Alþingi hafi átt að vera upplýst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. apríl 2025 20:02 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur að þáverandi utanríkisráðherra hefði átt að upplýsa Alþingi um uppfærslu á varnarsamningnum við Bandaríkin. Vísir Utanríkisráðherra telur að Alþingi hafi átt að vera upplýst um viðauka á varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna, sem gerður var fyrir ríflega sjö árum. Af þessu þurfi að draga lærdóm. Hún gerir hins vegar engar athugasemdir við viðaukann og vill auka varnarsamstarf við Bandaríkin og önnur ríki. Í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær kom fram að viðauki, við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna, hafi verið gerður árið 2017 án þess að Alþingi hafi verið upplýst hann. Í viðaukanum, er í nítján liðum er m.a. talið upp hvaða heimildir Bandaríkjaher hefur til að athafna sig við varnir landsins. Til mynda er kveðið á um að herinn og verktakar á hans vegum hafi óhindraðan aðgang að varnarsvæðum sínum eða því sem kallað er Operating Locations. Embættismaður utanríkisráðuneytisins undirritar svo samninginn fyrir hönd Íslands. Mundi ekki eftir þessum þætti málsins Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður í utanríkismálanefnd Alþingis á þessum tíma furðaði sig á því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að nefndin hafi ekki verið upplýst á sínum tíma. Guðlaugur Þór Þórðarson þáverandi utanríkisráðherra mundi ekki eftir þessu tiltekna máli í hádegisfréttum en fagnaði því að öryggis- og varnarmál væru rædd. „Ég man ekki eftir þessum þætti málsins. En það var ekki verið að leyna neinu fyrir þing eða þjóð,“ sagði Guðlaugur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þurfi að upplýsa Alþingi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gerir ekki athugasemdir við viðaukann frá 2017 en segir mikilvægt að Alþingi sé upplýst við afgreiðslu slíkra mála. „Það þarf að gæta vel að því að upplýsa alltaf utanríkismálanefnd og Alþingi um helstu breytingar og áherslur í svona málum. Það virðist hafa skort á að utanríkismálanefnd hafi verið upplýst í þessu máli og við lærum af því,“ segir Þorgerður. Þorgerður segir mikilvægt að rýna enn frekar í varnarsamninginn. Hann þurfi til að mynda að ná yfir netárásir og skemmdarverk á innviðum á sjó og landi. „Það er eðlilegt að við tökum það upp í samtölum við Bandaríkin og aðrar vinaþjóðir innan Nató,“ segir Þorgerður. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnsýsla Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær kom fram að viðauki, við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna, hafi verið gerður árið 2017 án þess að Alþingi hafi verið upplýst hann. Í viðaukanum, er í nítján liðum er m.a. talið upp hvaða heimildir Bandaríkjaher hefur til að athafna sig við varnir landsins. Til mynda er kveðið á um að herinn og verktakar á hans vegum hafi óhindraðan aðgang að varnarsvæðum sínum eða því sem kallað er Operating Locations. Embættismaður utanríkisráðuneytisins undirritar svo samninginn fyrir hönd Íslands. Mundi ekki eftir þessum þætti málsins Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður í utanríkismálanefnd Alþingis á þessum tíma furðaði sig á því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að nefndin hafi ekki verið upplýst á sínum tíma. Guðlaugur Þór Þórðarson þáverandi utanríkisráðherra mundi ekki eftir þessu tiltekna máli í hádegisfréttum en fagnaði því að öryggis- og varnarmál væru rædd. „Ég man ekki eftir þessum þætti málsins. En það var ekki verið að leyna neinu fyrir þing eða þjóð,“ sagði Guðlaugur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þurfi að upplýsa Alþingi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gerir ekki athugasemdir við viðaukann frá 2017 en segir mikilvægt að Alþingi sé upplýst við afgreiðslu slíkra mála. „Það þarf að gæta vel að því að upplýsa alltaf utanríkismálanefnd og Alþingi um helstu breytingar og áherslur í svona málum. Það virðist hafa skort á að utanríkismálanefnd hafi verið upplýst í þessu máli og við lærum af því,“ segir Þorgerður. Þorgerður segir mikilvægt að rýna enn frekar í varnarsamninginn. Hann þurfi til að mynda að ná yfir netárásir og skemmdarverk á innviðum á sjó og landi. „Það er eðlilegt að við tökum það upp í samtölum við Bandaríkin og aðrar vinaþjóðir innan Nató,“ segir Þorgerður.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnsýsla Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira