Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. apríl 2025 23:05 Astrid prinsessa og Lorenz prins til vinstri, og Laurent prins og Klara prinsessa til hægri, á þjóðhátíðardegi Belga í hitteðfyrra. EPA Laurent Belgaprins, yngri bróðir Filippusar Belgakonungs, tapaði í dag dómsmáli gegn belgíska ríkinu, sem hann stefndi fyrir að hafna beiðni hans um að fá greiddar almannatryggingar. Prinsinn fékk 388 þúsund evrur, eða rúmar 56 milljónir króna, í framfærslueyri frá belgíska ríkinu í fyrra. Auk opinberra starfa hans sem prins hefur hann rekið dýraverndarsamtök síðastliðinn áratug. Hann stefndi belgíska ríkinu í fyrra fyrir að hafa hafnað beiðni hans um almannatryggingar, sem hann sagðist eiga rétt á vegna þess að hann væri að hluta til sjálfstætt starfandi. Hann þyrfti á bótunum að halda meðal annars vegna sjúkrakostnaðar og til að tryggja fjárhag fjölskyldu hans eftir að hann fellur frá. Þá sagðist hann reka málið af prinsippástæðum, frekar en peninganna vegna. Dómstóll í Belgíu féllst ekki á þennan málflutning Laurents, og sagði hann hvorki teljast sjálfstætt starfandi né launþegi. Konunglegar skyldur hans teldust mun frekar til opinberra starfa. Kenndur við vandræði Olivier Rijckaert lögmaður Laurent segist íhuga áfrýjun. Í samtali við belgíska miðilinn Le Soir segir hann stærstan hluta framfærslueyrisins fara í að borga aðstoðarmanni Laurents og tilfallandi ferðakostnað. Að því frátöldu standi einungis um fimm þúsund evrur eftir á mánuði til ráðstöfunar. Hann eigi lögvarinn rétt á almannatryggingum sem hann fær ekki. Í frétt BBC segir að málið sé ekki fyrsta ágreiningsmál Laurent, og hann sé iðulega kallaður „hinn bölvaði prins“ meðal Belga. Árið 2018 samþykkti belgíska þingið að skera niður framfærslueyri til hans í heilt ár eftir að hann mætti í veislu í kínverska sendiráðið klæddur í einkennisbúning sjóhermanna, án leyfis ríkisstjórnarinnar. Þá hefur hann nokkrum sinnum verið sektaður fyrir of hraðan akstur. Hann sætti einnig gagnrýni fyrir opinberar heimsóknir sínar til Líbíu í valdatíð Muammar Gaddafi. Belgía Kóngafólk Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Prinsinn fékk 388 þúsund evrur, eða rúmar 56 milljónir króna, í framfærslueyri frá belgíska ríkinu í fyrra. Auk opinberra starfa hans sem prins hefur hann rekið dýraverndarsamtök síðastliðinn áratug. Hann stefndi belgíska ríkinu í fyrra fyrir að hafa hafnað beiðni hans um almannatryggingar, sem hann sagðist eiga rétt á vegna þess að hann væri að hluta til sjálfstætt starfandi. Hann þyrfti á bótunum að halda meðal annars vegna sjúkrakostnaðar og til að tryggja fjárhag fjölskyldu hans eftir að hann fellur frá. Þá sagðist hann reka málið af prinsippástæðum, frekar en peninganna vegna. Dómstóll í Belgíu féllst ekki á þennan málflutning Laurents, og sagði hann hvorki teljast sjálfstætt starfandi né launþegi. Konunglegar skyldur hans teldust mun frekar til opinberra starfa. Kenndur við vandræði Olivier Rijckaert lögmaður Laurent segist íhuga áfrýjun. Í samtali við belgíska miðilinn Le Soir segir hann stærstan hluta framfærslueyrisins fara í að borga aðstoðarmanni Laurents og tilfallandi ferðakostnað. Að því frátöldu standi einungis um fimm þúsund evrur eftir á mánuði til ráðstöfunar. Hann eigi lögvarinn rétt á almannatryggingum sem hann fær ekki. Í frétt BBC segir að málið sé ekki fyrsta ágreiningsmál Laurent, og hann sé iðulega kallaður „hinn bölvaði prins“ meðal Belga. Árið 2018 samþykkti belgíska þingið að skera niður framfærslueyri til hans í heilt ár eftir að hann mætti í veislu í kínverska sendiráðið klæddur í einkennisbúning sjóhermanna, án leyfis ríkisstjórnarinnar. Þá hefur hann nokkrum sinnum verið sektaður fyrir of hraðan akstur. Hann sætti einnig gagnrýni fyrir opinberar heimsóknir sínar til Líbíu í valdatíð Muammar Gaddafi.
Belgía Kóngafólk Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira