Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar 7. apríl 2025 14:31 Nýkjörin forysta Sjálfstæðisflokksins hóf samtal sitt við fólkið í landinu fyrir hálfum mánuði síðan með því að fara til fundar við fólkið. Í þessari fyrstu ferð okkar hittum við fólk hér á höfuðborgarsvæðinu og í öllum landshlutum. Óhætt er að segja að þetta sé eitt af því skemmtilegasta sem við stjórnmálamenn gerum, að fara um landið og hitta fólk á sínum heimavelli, upplifa hjartsláttinn og kynnast þeim verkefnum sem fólk er að sinna af metnaði. Metnaði um að gera samfélagið sitt betra og byggja sér og fjölskyldu sinni góð lífskjör til aukinnar velsældar. Þingflokkurinn allur hefur fimm sinnum farið í hringferð um landið og skilaboðin frá landsbyggðinni sem við höfum fengið eru ávallt mjög skýr; tryggið okkur öfluga grunninnviði og látið okkur svo í friði á meðan við sköpum verðmæti fyrir land og þjóð. Vanalega er vorið fallegur tími þar sem sólin hækkar á lofti, líf kviknar í náttúrunni og létta tekur yfir landanum. Sú var ekki raunin að þessu sinni. Það var þungt yfir fólkinu enda vorum við að ferðast í sömu viku og veiðigjaldið var kynnt. Heilu samfélögin höfðu miklar áhyggjur af þeim álögum sem ríkisstjórnin er að leggja á landsbyggðirnar þar sem verðmætasköpunin fer fram í grunnatvinnuvegum þjóðarinnar. Allar slíkar álögur draga úr styrk fyrirtækjanna til að fjárfesta í nýsköpun í heimabyggð og uppbyggingu innviða fyrirtækjanna sem skapa festu og umsvif í sínum samfélögum og gerir þeim kleift að halda fólki í vinnu. Álögur sem gera allan rekstur erfiðari til þess eins að getað barið sér á brjóst fyrir að sækja fjármuni til atvinnulífsins og vera góði aðilinn sem deildi fjármununum aftur út til fólksins. Staðan er samt sú, að fólkið í raunhagkerfinu skilur að svona virkar þetta ekki. Þau bæði vita og finna strax fyrir því á eigin skinni að bara yfirlýsingarnar um hærri veiðigjöld, aukna innheimtu í ferðaþjónustu og hækkandi flutningskostnaðar með kílómetragjaldi hafa áhrif. Fyrirtækin fara strax að halda að sér höndum með því að draga úr kostnaði í stað þess að fjárfesta einni krónu til að búa til tíu krónur. Þessar sögur heyrðum við á ferð okkar um landið. Ungur bóndasonur sem fjárfesti í málmsmiðju eftir háskólanám til að þróa sjálfvirknivæðingu í sjávarútvegi hefur nú verið stopp í nokkrar vikur. Bæjarfulltrúi sem kom að því að endurreisa iðnfyrirtæki sem framleiðir búnað fyrir sjávarútveginn horfir á öll verkefnin í bið þangað til ákvörðun stjórnvalda liggur fyrir. Svo var það gamla konan sem ólst upp í sjávarþorpinu og þekkir muninn á byggðinni sinni með sjávarútvegi sem er rekinn með tapi og sjávarútvegi sem rekinn er með afgangi. Prófessor stóð upp á einum fundinum og sagði þetta hafa mest áhrif á fiskvinnslustörf sem er ein öflugasta kvennastétt landsins og svo kvað kona sér hljóðs í Borganesi og sagði að nú væri búið að efna til stríðs við landsbyggðina. Skilaboðin voru því enn og aftur skýr, látið okkur í friði og við sjáum um að skapa hér verðmæti og byggja upp byggðirnar. Þannig verða til verðmæti sem skila sér til allra landsmanna í bættum lífskjörum og öflugri innviðum. Blómleg byggð sem aflar verðmæta fyrir þjóð sína verður ekki reist með því að gera atvinnulífið að vonda manninum og hindra það í störfum sínum við að afla þessara verðmæta. Verðmæta sem tryggja að við getum haldið hér áfram að gera Ísland að besta stað í heimi til að búa og starfa í. Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast með byggðunum til velsældar. Höfundur er þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Nýkjörin forysta Sjálfstæðisflokksins hóf samtal sitt við fólkið í landinu fyrir hálfum mánuði síðan með því að fara til fundar við fólkið. Í þessari fyrstu ferð okkar hittum við fólk hér á höfuðborgarsvæðinu og í öllum landshlutum. Óhætt er að segja að þetta sé eitt af því skemmtilegasta sem við stjórnmálamenn gerum, að fara um landið og hitta fólk á sínum heimavelli, upplifa hjartsláttinn og kynnast þeim verkefnum sem fólk er að sinna af metnaði. Metnaði um að gera samfélagið sitt betra og byggja sér og fjölskyldu sinni góð lífskjör til aukinnar velsældar. Þingflokkurinn allur hefur fimm sinnum farið í hringferð um landið og skilaboðin frá landsbyggðinni sem við höfum fengið eru ávallt mjög skýr; tryggið okkur öfluga grunninnviði og látið okkur svo í friði á meðan við sköpum verðmæti fyrir land og þjóð. Vanalega er vorið fallegur tími þar sem sólin hækkar á lofti, líf kviknar í náttúrunni og létta tekur yfir landanum. Sú var ekki raunin að þessu sinni. Það var þungt yfir fólkinu enda vorum við að ferðast í sömu viku og veiðigjaldið var kynnt. Heilu samfélögin höfðu miklar áhyggjur af þeim álögum sem ríkisstjórnin er að leggja á landsbyggðirnar þar sem verðmætasköpunin fer fram í grunnatvinnuvegum þjóðarinnar. Allar slíkar álögur draga úr styrk fyrirtækjanna til að fjárfesta í nýsköpun í heimabyggð og uppbyggingu innviða fyrirtækjanna sem skapa festu og umsvif í sínum samfélögum og gerir þeim kleift að halda fólki í vinnu. Álögur sem gera allan rekstur erfiðari til þess eins að getað barið sér á brjóst fyrir að sækja fjármuni til atvinnulífsins og vera góði aðilinn sem deildi fjármununum aftur út til fólksins. Staðan er samt sú, að fólkið í raunhagkerfinu skilur að svona virkar þetta ekki. Þau bæði vita og finna strax fyrir því á eigin skinni að bara yfirlýsingarnar um hærri veiðigjöld, aukna innheimtu í ferðaþjónustu og hækkandi flutningskostnaðar með kílómetragjaldi hafa áhrif. Fyrirtækin fara strax að halda að sér höndum með því að draga úr kostnaði í stað þess að fjárfesta einni krónu til að búa til tíu krónur. Þessar sögur heyrðum við á ferð okkar um landið. Ungur bóndasonur sem fjárfesti í málmsmiðju eftir háskólanám til að þróa sjálfvirknivæðingu í sjávarútvegi hefur nú verið stopp í nokkrar vikur. Bæjarfulltrúi sem kom að því að endurreisa iðnfyrirtæki sem framleiðir búnað fyrir sjávarútveginn horfir á öll verkefnin í bið þangað til ákvörðun stjórnvalda liggur fyrir. Svo var það gamla konan sem ólst upp í sjávarþorpinu og þekkir muninn á byggðinni sinni með sjávarútvegi sem er rekinn með tapi og sjávarútvegi sem rekinn er með afgangi. Prófessor stóð upp á einum fundinum og sagði þetta hafa mest áhrif á fiskvinnslustörf sem er ein öflugasta kvennastétt landsins og svo kvað kona sér hljóðs í Borganesi og sagði að nú væri búið að efna til stríðs við landsbyggðina. Skilaboðin voru því enn og aftur skýr, látið okkur í friði og við sjáum um að skapa hér verðmæti og byggja upp byggðirnar. Þannig verða til verðmæti sem skila sér til allra landsmanna í bættum lífskjörum og öflugri innviðum. Blómleg byggð sem aflar verðmæta fyrir þjóð sína verður ekki reist með því að gera atvinnulífið að vonda manninum og hindra það í störfum sínum við að afla þessara verðmæta. Verðmæta sem tryggja að við getum haldið hér áfram að gera Ísland að besta stað í heimi til að búa og starfa í. Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast með byggðunum til velsældar. Höfundur er þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins.