Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. apríl 2025 12:13 Hanna Katrín segist sannfærð um réttmæti hækkananna. Vísir/Ívar Fannar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir orðræðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um að áformuð hækkun auðlindagjalda í greininni muni leiða til þess að fiskvinnslum verði lokað vera órökrétta og segir útgerðina standa í hótunum við þjóðina. Hún ræddi áform ríkisstjórnarinnar um að hækka auðlindagjöld í sjávarútvegi í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Við viljum stoppa það að það sé útgerðin sjálf sem ákvarði það verð sem liggur til grundvallar veiðigjöldum. Það er svo galin aðferð ef maður hugsar um það í raun og veru,“ segir hún. Samkeppnishæfni ekki í húfi Hanna Katrín segir þrátt fyrir að oft sé um að ræða umfangsmiklar hækkanir í tölum talið sé það lítill hluti af rekstrarhagnaði fyrirtækja í greininni. Hækkanirnar komi í tilvikum niður á smærri útgerðum en að verið sé að vinna að því að hækka frítekjumark til samræmis við það til að koma til móts við þær útgerðir sem nýta sér það. „Ég er jafnsannfærð og ég var í upphafi þessarar vegferðar, eftir að hafa skoðað tölur, að við erum alls ekki af því. Þetta er þrátt fyrir allt lítill hluti af rekstrarhagnaði fyrirtækja. Þetta er einfaldlega leiðrétting sem hefði átt að vera búið að gera fyrir löngu. við erum með mjög arðbæra atvinnugrein. Þetta teflir ekki samkeppnishæfni á erlendum mörkuðum í tvísýnu,“ segir hún. Útgerðin skyti sig í fótinn Hanna Katrín segir að fulltrúar ríkisstjórnarinnar setið marga fundi með fulltrúum SFS og beðið þá um að leggja fram raunhæfa aðferð við að nálgast það að miða gjöld við raunverulegt aflaverðmæti en að engin tillaga hafi borist. Hún segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi standa í hótunum við þjóðina sem eigi ekki við rök að styðjast. Láti þau af þeim verða væri það líkt og útgerðin skyti sig í fótinn. „Ég vona hins vegar innilega að menn geri alvöru af því, ég ætli bara að kalla það hótun, þegar að forsvarsfólk lýsir því yfir að þetta verði þeirra fyrstu viðbrögð. Það er órökrétt miðað við tölurnar sem liggja fyrir miðað við aðrsemina af þessari grein, miðað við hagnaðinn, miðað við fjárfestingu, miðað við uppbyggingu eigin fjár í þessari grein og miðað við fjárfestingar í óskylduðum rekstri,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Sprengisandur Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Hún ræddi áform ríkisstjórnarinnar um að hækka auðlindagjöld í sjávarútvegi í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Við viljum stoppa það að það sé útgerðin sjálf sem ákvarði það verð sem liggur til grundvallar veiðigjöldum. Það er svo galin aðferð ef maður hugsar um það í raun og veru,“ segir hún. Samkeppnishæfni ekki í húfi Hanna Katrín segir þrátt fyrir að oft sé um að ræða umfangsmiklar hækkanir í tölum talið sé það lítill hluti af rekstrarhagnaði fyrirtækja í greininni. Hækkanirnar komi í tilvikum niður á smærri útgerðum en að verið sé að vinna að því að hækka frítekjumark til samræmis við það til að koma til móts við þær útgerðir sem nýta sér það. „Ég er jafnsannfærð og ég var í upphafi þessarar vegferðar, eftir að hafa skoðað tölur, að við erum alls ekki af því. Þetta er þrátt fyrir allt lítill hluti af rekstrarhagnaði fyrirtækja. Þetta er einfaldlega leiðrétting sem hefði átt að vera búið að gera fyrir löngu. við erum með mjög arðbæra atvinnugrein. Þetta teflir ekki samkeppnishæfni á erlendum mörkuðum í tvísýnu,“ segir hún. Útgerðin skyti sig í fótinn Hanna Katrín segir að fulltrúar ríkisstjórnarinnar setið marga fundi með fulltrúum SFS og beðið þá um að leggja fram raunhæfa aðferð við að nálgast það að miða gjöld við raunverulegt aflaverðmæti en að engin tillaga hafi borist. Hún segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi standa í hótunum við þjóðina sem eigi ekki við rök að styðjast. Láti þau af þeim verða væri það líkt og útgerðin skyti sig í fótinn. „Ég vona hins vegar innilega að menn geri alvöru af því, ég ætli bara að kalla það hótun, þegar að forsvarsfólk lýsir því yfir að þetta verði þeirra fyrstu viðbrögð. Það er órökrétt miðað við tölurnar sem liggja fyrir miðað við aðrsemina af þessari grein, miðað við hagnaðinn, miðað við fjárfestingu, miðað við uppbyggingu eigin fjár í þessari grein og miðað við fjárfestingar í óskylduðum rekstri,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
Sprengisandur Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira