Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. apríl 2025 13:02 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra hjá Barnaheillum. Vísir/Ívar Barnaheill munu í apríl standa fyrir vitundarvakningu sem snýst um að vekja fullorðna til vitundar um umfang kynferðisofbeldis gegn börnum. Verkefnastýra Barnaheilla segir mikilvægt að hlustað sé á raddir barna og unglinga svo hægt sé að gera betur en innan við helmingur segir frá eftir að brotið er á þeim. Vitundarvakningin ber heitið #ÉGLOFA. Henni var ýtt úr vör í morgun með vinnustofu í Tónabæ. Þar ræddu ungmenni í tíunda bekk og úr framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu hvað þau telja að fullorðnir geti gert betur. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra hjá Barnaheillum segir of mörg börn hér á landi verða fyrir kynferðisofbeldi. „Og alltof fá börn segja frá. Við viljum að fullorðnir taki ábyrgðina og við erum að biðja fólk um að lakka litlu nöglina græna og gefa litla putta loforð um að gera eitthvað, allir geta gert eitthvað, hlusta, styðja, bregðast við, tilkynna grun, fræða um hætturnar á netinu og svo framvegis.“ Vandinn mikill Kolbrún segir að markmiðið með vinnustofunni í dag vera þá að móta tillögur til úrbóta. Tölur íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sýni að vandinn sé mikill. Samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni árið 2024 sögðu um 700 börn í 8. til 10 bekk að annar unglingur hefði haft við þau samfarir eða munnmök gegn vilja þeirra, 250 á sama aldri sögðu að einhver fullorðinn, að minnsta kosti fimm árum eldri, hefði haft samfarir eða munnmök við þau einhvern tíma á lífsleiðinni. Innan við helmingur þeirra barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi segjast hafa sagt einhverjum frá ofbeldinu. „Þá vildum við heyra raddir barna og ungmenna, hvað þurfa þau frá fullorðnum til þess að við getum varið þau betur og þess vegna boðuðum við hingað nemendur hingað úr tíunda bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum til þess að koma saman, ræða þessi mál og hvað getum við gert betur, bæði sem samfélag, sem foreldrar, skólakerfið, dómskerfið. Hvað er það sem þau þurfa frá okkur fullorðna fólkinu.“ Tillögurnar sem krakkarnir leggja til á vinnustofunni í dag verða svo afhentar stjórnvöldum. „Þær verða dregnar saman í ákall til stjórnvalda og til fullorðinna í samfélaginu um það hvað unga fólkið vill að við gerum betur.“ Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Vitundarvakningin ber heitið #ÉGLOFA. Henni var ýtt úr vör í morgun með vinnustofu í Tónabæ. Þar ræddu ungmenni í tíunda bekk og úr framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu hvað þau telja að fullorðnir geti gert betur. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra hjá Barnaheillum segir of mörg börn hér á landi verða fyrir kynferðisofbeldi. „Og alltof fá börn segja frá. Við viljum að fullorðnir taki ábyrgðina og við erum að biðja fólk um að lakka litlu nöglina græna og gefa litla putta loforð um að gera eitthvað, allir geta gert eitthvað, hlusta, styðja, bregðast við, tilkynna grun, fræða um hætturnar á netinu og svo framvegis.“ Vandinn mikill Kolbrún segir að markmiðið með vinnustofunni í dag vera þá að móta tillögur til úrbóta. Tölur íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sýni að vandinn sé mikill. Samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni árið 2024 sögðu um 700 börn í 8. til 10 bekk að annar unglingur hefði haft við þau samfarir eða munnmök gegn vilja þeirra, 250 á sama aldri sögðu að einhver fullorðinn, að minnsta kosti fimm árum eldri, hefði haft samfarir eða munnmök við þau einhvern tíma á lífsleiðinni. Innan við helmingur þeirra barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi segjast hafa sagt einhverjum frá ofbeldinu. „Þá vildum við heyra raddir barna og ungmenna, hvað þurfa þau frá fullorðnum til þess að við getum varið þau betur og þess vegna boðuðum við hingað nemendur hingað úr tíunda bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum til þess að koma saman, ræða þessi mál og hvað getum við gert betur, bæði sem samfélag, sem foreldrar, skólakerfið, dómskerfið. Hvað er það sem þau þurfa frá okkur fullorðna fólkinu.“ Tillögurnar sem krakkarnir leggja til á vinnustofunni í dag verða svo afhentar stjórnvöldum. „Þær verða dregnar saman í ákall til stjórnvalda og til fullorðinna í samfélaginu um það hvað unga fólkið vill að við gerum betur.“
Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira