Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. apríl 2025 17:32 Formaður og ritari Sjálfstæðisflokksins ásamt fráfarandi og nýjum framkvæmdastjóra. Sjálfstæðisflokkurinn Björg Ásta Þórðardóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Hún tekur við af Þórði Þórarinssyni sem lætur af störfum eftir ellefu ára starf sem framkvæmdastjóri flokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum þar sem fram kemur að Björg hafi setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum á vegum stjórnvalda og í atvinnulífinu. „Björg Ásta Þórðardóttir lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2015. Hún hefur víðtæka reynslu af lögfræðistörfum, meðal annars sem yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda og fulltrúi hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur. Hún hefur einnig starfað hjá lögreglunni á Suðurnesjum og síðast sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.“ „Björg hefur setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum á vegum stjórnvalda og í atvinnulífinu. Hún er fædd og uppalin á Suðurnesjum og á að baki farsælan knattspyrnuferil með íslenskum félagsliðum og landsliðinu. Hún hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum á vettvangi íþrótta, m.a. sem fulltrúi í dómstól ÍSÍ og í aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Þá hefur hún gegnt formennsku í MS-félagi Íslands.“ Björg Ásta er búsett á Suðurnesjum ásamt sambýliskonu sinni, Ósk Laufeyju Breiðfjörð, og eiga þær saman þrjú börn. „Það er mér mikill heiður og ánægja að fá þetta tækifæri. Ég hlakka til að takast á við þetta mikilvæga verkefni, vinna með frábæru fólki innan flokksins og leggja mitt af mörkum til að efla starfsemi Sjálfstæðisflokksins um allt land,“ sagði Björg Ásta. Kveður eftir ellefu ára starf Framkvæmdastjóraskiptin fóru fram á miðstjórnarfundi flokksins fyrr í dag. Á fundinum færði Guðrún Hafsteinsdóttir Þórði bestu þakkir fyrir hans mikilvæga og óeigingjarna starf í framlínunni síðastliðinn rúman áratug. Fram kemur að Þórður hafi tekið til starfa í Valhöll 1. mars 2014. „Þórður hefur leitt starf skrifstofunnar í fernum alþingiskosningum, þrennum sveitarstjórnarkosningum og haldið fjóra landsfundi. Þess má einnig geta að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur undanfarin ár lagt upp í fimm hringferðir um landið í tengslum við kjördæmaviku.“ „Á þessum tímamótum er mér þakklæti efst í huga fyrir þann drjúga tíma sem ég hef starfað í Valhöll fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það hafa verið forréttindi að fá að lifa og hrærast í innsta hring þjóðmálanna, kynnast fólki af öllu landinu og úr ólíkum starfsstéttum sem vill leggja sitt af mörkum fyrir hugsjónir okkar og vinna að framfaramálum fyrir land og þjóð. Ég hef á þessum tíma eignast fjölda vina til lífstíðar, nokkuð sem ég lít á sem dýrmæta gjöf, og vil koma á framfæri þökkum til allra flokksmanna fyrir traust og góð samskipti. Samstarfsmönnum af skrifstofunni færi ég sérstakar þakkir, öllum í þingflokknum og trúnaðarmönnum í flokksstarfinu færi ég mínar bestu kveðjur,“ sagði Þórður. Samkomulag hefur orðið um að Þórður muni starfa við hlið nýs framkvæmdastjóra næstu vikurnar og sem ráðgjafi flokksins næstu mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Tengdar fréttir Hreinn hættur og Björg Ásta ráðin aðstoðarmaður Björg Ásta Þórðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra. Hún tekur við af Hreini Loftssyni, sem hefur látið af störfum. 21. september 2023 10:07 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum þar sem fram kemur að Björg hafi setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum á vegum stjórnvalda og í atvinnulífinu. „Björg Ásta Þórðardóttir lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2015. Hún hefur víðtæka reynslu af lögfræðistörfum, meðal annars sem yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda og fulltrúi hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur. Hún hefur einnig starfað hjá lögreglunni á Suðurnesjum og síðast sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.“ „Björg hefur setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum á vegum stjórnvalda og í atvinnulífinu. Hún er fædd og uppalin á Suðurnesjum og á að baki farsælan knattspyrnuferil með íslenskum félagsliðum og landsliðinu. Hún hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum á vettvangi íþrótta, m.a. sem fulltrúi í dómstól ÍSÍ og í aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Þá hefur hún gegnt formennsku í MS-félagi Íslands.“ Björg Ásta er búsett á Suðurnesjum ásamt sambýliskonu sinni, Ósk Laufeyju Breiðfjörð, og eiga þær saman þrjú börn. „Það er mér mikill heiður og ánægja að fá þetta tækifæri. Ég hlakka til að takast á við þetta mikilvæga verkefni, vinna með frábæru fólki innan flokksins og leggja mitt af mörkum til að efla starfsemi Sjálfstæðisflokksins um allt land,“ sagði Björg Ásta. Kveður eftir ellefu ára starf Framkvæmdastjóraskiptin fóru fram á miðstjórnarfundi flokksins fyrr í dag. Á fundinum færði Guðrún Hafsteinsdóttir Þórði bestu þakkir fyrir hans mikilvæga og óeigingjarna starf í framlínunni síðastliðinn rúman áratug. Fram kemur að Þórður hafi tekið til starfa í Valhöll 1. mars 2014. „Þórður hefur leitt starf skrifstofunnar í fernum alþingiskosningum, þrennum sveitarstjórnarkosningum og haldið fjóra landsfundi. Þess má einnig geta að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur undanfarin ár lagt upp í fimm hringferðir um landið í tengslum við kjördæmaviku.“ „Á þessum tímamótum er mér þakklæti efst í huga fyrir þann drjúga tíma sem ég hef starfað í Valhöll fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það hafa verið forréttindi að fá að lifa og hrærast í innsta hring þjóðmálanna, kynnast fólki af öllu landinu og úr ólíkum starfsstéttum sem vill leggja sitt af mörkum fyrir hugsjónir okkar og vinna að framfaramálum fyrir land og þjóð. Ég hef á þessum tíma eignast fjölda vina til lífstíðar, nokkuð sem ég lít á sem dýrmæta gjöf, og vil koma á framfæri þökkum til allra flokksmanna fyrir traust og góð samskipti. Samstarfsmönnum af skrifstofunni færi ég sérstakar þakkir, öllum í þingflokknum og trúnaðarmönnum í flokksstarfinu færi ég mínar bestu kveðjur,“ sagði Þórður. Samkomulag hefur orðið um að Þórður muni starfa við hlið nýs framkvæmdastjóra næstu vikurnar og sem ráðgjafi flokksins næstu mánuði.
Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Tengdar fréttir Hreinn hættur og Björg Ásta ráðin aðstoðarmaður Björg Ásta Þórðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra. Hún tekur við af Hreini Loftssyni, sem hefur látið af störfum. 21. september 2023 10:07 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Hreinn hættur og Björg Ásta ráðin aðstoðarmaður Björg Ásta Þórðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra. Hún tekur við af Hreini Loftssyni, sem hefur látið af störfum. 21. september 2023 10:07