Forsetahjónin á leið til Noregs Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. apríl 2025 17:41 Norsku konungshjónin og forsetahjón Íslands. Forseti Íslands Forsetahjónin auk tveggja ráðherra fara á morgun til Noregs í þriggja daga ríkisheimsók. Þar munu þau meðal annars heimsækja norska Stórþingið, háskóla og viðskiptaviðburð. Heimsókn Höllu Tómasdóttur og Björns Skúlasonar hefst í fyrramálið með móttökuathöfn við konungshöllina í miðborg Osló, höfuðborg Noregs. Opinber sendinefnd og viðskiptanefnd fjörutíu íslenskra fyrirtækja verður með í för ásamt fulltrúum úr norsku viðskiptalífi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fara einnig með. Gestgjafarnir eru Haraldur V. konungur og Sonja drottning auk Hákoni krónprins og Mette-Marit krónprinsessu. Eins og áður hefur verið fjallað um mun Ingiríður Alexandra prinsessa fara með sérstakt hlutverk í heimsókninni og það í fyrsta skipti. Hún kemur til með að taka við krúnunni af Hákoni föður sínum. Að lokinni móttökuathöfninni verður farið í Akershusvirki þar sem forsetinn mun leggja blómkrans frá íslensku þjóðinni að minnismerki um Norðmenn sem féllu í síðari heimsstyrjöldinni. Þá mun Halla heimsækja norska Stórþingið og funda með Masud Gharahkani, forseta þingsins. Halla og föruneyti hennar munu einnig heimsækja BI Norwegian Buisness School og ræða við nemendur, starfsfólk og aðra um ábyrga forystu. Íslenskir nemendur sem stunda nám í skólanum munu taka á móti forsetanum. Að degi loknum verður hátíðarkvöldverður í konungshöllinni. Á miðvikudag heimsækja hjónin höfuðstöðvar Innovation Norway og Fontenehuset þar sem þau verða frædd um endurhæfingastarf fyrir fólk með geðraskanir. Auk þess eiga Halla og Þorgerður Katrín, fund með Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs. Um kvöldið býður Halla Haraldi konungi og Sonju drottningu til móttöku þar sem Ari Eldjárn fer með gamanmál, kokkalandslið Íslands ber fram veitingar og Benjamín Gísli Einarsson leikur á píanó. Á þriðja degi fara Halla og Björn til Þrándheims með Hákoni krónprins og Tore O. Sandvik, varnarmálaráðherra Noregs. Þar verður viðskiptaviðburður um bláa hagkerfið en þar mun Daði Már halda erindi. Sama dag heimsækja þau einnig Niðarósdómkirkju og þjálfunar- og endurhæfingarverkefni með Norðmenn bjóða fyrir úkraínska hermenn. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Noregur Íslendingar erlendis Haraldur V Noregskonungur Kóngafólk Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira
Heimsókn Höllu Tómasdóttur og Björns Skúlasonar hefst í fyrramálið með móttökuathöfn við konungshöllina í miðborg Osló, höfuðborg Noregs. Opinber sendinefnd og viðskiptanefnd fjörutíu íslenskra fyrirtækja verður með í för ásamt fulltrúum úr norsku viðskiptalífi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fara einnig með. Gestgjafarnir eru Haraldur V. konungur og Sonja drottning auk Hákoni krónprins og Mette-Marit krónprinsessu. Eins og áður hefur verið fjallað um mun Ingiríður Alexandra prinsessa fara með sérstakt hlutverk í heimsókninni og það í fyrsta skipti. Hún kemur til með að taka við krúnunni af Hákoni föður sínum. Að lokinni móttökuathöfninni verður farið í Akershusvirki þar sem forsetinn mun leggja blómkrans frá íslensku þjóðinni að minnismerki um Norðmenn sem féllu í síðari heimsstyrjöldinni. Þá mun Halla heimsækja norska Stórþingið og funda með Masud Gharahkani, forseta þingsins. Halla og föruneyti hennar munu einnig heimsækja BI Norwegian Buisness School og ræða við nemendur, starfsfólk og aðra um ábyrga forystu. Íslenskir nemendur sem stunda nám í skólanum munu taka á móti forsetanum. Að degi loknum verður hátíðarkvöldverður í konungshöllinni. Á miðvikudag heimsækja hjónin höfuðstöðvar Innovation Norway og Fontenehuset þar sem þau verða frædd um endurhæfingastarf fyrir fólk með geðraskanir. Auk þess eiga Halla og Þorgerður Katrín, fund með Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs. Um kvöldið býður Halla Haraldi konungi og Sonju drottningu til móttöku þar sem Ari Eldjárn fer með gamanmál, kokkalandslið Íslands ber fram veitingar og Benjamín Gísli Einarsson leikur á píanó. Á þriðja degi fara Halla og Björn til Þrándheims með Hákoni krónprins og Tore O. Sandvik, varnarmálaráðherra Noregs. Þar verður viðskiptaviðburður um bláa hagkerfið en þar mun Daði Már halda erindi. Sama dag heimsækja þau einnig Niðarósdómkirkju og þjálfunar- og endurhæfingarverkefni með Norðmenn bjóða fyrir úkraínska hermenn.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Noregur Íslendingar erlendis Haraldur V Noregskonungur Kóngafólk Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira