„Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2025 10:02 Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu. Vísir/Vilhelm Formaður Afstöðu fagnar hröðum viðbrögðum heilbrigðisráðherra vegna ólöglegra og lífshættulegra ópíóíða. Það sé tímaspursmál hvenær efnin rati í fangelsin og um leið skapist ástand sem erfitt verði að vinna úr. Heilbrigðisráðuneytið efndi til skyndifundar á mánudag með fulltrúum Lyfjastofnunar, Landspítala, embætti landlæknis, tollyfirvalda, lögreglunnar, Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, Afstöðu og Matthildi skaðaminnkun, um leiðir til að bregðast við innflutningi ólöglegra og lífshættulegra ópíóíða. Greint var frá því í síðustu viku að fjórtán væru í haldi lögreglu eftir að tollverðir lögðu hald á tuttugu þúsund töflur af nitazene, stórhættulegu efni sem er um þúsund sinnum sterkara en morfín. Þá var greint frá því í gær að tvær unglingsstúlkur, fæddar 2006 og 2007, sættu gæsluvarðhaldi vegna málsins. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, segir samtökin og Matthildarsamtökin hafa hist vegna málsins á sunnudag og sent ráðherra minnisblað um kvöldið. Þar hafi alvarleiki málsins verið rakin og nokkrar tillögur nefndar hvernig bregðast ætti við. „Það sem er skrýtið er að yfirleitt byrja lyfin í fangelsunum og fara svo út í samfélagið,“ segir Guðmundur Ingi. Í þessu tilfelli hafi risaskammtur af fíkniefnum, sem ekki séu komin í fangelsin, gripin við komuna til landsins. „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig,“ segir Guðmundur Ingi. Styrkleiki efnisins sé slíkur að viðbúið sé að fólki fjöldi sem látist vegna áhrifa þess. „Svo mun þetta fara í fangelsin. Það mun enginn biðja um aðstoð eða vera í aðstöðu til að prufa efnið. Þá skapast ástand sem erfitt verður að vinna úr.“ Aðspurður hvers vegna efnin rati í fangelsin útskýrir Guðmundur Ingi að sterk efni séu vinsæl í fangelsum vegna þess að þá þurfi minni skammta. Og litlu skammtarnir endist um leið lengur. „Eins og spice. Þú þarft að smygla svo litlu til að eiga í marga mánuði.“ Hann segir alla fundargesti á miðvikudag hafa tekið málið alvarlega. Tekið hafi verið vel í hugmyndir Afstöðu og Matthildarsamtakanna. Boltinn sé hjá ráðuneytinu en til hafi staðið að kalla til framhaldsfundar. Vinna þurfi hratt í að finna réttu hraðprófin sem þurfi að vera til staðar hjá lögreglu, í fangelsum, heilsugæslu og skaðaminnkandi úrræðum. Þannig sé hægt að bregðast hratt við þegar grunur kviknar um notkun á efninu. Efnið hafi enn ekki mælst í fangelsinu en heyra má á Guðmundi að það sé tímaspursmál. „Við höfum áhyggjur af okkar fólki. Að það verði stórslys,“ segir Guðmundur. Teikna þurfi upp aðgerðaráætlun til að bjarga mannslífum. Fangelsismál Fíkniefnabrot Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið efndi til skyndifundar á mánudag með fulltrúum Lyfjastofnunar, Landspítala, embætti landlæknis, tollyfirvalda, lögreglunnar, Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, Afstöðu og Matthildi skaðaminnkun, um leiðir til að bregðast við innflutningi ólöglegra og lífshættulegra ópíóíða. Greint var frá því í síðustu viku að fjórtán væru í haldi lögreglu eftir að tollverðir lögðu hald á tuttugu þúsund töflur af nitazene, stórhættulegu efni sem er um þúsund sinnum sterkara en morfín. Þá var greint frá því í gær að tvær unglingsstúlkur, fæddar 2006 og 2007, sættu gæsluvarðhaldi vegna málsins. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, segir samtökin og Matthildarsamtökin hafa hist vegna málsins á sunnudag og sent ráðherra minnisblað um kvöldið. Þar hafi alvarleiki málsins verið rakin og nokkrar tillögur nefndar hvernig bregðast ætti við. „Það sem er skrýtið er að yfirleitt byrja lyfin í fangelsunum og fara svo út í samfélagið,“ segir Guðmundur Ingi. Í þessu tilfelli hafi risaskammtur af fíkniefnum, sem ekki séu komin í fangelsin, gripin við komuna til landsins. „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig,“ segir Guðmundur Ingi. Styrkleiki efnisins sé slíkur að viðbúið sé að fólki fjöldi sem látist vegna áhrifa þess. „Svo mun þetta fara í fangelsin. Það mun enginn biðja um aðstoð eða vera í aðstöðu til að prufa efnið. Þá skapast ástand sem erfitt verður að vinna úr.“ Aðspurður hvers vegna efnin rati í fangelsin útskýrir Guðmundur Ingi að sterk efni séu vinsæl í fangelsum vegna þess að þá þurfi minni skammta. Og litlu skammtarnir endist um leið lengur. „Eins og spice. Þú þarft að smygla svo litlu til að eiga í marga mánuði.“ Hann segir alla fundargesti á miðvikudag hafa tekið málið alvarlega. Tekið hafi verið vel í hugmyndir Afstöðu og Matthildarsamtakanna. Boltinn sé hjá ráðuneytinu en til hafi staðið að kalla til framhaldsfundar. Vinna þurfi hratt í að finna réttu hraðprófin sem þurfi að vera til staðar hjá lögreglu, í fangelsum, heilsugæslu og skaðaminnkandi úrræðum. Þannig sé hægt að bregðast hratt við þegar grunur kviknar um notkun á efninu. Efnið hafi enn ekki mælst í fangelsinu en heyra má á Guðmundi að það sé tímaspursmál. „Við höfum áhyggjur af okkar fólki. Að það verði stórslys,“ segir Guðmundur. Teikna þurfi upp aðgerðaráætlun til að bjarga mannslífum.
Fangelsismál Fíkniefnabrot Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira