Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2025 17:18 Dómur féll í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður á 23. aldursári hefur verið sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa samræði og önnur kynferðismök við stúlku í bíl sínum þegar hún var fjórtán og fimmtán ára gömul og sömuleiðis að hafa um leið greitt fyrir vændi barns. Maðurinn fékk tveggja ára dóm í héraði en Landsréttur þyngdi dóminn sem nemur hálfu ári. Um var að ræða alls sjö skipti og áttu brotin sér stað frá október 2021 til janúar 2022. Þá var stúlkan fjórtán ára en maðurinn, Kristján Helgi Ingason, tæplega tvítugur. Kristján Helgi viðurkenndi að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna í gegnum Snapchat og að hann hefði hitt hana sjö sinnum á umræddu tímabili. Hann neitaði að þau hefðu haft kynferðislegt samneyti í bílnum hans. Fyrir dómi sagði hann um Snapchat-samskiptin að um hafi verið að ræða kynferðislegar hugrenningar af hans hálfu. „Fantasían“ hafi gengið út á að hún væri vændiskona. Kristján viðurkenndi að hafa afhent stúlkunni pening, en vildi meina að um lán hefði verið að ræða. Þá hefðu upphæðirnar verið lægri en þrjú hundruð þúsund krónur eins og hann var sakaður um. Þá sagðist hann hafa talið að stúlkan væri eldri en fjórtán eða fimmtán ára. Stúlkan sagðist hins vegar fullviss um að Kristján Helgi hefði verið meðvitaður um aldur hennar. Þau hefðu hist tíu til tólf sinnum á umræddu tímabili. Að sögn stúlkunnar hefði vinkona hennar verið með í fyrsta skipti sem hún hitti Kristján. Fyrir dómi greindi vinkonan frá því og sagði hún stúlkuna hafa veitt manninum munnmök gegn greiðslu. Á meðal gagna málsins voru fjölmörg samskipti mannsins og stúlkunnar sem þau áttu á Snapchat. Héraðsdómur sagði að berlega mætti ráða af samskiptunum að maðurinn hefði verið að falast eftir kynferðislegu samneyti við stúlkuna gegn greiðslu. Að mati dómsins var framburður stúlkunnar mjög trúverðugur frá upphafi og í takti við gögn málsins og framburð vitna. Hins vegar yrði það sama ekki sagt um framburð mannsins sem hefði haft yfir sér mikinn ólíkindablæ. Skýring á greiðslu til stúlkunnar hefði verið fráleit. Þótti Landsrétti tveggja og hálfs árs refsing hæfileg og ekki tilefni til að skilorðsbinda hana. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Um var að ræða alls sjö skipti og áttu brotin sér stað frá október 2021 til janúar 2022. Þá var stúlkan fjórtán ára en maðurinn, Kristján Helgi Ingason, tæplega tvítugur. Kristján Helgi viðurkenndi að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna í gegnum Snapchat og að hann hefði hitt hana sjö sinnum á umræddu tímabili. Hann neitaði að þau hefðu haft kynferðislegt samneyti í bílnum hans. Fyrir dómi sagði hann um Snapchat-samskiptin að um hafi verið að ræða kynferðislegar hugrenningar af hans hálfu. „Fantasían“ hafi gengið út á að hún væri vændiskona. Kristján viðurkenndi að hafa afhent stúlkunni pening, en vildi meina að um lán hefði verið að ræða. Þá hefðu upphæðirnar verið lægri en þrjú hundruð þúsund krónur eins og hann var sakaður um. Þá sagðist hann hafa talið að stúlkan væri eldri en fjórtán eða fimmtán ára. Stúlkan sagðist hins vegar fullviss um að Kristján Helgi hefði verið meðvitaður um aldur hennar. Þau hefðu hist tíu til tólf sinnum á umræddu tímabili. Að sögn stúlkunnar hefði vinkona hennar verið með í fyrsta skipti sem hún hitti Kristján. Fyrir dómi greindi vinkonan frá því og sagði hún stúlkuna hafa veitt manninum munnmök gegn greiðslu. Á meðal gagna málsins voru fjölmörg samskipti mannsins og stúlkunnar sem þau áttu á Snapchat. Héraðsdómur sagði að berlega mætti ráða af samskiptunum að maðurinn hefði verið að falast eftir kynferðislegu samneyti við stúlkuna gegn greiðslu. Að mati dómsins var framburður stúlkunnar mjög trúverðugur frá upphafi og í takti við gögn málsins og framburð vitna. Hins vegar yrði það sama ekki sagt um framburð mannsins sem hefði haft yfir sér mikinn ólíkindablæ. Skýring á greiðslu til stúlkunnar hefði verið fráleit. Þótti Landsrétti tveggja og hálfs árs refsing hæfileg og ekki tilefni til að skilorðsbinda hana.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira