Bæði vonbrigði og léttir Jón Þór Stefánsson skrifar 2. apríl 2025 21:57 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að nú verði vinaþjóðir að standa saman. Vísir/Anton Brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum. Þorgerður segir að nú muni Íslendingar meta stöðuna, líkt og önnur ríki séu að gera, og reyna að finna farsæla lausn á þessu með Bandaríkjunum. Á morgun hyggst hún að boða til fundar með fulltrúum atvinnulífsins og fulltrúa frá bandaríska sendiráðinu. „Þetta er eitthvað sem við ætlum að fara yfir yfirvegað. Við ætlum að greina, meta stöðuna og ekki síst vera í miklu samráði við atvinnulífið um þá stöðu sem upp er komin. Við viljum auðvitað finna mjög farsæla lausn á þessu alvarlega málið í gegnum uppbyggilegt samtal við Bandaríkin,“ segir Þorgerður Katrín en fréttastofa náði að tali af henni örskömmu eftir að Trump tilkynnti um ákvörðun sína. „Við Íslendingar höfum alltaf átt í góðu sambandi og samskiptum við Bandaríkin. Vöruskipti okkar hafa verið í jafnvægi, þannig að báðar þjóðir hafa hagnast á viðskiptunum. Ég verð að segja að það eru að einhverju leyti vonbrigði að sjá þessa mikilvægu bandamenn okkar hækka tolla á innflutning okkar fyrirtækja inn á Bandaríkjamarkað. Okkar markaður er mjög opinn fyrir bandarískan innflutning,“ segir Þorgerður. Á skjön við reglurnar sem Bandaríkjamenn settu á fót Líkt og hefur komið fram mun tíu prósenta tollur leggjast á ísland. Þá mun Evrópusambandið fá tuttugu prósenta toll, og Noregur fimmtán prósent. „Við erum með tíu prósent. Ég sé að aðrar þjóðir koma misvel undan þessu. Viðhorf okkar Íslendinga í gegnum tíðina er að það er mikilvægt fyrir þjóðir, ekki síst litlar þjóðir eins og okkur, að hafa greiðan og opinn aðgang að mörkuðum, að það sé frelsi. Að einhverju leyti er þetta á skjön við þessar alþjóðlegu leikreglur í viðskiptum, sem Bandaríkin komu að sjálf mestu upp,“ segir Þorgerður. „Ég er náttúrulega fylgjandi þessum opna frjálsa markaði. Hærri tollar, óvissa og ófyrirsjáanleiki er ekki í þágu útflytjanda frekar en einhverra annarra.“ Ekki rétt að etja vinaþjóðum saman Var einhver léttir að sjá Ísland í þessum lágmarksflokki? „Já já, auðvitað er það þannig. En það breytir ekki því að stóra myndin er sú, sem mér finnst erfitt að horfa upp á, að það er svolítið verið að etja líkt þenkjandi þjóðum saman,“ segir Þorgerður. „Ríkin sem eru að tala fyrir opnum og frjálsum mörkuðum, lýðræði og mannréttindum, við eigum að standa saman. Við eigum ekki að etja hvoru öðru gegn hvoru öðru. Við viljum ekki sjá okkar vinaþjóðir koma verr eða illa út úr þessu. Það má ekki gerast að þjóðirnar sem hafa staðið saman fari núna út og suður.“ Bandaríkin Utanríkismál Skattar og tollar Donald Trump Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Sjá meira
Þorgerður segir að nú muni Íslendingar meta stöðuna, líkt og önnur ríki séu að gera, og reyna að finna farsæla lausn á þessu með Bandaríkjunum. Á morgun hyggst hún að boða til fundar með fulltrúum atvinnulífsins og fulltrúa frá bandaríska sendiráðinu. „Þetta er eitthvað sem við ætlum að fara yfir yfirvegað. Við ætlum að greina, meta stöðuna og ekki síst vera í miklu samráði við atvinnulífið um þá stöðu sem upp er komin. Við viljum auðvitað finna mjög farsæla lausn á þessu alvarlega málið í gegnum uppbyggilegt samtal við Bandaríkin,“ segir Þorgerður Katrín en fréttastofa náði að tali af henni örskömmu eftir að Trump tilkynnti um ákvörðun sína. „Við Íslendingar höfum alltaf átt í góðu sambandi og samskiptum við Bandaríkin. Vöruskipti okkar hafa verið í jafnvægi, þannig að báðar þjóðir hafa hagnast á viðskiptunum. Ég verð að segja að það eru að einhverju leyti vonbrigði að sjá þessa mikilvægu bandamenn okkar hækka tolla á innflutning okkar fyrirtækja inn á Bandaríkjamarkað. Okkar markaður er mjög opinn fyrir bandarískan innflutning,“ segir Þorgerður. Á skjön við reglurnar sem Bandaríkjamenn settu á fót Líkt og hefur komið fram mun tíu prósenta tollur leggjast á ísland. Þá mun Evrópusambandið fá tuttugu prósenta toll, og Noregur fimmtán prósent. „Við erum með tíu prósent. Ég sé að aðrar þjóðir koma misvel undan þessu. Viðhorf okkar Íslendinga í gegnum tíðina er að það er mikilvægt fyrir þjóðir, ekki síst litlar þjóðir eins og okkur, að hafa greiðan og opinn aðgang að mörkuðum, að það sé frelsi. Að einhverju leyti er þetta á skjön við þessar alþjóðlegu leikreglur í viðskiptum, sem Bandaríkin komu að sjálf mestu upp,“ segir Þorgerður. „Ég er náttúrulega fylgjandi þessum opna frjálsa markaði. Hærri tollar, óvissa og ófyrirsjáanleiki er ekki í þágu útflytjanda frekar en einhverra annarra.“ Ekki rétt að etja vinaþjóðum saman Var einhver léttir að sjá Ísland í þessum lágmarksflokki? „Já já, auðvitað er það þannig. En það breytir ekki því að stóra myndin er sú, sem mér finnst erfitt að horfa upp á, að það er svolítið verið að etja líkt þenkjandi þjóðum saman,“ segir Þorgerður. „Ríkin sem eru að tala fyrir opnum og frjálsum mörkuðum, lýðræði og mannréttindum, við eigum að standa saman. Við eigum ekki að etja hvoru öðru gegn hvoru öðru. Við viljum ekki sjá okkar vinaþjóðir koma verr eða illa út úr þessu. Það má ekki gerast að þjóðirnar sem hafa staðið saman fari núna út og suður.“
Bandaríkin Utanríkismál Skattar og tollar Donald Trump Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Sjá meira