Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. apríl 2025 22:29 Benedikt Gunnar Ófeigsson er fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands Vísir/Arnar Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir að líkur á öðru eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum séu mjög litlar og verði minni eftir því sem lengra líður. Verði eldgos á næstu dögum, sem hann telur ólíklegt, myndi kvikan sennilega koma upp norðar en við Sundhnúka. GPS-mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Stysta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í gær. Veðurstofan telur líklegast að áframhaldandi kvikusöfnun sé undir Svartsengi sem valdi landrisinu en hluti þess sé vegna áhrifa frá myndun kvikugangsins 1. apríl. Aflögunarmælingar sýna einnig að enn mælast hreyfingar á GPS stöðvum í kringum norðurhluta kvikugangsins, meðal annars í Vogum og við Keili. Gervihnattamyndir sem teknar voru í gær og í fyrradag staðfesta hreyfingar á því svæði. Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælingar hjá Veðurstofunni fór yfir nýjustu mælingar og spáði í spilin í kvöldfréttum Stöðvar 2. Búast frekar við gosi á öðru svæði Benedikt segir ekki óvænt að landris við Svartsengi haldi áfram. „Nei við áttum alveg von á því að það myndi halda áfram landris, í rauninni endurspeglar það að það er stöðugt innflæði inn í kvikuhólfið í Svartsengi. Þannig það kom ekki á óvart, en það er kannski óvenju snemma sem við förum að sjá það.“ Kvikugangurinn liggur á köflum aðeins á 1,5 kílómetr dýpi, en Benedikt segir það stafa af því að kvika hafi reynt að leita upp til yfirborðs. Kvikan hafi reynt það aðeins norðar en við Sundhnúka, en Benedikt fór yfir þetta með skýringarmyndum í kvöldfréttum. Hann segir að staðurinn þar sem vísbendingar eru um að kvika hafi reynt að komast nær yfirborði vera besti staðurinn á allri sprungunni til að fá gos. „Það þyrfti mjög stórt gos til að þetta myndi ná alla leið hingað á Reykjanesbraut, og það eru engar líkur á því að það sé að fara gerast,“ sagði Benedikt. Margir hafa fundið fyrir skjálftum, heldur það áfram? „Ég á frekar von á því að það fari að hægja á því. Auðvitað getur það haldið eitthvað áfram, það er erfitt að segja til um það.“ Hann segir ólíklegt að það verði annað gos á næstunni. „Mjög litlar en það er ennþá hreyfing, það eru ennþá einhverjir skjálftar. Við getum ekkert útilokað það strax, en ég held það sé mjög ólíklegt.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
GPS-mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Stysta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í gær. Veðurstofan telur líklegast að áframhaldandi kvikusöfnun sé undir Svartsengi sem valdi landrisinu en hluti þess sé vegna áhrifa frá myndun kvikugangsins 1. apríl. Aflögunarmælingar sýna einnig að enn mælast hreyfingar á GPS stöðvum í kringum norðurhluta kvikugangsins, meðal annars í Vogum og við Keili. Gervihnattamyndir sem teknar voru í gær og í fyrradag staðfesta hreyfingar á því svæði. Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælingar hjá Veðurstofunni fór yfir nýjustu mælingar og spáði í spilin í kvöldfréttum Stöðvar 2. Búast frekar við gosi á öðru svæði Benedikt segir ekki óvænt að landris við Svartsengi haldi áfram. „Nei við áttum alveg von á því að það myndi halda áfram landris, í rauninni endurspeglar það að það er stöðugt innflæði inn í kvikuhólfið í Svartsengi. Þannig það kom ekki á óvart, en það er kannski óvenju snemma sem við förum að sjá það.“ Kvikugangurinn liggur á köflum aðeins á 1,5 kílómetr dýpi, en Benedikt segir það stafa af því að kvika hafi reynt að leita upp til yfirborðs. Kvikan hafi reynt það aðeins norðar en við Sundhnúka, en Benedikt fór yfir þetta með skýringarmyndum í kvöldfréttum. Hann segir að staðurinn þar sem vísbendingar eru um að kvika hafi reynt að komast nær yfirborði vera besti staðurinn á allri sprungunni til að fá gos. „Það þyrfti mjög stórt gos til að þetta myndi ná alla leið hingað á Reykjanesbraut, og það eru engar líkur á því að það sé að fara gerast,“ sagði Benedikt. Margir hafa fundið fyrir skjálftum, heldur það áfram? „Ég á frekar von á því að það fari að hægja á því. Auðvitað getur það haldið eitthvað áfram, það er erfitt að segja til um það.“ Hann segir ólíklegt að það verði annað gos á næstunni. „Mjög litlar en það er ennþá hreyfing, það eru ennþá einhverjir skjálftar. Við getum ekkert útilokað það strax, en ég held það sé mjög ólíklegt.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira