Samfélagið á sögulega erfiðum stað Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. apríl 2025 19:00 Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur. vísir/Lýður Valberg Afbrotafræðingur segir samfélagið á mjög erfiðum stað í sögulegu samhengi. Áföll sem ekki er unnið úr geti verið einn helsti áhættuþátturinn fyrir því að ungmenni leiti í ofbeldisfulla öfgahyggju. Í skýrslu ríkislögreglustjóra sem kom út á fimmtudaginn segir að hryðjuverkaógn á Íslandi hafi aukist lítillega á milli ára. Helsta ógnin stafi frá ofbeldissinnuðum einstaklingum sem sæki hvatningu í hægri öfga, mest ungir karlmenn. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir áhættuþættina oft þá sömu. „Einhvers konar félagsleg einangrun. Þetta er ungt fólk sem upplifir sig kannski jaðarsett meðal sinna jafningja. Jafnvel orðið fyrir einelti og er því að leita í að tilheyra einhvers konar hópi. Svona ofbeldisfull öfgahyggja verður líka oft til í kjölfar áfalla.“ „Um leið og það er orðið samfélag, þá er það orðið samtök“ Lögreglan hafi vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á spjallsíðum, hópum og öðrum miðlum þar sem hvatt sé til hryðjuverka. Margrét segir algrím á samfélagsmiðlum og upplýsingaóreiðu þar sem gervigreind á í hlut leiða ungmenni í síauknu mæli á braut ofbeldis. „Það er ekki bara erfitt fyrir ungt fólk heldur fyrir okkur öll að greina upplýsingar á netinu að greina hvað er rétt og hvað er rangt. Það er svo auðvelt að hafa áhrif á okkur. Þó að það sé jákvætt að það séu ekki hryðjuverkasamtök á íslandi. En þegar það verður til samfélag fólks sem upplifir sig eitt. Þá er auðvitað sú hætta fyrir hendi. Bara um leið og það er orðið samfélag þá er það orðið samtök.“ Þurfi að efla gagnrýna hugsun ungmenna Markvissar forvarnir fyrir ungt fólk geti skipt sköpum. Jafnvel eigi að innleiða það í námskerfið. „Það þurfi að einblína á stafræna hæfni. Að fólk kunni að lesa sér til. Hvað eru áreiðanlegar upplýsingar og hvað ekki og kunni að greina frá réttu og röngu. Og gagnrýnin hugsun. Það hefur líka verið lögð áhersla á það. En einnig félagsfærni. Hvernig áttu í samskiptum við einhvern sem er með ólíkar skoðanir eða er öðruvísi en þú. Við erum auðvitað á erfiðum stað, sögulega. Ég held að við séum á svolítið erfiðum stað. Það er mikil ólga. Það er rosalega mikil skautun í samfélaginu.“ Lögreglan Börn og uppeldi Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Umfangsmikil aðgerð Europol: Netþjónar á Íslandi hýstu hryðjuverkaáróður Ríkislögreglustjóri og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í tveimur umfangsmiklum aðgerðum á vegum Europol í vikunni gegn dreifingu og stýringu hryðjuverka. Teknir voru niður netþjónar í Þýskalandi, Hollandi, Bandaríkjunum og á Íslandi. Spænsk yfirvöld handtóku níu einstaklinga í aðgerðunum. 14. júní 2024 13:28 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Í skýrslu ríkislögreglustjóra sem kom út á fimmtudaginn segir að hryðjuverkaógn á Íslandi hafi aukist lítillega á milli ára. Helsta ógnin stafi frá ofbeldissinnuðum einstaklingum sem sæki hvatningu í hægri öfga, mest ungir karlmenn. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir áhættuþættina oft þá sömu. „Einhvers konar félagsleg einangrun. Þetta er ungt fólk sem upplifir sig kannski jaðarsett meðal sinna jafningja. Jafnvel orðið fyrir einelti og er því að leita í að tilheyra einhvers konar hópi. Svona ofbeldisfull öfgahyggja verður líka oft til í kjölfar áfalla.“ „Um leið og það er orðið samfélag, þá er það orðið samtök“ Lögreglan hafi vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á spjallsíðum, hópum og öðrum miðlum þar sem hvatt sé til hryðjuverka. Margrét segir algrím á samfélagsmiðlum og upplýsingaóreiðu þar sem gervigreind á í hlut leiða ungmenni í síauknu mæli á braut ofbeldis. „Það er ekki bara erfitt fyrir ungt fólk heldur fyrir okkur öll að greina upplýsingar á netinu að greina hvað er rétt og hvað er rangt. Það er svo auðvelt að hafa áhrif á okkur. Þó að það sé jákvætt að það séu ekki hryðjuverkasamtök á íslandi. En þegar það verður til samfélag fólks sem upplifir sig eitt. Þá er auðvitað sú hætta fyrir hendi. Bara um leið og það er orðið samfélag þá er það orðið samtök.“ Þurfi að efla gagnrýna hugsun ungmenna Markvissar forvarnir fyrir ungt fólk geti skipt sköpum. Jafnvel eigi að innleiða það í námskerfið. „Það þurfi að einblína á stafræna hæfni. Að fólk kunni að lesa sér til. Hvað eru áreiðanlegar upplýsingar og hvað ekki og kunni að greina frá réttu og röngu. Og gagnrýnin hugsun. Það hefur líka verið lögð áhersla á það. En einnig félagsfærni. Hvernig áttu í samskiptum við einhvern sem er með ólíkar skoðanir eða er öðruvísi en þú. Við erum auðvitað á erfiðum stað, sögulega. Ég held að við séum á svolítið erfiðum stað. Það er mikil ólga. Það er rosalega mikil skautun í samfélaginu.“
Lögreglan Börn og uppeldi Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Umfangsmikil aðgerð Europol: Netþjónar á Íslandi hýstu hryðjuverkaáróður Ríkislögreglustjóri og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í tveimur umfangsmiklum aðgerðum á vegum Europol í vikunni gegn dreifingu og stýringu hryðjuverka. Teknir voru niður netþjónar í Þýskalandi, Hollandi, Bandaríkjunum og á Íslandi. Spænsk yfirvöld handtóku níu einstaklinga í aðgerðunum. 14. júní 2024 13:28 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Umfangsmikil aðgerð Europol: Netþjónar á Íslandi hýstu hryðjuverkaáróður Ríkislögreglustjóri og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í tveimur umfangsmiklum aðgerðum á vegum Europol í vikunni gegn dreifingu og stýringu hryðjuverka. Teknir voru niður netþjónar í Þýskalandi, Hollandi, Bandaríkjunum og á Íslandi. Spænsk yfirvöld handtóku níu einstaklinga í aðgerðunum. 14. júní 2024 13:28