Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 11. apríl 2025 23:29 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Anton Brink Utanríkisráðherra fundaði með utanríkismálastjóra og framkvæmdastjóra Evrópusambandsins fyrir varnarmál um varnarsamstarf. Málið er farið í formlegan farveg en hún leggur áherslu á að auka þurfi stoðir Íslands í varnar- og öryggismálum. Þorgerður Katrín Gunanrsdóttir, utanríkisráðherra, fundaði með Kaja Kallas, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins og varaforseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og Andrius Kubilius, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins fyrir varnarmál í dag. „Það er alveg ljóst að við erum að sækjast eftir svipuðu samstarfi og að Norðmenn skrifuðu undir við Evrópusambandið fyrir ári síðan. Við erum að stefna að því og það er ákveðin vinna fram undan og aðildarríki þurfa að samþykkja það. Við erum að nýta öll tækifæri sem að hægt er að og gefast til þess að styrkja öryggi í kringum Ísland,“ segir Þorgerður. Samstarfið fari nú í formlegan farveg en hún segist binda vonir við að það gerist eitthvað síðar á þessu ári. „Það eru ýmis jákvæð teikn á lofti þegar kemur að samvinnu og samstarfi nágrannaríkja okkar og þeirra þjóða sem eru líkt þenkjandi,“ segir hún. Það sé enn mikilvægara að brekka út samstarfið á sviði varna- og öryggismála og nefnir hún til að mynda fund sinn með fulltrúum Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Suður-Kóreu og Japan. Einnig væri það mikill fengur að tengjast Bretlandi og Kanada nánari böndum. „Það skiptir miklu máli í þróun þessarar heimsmyndar þar sem við erum að sjá einræðistilhneigingar vera að aukast því miður. Við megum ekki gleyma því að helsta ógnin við Evrópu í dag er Rússland.“ Þorgerður talaði um að auka stoðir Íslands í varnar- og öryggismálum. „Það að ég skuli segja að við séum að fjölga stoðunum undir okkar varnir og öryggi, það er líka eðlilegt skref og eðlilegur hluti af stærri myndinni. Líka vegna þrýstingi frá Bandaríkjunum að við í Evrópu, við þurfum að gera meira sjálf, þar erum við Íslendingar ekki undanskildir.“ Aukinn stuðningur við Úkraínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, fundaði með viðbragðssveit JEF í dag um mögulega fjölþjóðlega stuðningsaðgerð við Úkraínu. „Þetta er hópur ríkja sem að styður Úkraínu sérstaklega mikið og það var mikil samstaða sem einkenndi fundinn. Bara á þessum fundi voru tilkynntir yfir 21 milljarður evra í framlög á hinum ýmsu sviðum. Við Íslendingar höldum áfram að leiða og styðja við jarðsprengjuverkefni,“ segir Þorgerður í samtali við fréttastofu. Ísland hafi þá aukið stuðning sinn, innan ramma utanríkisráðuneytisins, við jarðsprengjuleitarverkefni. Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Utanríkismál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunanrsdóttir, utanríkisráðherra, fundaði með Kaja Kallas, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins og varaforseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og Andrius Kubilius, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins fyrir varnarmál í dag. „Það er alveg ljóst að við erum að sækjast eftir svipuðu samstarfi og að Norðmenn skrifuðu undir við Evrópusambandið fyrir ári síðan. Við erum að stefna að því og það er ákveðin vinna fram undan og aðildarríki þurfa að samþykkja það. Við erum að nýta öll tækifæri sem að hægt er að og gefast til þess að styrkja öryggi í kringum Ísland,“ segir Þorgerður. Samstarfið fari nú í formlegan farveg en hún segist binda vonir við að það gerist eitthvað síðar á þessu ári. „Það eru ýmis jákvæð teikn á lofti þegar kemur að samvinnu og samstarfi nágrannaríkja okkar og þeirra þjóða sem eru líkt þenkjandi,“ segir hún. Það sé enn mikilvægara að brekka út samstarfið á sviði varna- og öryggismála og nefnir hún til að mynda fund sinn með fulltrúum Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Suður-Kóreu og Japan. Einnig væri það mikill fengur að tengjast Bretlandi og Kanada nánari böndum. „Það skiptir miklu máli í þróun þessarar heimsmyndar þar sem við erum að sjá einræðistilhneigingar vera að aukast því miður. Við megum ekki gleyma því að helsta ógnin við Evrópu í dag er Rússland.“ Þorgerður talaði um að auka stoðir Íslands í varnar- og öryggismálum. „Það að ég skuli segja að við séum að fjölga stoðunum undir okkar varnir og öryggi, það er líka eðlilegt skref og eðlilegur hluti af stærri myndinni. Líka vegna þrýstingi frá Bandaríkjunum að við í Evrópu, við þurfum að gera meira sjálf, þar erum við Íslendingar ekki undanskildir.“ Aukinn stuðningur við Úkraínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, fundaði með viðbragðssveit JEF í dag um mögulega fjölþjóðlega stuðningsaðgerð við Úkraínu. „Þetta er hópur ríkja sem að styður Úkraínu sérstaklega mikið og það var mikil samstaða sem einkenndi fundinn. Bara á þessum fundi voru tilkynntir yfir 21 milljarður evra í framlög á hinum ýmsu sviðum. Við Íslendingar höldum áfram að leiða og styðja við jarðsprengjuverkefni,“ segir Þorgerður í samtali við fréttastofu. Ísland hafi þá aukið stuðning sinn, innan ramma utanríkisráðuneytisins, við jarðsprengjuleitarverkefni.
Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Utanríkismál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira