Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2025 11:38 Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru stórir eigendur í Bakkavör og verða nokkuð stórir eigendur í Greencore, að því gefnu að af yfirtökunni verði. Stjórnir matvælaframleiðendanna Bakkavarar og Greencore hafa komist að samkomulagi um yfirtöku þess síðarnefnda á því fyrrnefnda, sem er í meirihlutaeigu Íslendinga. Bakkavör er metin á um 200 milljarða króna í viðskiptunum. Bakkavör var stofnuð á nýunda áratugnum af bræðrunum Ágústi og Lýði Guðmundssonum og hefur um árabil verið meðal leiðandi framleiðenda á ferskri tilbúinn matvöru á Bretlandseyjum. Bræðurnir eiga samanlagt rétt rúmlega 49 prósenta hlut í félaginu og með hlut viðskiptafélaga þeirra Sigurðar Valtýssonar er hlutur Íslendinga rétt rúmlega helmingur. Munu eiga 44 prósent í sameinuðu félagi Viðræður um yfirtöku Greencore, írsks samlokuframleiðslufyrirtækis, á Bakkavör hafa staðið yfir um nokkurra mánaða skeið og stjórn Bakkavarar hefur hafnað nokkrum yfirtökutilboðum, líkt og Viðskiptablaðið hefur fjallað um. Í dag greinir Bakkavör frá því í tilkynningu á vef sínum að samkomulag hafi náðst um samruna, með hinum ýmsu fyrirvörum, meðal annars um samþykki samkeppnisyfirvalda og áreiðanleikakannanir. Hluthafar Bakkavarar muni fá greidd 0,85 pund fyrir hvern hlut í Bakkavör og 0,604 hluti í Greencore. Þannig muni eigendur Bakkavarar verða eigendur um 44 prósenta hlutar í Greencore. Virði Bakkavarar í viðskiptunum sé því 1,2 milljarðar punda, eða rúmlega 207 milljarðar króna. Tæplega 40 prósenta yfirverð Það sé 39,8 prósentum hærra en vegið markaðsvirði félagsins síðustu þrjá mánuðina fyrir 13. mars síðastliðinn, þegar fyrsta yfirtökutilboðið var gert. Þá segir að hluthafa Bakkavarar muni eiga rétt á aukagreiðslu komi til þess að starfsemi félagins í Bandaríkjunum verði seld út úr sameinuðu félagi innan tiltekins tímaramma og fyrir tiltekið verð. Bretland Íslendingar erlendis Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Starfsmenn í verksmiðju matvælafyrirtækisins Bakkavarar í Spalding á Englandi eru snúnir aftur til vinnu eftir sex mánaða verkfall. Starfsfólkið féllst að lokum á tilboð sem það hafnaði í október í fyrra. 10. mars 2025 11:13 Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Algjör skortur á vinsælli grískri sósu á Bretlandseyjum er orðið að umfjöllunarefni stærstu fjölmiðla þar í landi. Skortinn er talinn mega rekja til verkfalls starfsfólks í einni af verksmiðjum Bakkavarar í bænum Spalding. 19. nóvember 2024 14:15 Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Bein útsending: Fundur Íslandsbanka um unga fólkið Viðskipti innlent Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Bakkavör var stofnuð á nýunda áratugnum af bræðrunum Ágústi og Lýði Guðmundssonum og hefur um árabil verið meðal leiðandi framleiðenda á ferskri tilbúinn matvöru á Bretlandseyjum. Bræðurnir eiga samanlagt rétt rúmlega 49 prósenta hlut í félaginu og með hlut viðskiptafélaga þeirra Sigurðar Valtýssonar er hlutur Íslendinga rétt rúmlega helmingur. Munu eiga 44 prósent í sameinuðu félagi Viðræður um yfirtöku Greencore, írsks samlokuframleiðslufyrirtækis, á Bakkavör hafa staðið yfir um nokkurra mánaða skeið og stjórn Bakkavarar hefur hafnað nokkrum yfirtökutilboðum, líkt og Viðskiptablaðið hefur fjallað um. Í dag greinir Bakkavör frá því í tilkynningu á vef sínum að samkomulag hafi náðst um samruna, með hinum ýmsu fyrirvörum, meðal annars um samþykki samkeppnisyfirvalda og áreiðanleikakannanir. Hluthafar Bakkavarar muni fá greidd 0,85 pund fyrir hvern hlut í Bakkavör og 0,604 hluti í Greencore. Þannig muni eigendur Bakkavarar verða eigendur um 44 prósenta hlutar í Greencore. Virði Bakkavarar í viðskiptunum sé því 1,2 milljarðar punda, eða rúmlega 207 milljarðar króna. Tæplega 40 prósenta yfirverð Það sé 39,8 prósentum hærra en vegið markaðsvirði félagsins síðustu þrjá mánuðina fyrir 13. mars síðastliðinn, þegar fyrsta yfirtökutilboðið var gert. Þá segir að hluthafa Bakkavarar muni eiga rétt á aukagreiðslu komi til þess að starfsemi félagins í Bandaríkjunum verði seld út úr sameinuðu félagi innan tiltekins tímaramma og fyrir tiltekið verð.
Bretland Íslendingar erlendis Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Starfsmenn í verksmiðju matvælafyrirtækisins Bakkavarar í Spalding á Englandi eru snúnir aftur til vinnu eftir sex mánaða verkfall. Starfsfólkið féllst að lokum á tilboð sem það hafnaði í október í fyrra. 10. mars 2025 11:13 Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Algjör skortur á vinsælli grískri sósu á Bretlandseyjum er orðið að umfjöllunarefni stærstu fjölmiðla þar í landi. Skortinn er talinn mega rekja til verkfalls starfsfólks í einni af verksmiðjum Bakkavarar í bænum Spalding. 19. nóvember 2024 14:15 Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Bein útsending: Fundur Íslandsbanka um unga fólkið Viðskipti innlent Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Starfsmenn í verksmiðju matvælafyrirtækisins Bakkavarar í Spalding á Englandi eru snúnir aftur til vinnu eftir sex mánaða verkfall. Starfsfólkið féllst að lokum á tilboð sem það hafnaði í október í fyrra. 10. mars 2025 11:13
Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Algjör skortur á vinsælli grískri sósu á Bretlandseyjum er orðið að umfjöllunarefni stærstu fjölmiðla þar í landi. Skortinn er talinn mega rekja til verkfalls starfsfólks í einni af verksmiðjum Bakkavarar í bænum Spalding. 19. nóvember 2024 14:15
Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55