nýjan markvörð. Í leit að markverði ákváðu Valsarar að horfa á markaðinn hér heima og sóttu á endanum markvörð sem þrátt fyrir að falla stóð upp úr síðasta sumar. Tinna Brá Magnúsdóttir mun því verja mark Vals í sumar. Íslandsmeistarar Breiðabliks þurftu einnig að leita sér að nýjum markverði eftir að Telma samdi við Rangers í Skotlandi. Í stað þess að horfa til markvarða hér á landi þá horfðu Blikar út fyrir landsteinana. Eftir að leita hátt og lágt þá fundu Blikar markvörð að nafni Katherine Devine. Sú kemur beint úr bandaríska háskólaboltanum þar sem hún hefur spilað við góðan orðstír með Vanderbilt-háskólanum. Þessar tvær nefndar hér að ofan munu án efa gera tilkall til hásætisins sem sker úr um hver besti markvörður Bestu deildar kvenna. Aldís Guðlaugsdóttir (FH) mun án efa veita þeim samkeppni og þá er aldrei að vita hvað erlendir markverðir deildarinnar gera í sumar. Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrrverandi markvörður Breiðabliks og margfaldur Íslandsmeistari, er einn af sérfræðingum Bestu markanna í sumar. Hún ræddi við Vísi um markverði deildarinnar í ár. „Ég er spennt að fylgjast með Tinnu Brá í markinu hjá Val. Gaman að sjá hana taka næsta skref í sínum leik og bæta sig sem markmaður. Er einnig spennt að fylgjast áfram með Aldísi í markinu hjá FH. Finnst hún hafa stigið upp síðustu ár og verður gaman að fylgjast með henni.“ „Svo verður áhugavert með þessi óskrifuðu blöð eins og Devine sem er komin í Breiðablik. Verður hún nægilega sterk til að fylla skarð Telmu? Ekki eingöngu sem markvörður heldur einnig sem leiðtogi þarna aftast sem skiptir gríðarlega miklu máli.“ „Svo er það Jessica Berlin hjá Þór/KA og hvort hún muni eiga nægilega gott sumar til að lyfta Akureyringum í titilbaráttu.“ Jessica Berlin er langt því frá eini erlendi aðalmarkvörður deildarinnar en alls verða sex slíkir í sumar. Ásamt Þór/KA eru það Íslandsmeistarar Breiðabliks, Þróttur Reykjavík, Tindastóll, Fram og FHL öll með erlenda markverði sem munu að öllum líkindum spila nær alla leiki síns liðs í sumar. Eitt af þeim liðum sem er með íslenskan aðalmarkvörð er Víkingur en í Víkinni má án efa finna eitt besta markmannsþríeyki deildarinnar. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir og Birta Guðlaugsdóttir munu án efa berjast um stöðu aðalmarkvarðar. Það verður að segjast að báðar eru of góðar til að sitja á bekknum svo það gæti orðið alvöru samkeppni þar á bæ. Þá Eva Ýr Helgadóttir mætt sem þriðji markvörður að því virðist en sú á 35 leiki í A-deild og 105 leiki í B-deild. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir á að baki 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Vísir/Arnar Besta deild kvenna hefst á morgun, þriðjudag, með tveimur leikjum. Þróttur mætir Fram og Breiðablik mætir Stjörnunni. Báðir leikir hefjast klukkan 18.00 og verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira