Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2025 21:31 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir lagði í gær fram tillögu um að færa einkaflugi, þyrluflugi og kennsluflugi annan stað en á Reykjavíkurflugvelli. Borgarstjórn samþykkti að fela borgarstjóra að koma slíku til leiðar í samvinnu við ráðherra og ISAVIA. Forseti Flugmálafélagsins segir málið allt mikil vonbrigði. Vísir/Sigurjón Borgarstjóra verður falið að finna einkaflugi og þyrluflugi annan stað en á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Viðreisnar segir fæsta gera sér grein fyrir þeirri aukningu sem hafi orðið á einkaflugi en forseta Flugmálafélagsins finnst framganga borgarinnar alger vonbrigði. Borgarstjórn samþykkti í gær tillögu Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar, um að umferð einkaþotna, þyrlu og kennsluflugs verði færð frá Reykjavíkurflugvelli sem fyrst. Hún segir markmiðið með tillögunni að skapa sátt um umgjörð áætlunar- og sjúkraflugs á Reykjavíkurflugvelli því hann sé ekki á förum næstu 15-20 árin. „Við þurfum að hugsa um almannahagsmuni sem er þá fyrir alla þjóðina og það felst í þessari tillögu. Hún tryggir að sjúkraflugið og áætlunarflugið virki en það sem snýr meira að sérhagsmunum eins og einkaþotur fyrir efnað fólk eða þyrluflug fyrir ferðamenn, það má finna því nýjan stað.“ Mikil aukning á einkaflugi Hún vilji draga úr ónæði vegna flugumferðar. „Ég held að fæst geri sér grein fyrir því hvað hefur orðið mikil breyting á Reykjavíkurflugvelli undanfarin ár. Mörg sem hafa verið að kaupa sér fasteignir hérna, og óraði ekki fyrir þeim mikla fjölda einkaþotna og þyrluflugs sem er á hverjum degi. Við þekkjum öll Reykvíkingar sjúkraflugið, kennsluflugið og áætlunarflugið og það er eitthvað sem við erum orðin vön en þessi mikla aukning sem hefur orðið í einkaþotum og þyrlum - hún er ný. Það er mikil hávaðamengun og mikil almenn slysahætta og mengun með áhættusömum flugrekstri inn í miðri borg og við verðum að lágmarka það.“ Borgarstjóra verður falið að finna fluginu nýjan stað í samvinnu við ráðherra og ISAVIA. Mikil takmörkun á starfsemi ef af verður Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélagsins, segir flugsamfélagið hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með að málið sé komið í þennan farveg. Matthías er forseti Flugmálafélagsins en hann er líka flugmaður hjá Icelandair.Vísir/sigurjón „Um það leyti sem við erum loksins að fá enduropnaða braut eftir að trén voru hoggin niður þá er þetta það næsta sem við fáum frá borginni. Það er í rauninni að skera af og takmarka þá starfsemi sem er á vellinum í dag og að okkar mati er það ekki í samræmi við fyrra samkomulag sem segir að það eigi að tryggja og passa upp á þá starfsemi sem er á Reykjavíkurflugvelli.“ Ekkert raunhæft á borðinu Matthías segir skilaboðin frá borginni skapa óvissu. „Hvað verður um okkur og hvert eigum við að fara? Það eru engar lausnir og það er ekkert sem menn hafa lagt á borðið sem er raunhæft í tengslum við það hvert við eigum að fara eða með hvaða hætti þessi starfsemi getur lifað áfram. Það er það sem hefur verið erfiðast fyrir okkur í gegnum áratugina. Við höfum verið öll af vilja gerð til þess að finna lausnir og leita leiða til þess að geta unnið með nærsamfélaginu og borginni en svo fáum við þetta í andlitið.“ Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Tillaga Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík um að einkaþotum og þyrluflugi á Reykjavíkurflugvelli verði fundinn nýr staður var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld eftir að breytingar höfðu verið gerðar á tillögunni af hálfu meirihlutaflokkanna í borgarstjórn. 1. apríl 2025 20:48 Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi. 31. mars 2025 15:01 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í gær tillögu Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar, um að umferð einkaþotna, þyrlu og kennsluflugs verði færð frá Reykjavíkurflugvelli sem fyrst. Hún segir markmiðið með tillögunni að skapa sátt um umgjörð áætlunar- og sjúkraflugs á Reykjavíkurflugvelli því hann sé ekki á förum næstu 15-20 árin. „Við þurfum að hugsa um almannahagsmuni sem er þá fyrir alla þjóðina og það felst í þessari tillögu. Hún tryggir að sjúkraflugið og áætlunarflugið virki en það sem snýr meira að sérhagsmunum eins og einkaþotur fyrir efnað fólk eða þyrluflug fyrir ferðamenn, það má finna því nýjan stað.“ Mikil aukning á einkaflugi Hún vilji draga úr ónæði vegna flugumferðar. „Ég held að fæst geri sér grein fyrir því hvað hefur orðið mikil breyting á Reykjavíkurflugvelli undanfarin ár. Mörg sem hafa verið að kaupa sér fasteignir hérna, og óraði ekki fyrir þeim mikla fjölda einkaþotna og þyrluflugs sem er á hverjum degi. Við þekkjum öll Reykvíkingar sjúkraflugið, kennsluflugið og áætlunarflugið og það er eitthvað sem við erum orðin vön en þessi mikla aukning sem hefur orðið í einkaþotum og þyrlum - hún er ný. Það er mikil hávaðamengun og mikil almenn slysahætta og mengun með áhættusömum flugrekstri inn í miðri borg og við verðum að lágmarka það.“ Borgarstjóra verður falið að finna fluginu nýjan stað í samvinnu við ráðherra og ISAVIA. Mikil takmörkun á starfsemi ef af verður Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélagsins, segir flugsamfélagið hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með að málið sé komið í þennan farveg. Matthías er forseti Flugmálafélagsins en hann er líka flugmaður hjá Icelandair.Vísir/sigurjón „Um það leyti sem við erum loksins að fá enduropnaða braut eftir að trén voru hoggin niður þá er þetta það næsta sem við fáum frá borginni. Það er í rauninni að skera af og takmarka þá starfsemi sem er á vellinum í dag og að okkar mati er það ekki í samræmi við fyrra samkomulag sem segir að það eigi að tryggja og passa upp á þá starfsemi sem er á Reykjavíkurflugvelli.“ Ekkert raunhæft á borðinu Matthías segir skilaboðin frá borginni skapa óvissu. „Hvað verður um okkur og hvert eigum við að fara? Það eru engar lausnir og það er ekkert sem menn hafa lagt á borðið sem er raunhæft í tengslum við það hvert við eigum að fara eða með hvaða hætti þessi starfsemi getur lifað áfram. Það er það sem hefur verið erfiðast fyrir okkur í gegnum áratugina. Við höfum verið öll af vilja gerð til þess að finna lausnir og leita leiða til þess að geta unnið með nærsamfélaginu og borginni en svo fáum við þetta í andlitið.“
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Tillaga Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík um að einkaþotum og þyrluflugi á Reykjavíkurflugvelli verði fundinn nýr staður var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld eftir að breytingar höfðu verið gerðar á tillögunni af hálfu meirihlutaflokkanna í borgarstjórn. 1. apríl 2025 20:48 Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi. 31. mars 2025 15:01 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Tillaga Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík um að einkaþotum og þyrluflugi á Reykjavíkurflugvelli verði fundinn nýr staður var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld eftir að breytingar höfðu verið gerðar á tillögunni af hálfu meirihlutaflokkanna í borgarstjórn. 1. apríl 2025 20:48
Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi. 31. mars 2025 15:01