Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. apríl 2025 09:13 Ljósmynd af Zhenhao Zou sem tekin er úr myndbandsupptöku. Hann hefur verið sakfelldur fyrir að nauðga tíu konum en óttast er að fórnarlömbin séu margfalt fleiri. Lögregluyfirvöld í Bretlandi telja að fórnarlömb kínverska raðnauðgarans Zhenhao Zou, sem var sakfelldur í síðasta mánuði fyrir að nauðga tíu konum, séu fleiri en sextíu talsins. Zou bauð konum heim til sín, byrlaði þeim og tók upp nauðganirnar. Hinn 28 ára Zou, sem kemur úr auðugri kínverskri fjölskyldu og var í doktorsnámi í Lundunúm, var sakfelldur 5. mars síðastliðinn fyrir að nauðga þremur konum í Lundúnum og sjö í Kína á árunum 2019 til 2024. Dómur verður kveðinn upp í málinu 19. júní næstkomandi. Eftir sakfellinguna hafa 23 konur, sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á Zou, haft samband við Lundúnalögreglu og er talið að fleiri konur muni stíga fram. Tók nauðganirnar upp á myndbönd Zou kom til Bretlands árið 2017 og hóf nám við UCL tveimur árum seinna. Hann var þar í meistaranámi og svo doktorsnámi þar til hann var handtekinn í janúar í fyrra. Zou stundaði það að bjóða konum heim til sín, bjóða þeim upp á drykk sem hann hafði blandað ólyfjan út í og nauðga þeim svo. Margar nauðgananna tók Zou upp og alls safnaði lögreglan saman 58 upptökum sem eru taldar sýna Zou beita konur ofbeldi. Upptökurnar reyndust lykilgögn við sakfellinguna en þó á enn eftir að bera kennsl á stóran hluta kvennanna í myndböndunum. Nærmynd af Zou sem gæti átt yfir höfði sér ansi langa fangelsisvist vegna hræðilegra brota sinna. Aðeins ein konan af þeim 23 sem höfðu samband var áður kunnug lögreglunni. Þó nokkur fjöldi árásanna sem konurnar lýstu virðist heldur ekki hafa náðst á mynd og óttast lögreglan því að fórnarlömb Zou séu fleiri en sextíu talsins. Fórnarlömbin í myndböndunum sem spiluð voru í dómsal voru ýmist meðvitundarlausar eða höggdofa vegna þess að hann hafði byrlað þeim ólyfjan. Hann hunsaði beiðnir þeirra um að láta af árásunum áður en þær féllu út af. Telja brot Zou sögulega mörg Kevin Southworth, lögreglustjóri í Lundúnum, segir að ótti lögreglunnar við umfang glæpanna stafi af þeim mikla fjölda kvenna sem hefur leitað til lögreglunnar. Talið er að Zou muni jafnvel skrá sig í sögubækur breskrar glæpasögu vegna fjölda brota sinna. Southworth telur að frekari kærur og fangelsisvist Zou muni hvetja fleiri konur til að stíga fram. Hann sagði lögregluna standa í „miðri“ rannsókn á umfangi glæpa Zou og að hugsanlega myndi rannóknina taka fleiri mánuði, jafnvel ár. Ekki er langt síðan hryllileg ofbeldisbrot Dominique Pelicot, sem byrlaði konu sinni Gisele ólyfjan og lét ókunnuga menn nauðga henni, rötuðu í heimsfréttirnar. Málin eru ólík að mörgu leyti en eiga sammerkt umfangsmikil ofbeldisbrot á meðvitundarlausum fórnarlömbum. Bretland Kína Kynbundið ofbeldi Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Hinn 28 ára Zou, sem kemur úr auðugri kínverskri fjölskyldu og var í doktorsnámi í Lundunúm, var sakfelldur 5. mars síðastliðinn fyrir að nauðga þremur konum í Lundúnum og sjö í Kína á árunum 2019 til 2024. Dómur verður kveðinn upp í málinu 19. júní næstkomandi. Eftir sakfellinguna hafa 23 konur, sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á Zou, haft samband við Lundúnalögreglu og er talið að fleiri konur muni stíga fram. Tók nauðganirnar upp á myndbönd Zou kom til Bretlands árið 2017 og hóf nám við UCL tveimur árum seinna. Hann var þar í meistaranámi og svo doktorsnámi þar til hann var handtekinn í janúar í fyrra. Zou stundaði það að bjóða konum heim til sín, bjóða þeim upp á drykk sem hann hafði blandað ólyfjan út í og nauðga þeim svo. Margar nauðgananna tók Zou upp og alls safnaði lögreglan saman 58 upptökum sem eru taldar sýna Zou beita konur ofbeldi. Upptökurnar reyndust lykilgögn við sakfellinguna en þó á enn eftir að bera kennsl á stóran hluta kvennanna í myndböndunum. Nærmynd af Zou sem gæti átt yfir höfði sér ansi langa fangelsisvist vegna hræðilegra brota sinna. Aðeins ein konan af þeim 23 sem höfðu samband var áður kunnug lögreglunni. Þó nokkur fjöldi árásanna sem konurnar lýstu virðist heldur ekki hafa náðst á mynd og óttast lögreglan því að fórnarlömb Zou séu fleiri en sextíu talsins. Fórnarlömbin í myndböndunum sem spiluð voru í dómsal voru ýmist meðvitundarlausar eða höggdofa vegna þess að hann hafði byrlað þeim ólyfjan. Hann hunsaði beiðnir þeirra um að láta af árásunum áður en þær féllu út af. Telja brot Zou sögulega mörg Kevin Southworth, lögreglustjóri í Lundúnum, segir að ótti lögreglunnar við umfang glæpanna stafi af þeim mikla fjölda kvenna sem hefur leitað til lögreglunnar. Talið er að Zou muni jafnvel skrá sig í sögubækur breskrar glæpasögu vegna fjölda brota sinna. Southworth telur að frekari kærur og fangelsisvist Zou muni hvetja fleiri konur til að stíga fram. Hann sagði lögregluna standa í „miðri“ rannsókn á umfangi glæpa Zou og að hugsanlega myndi rannóknina taka fleiri mánuði, jafnvel ár. Ekki er langt síðan hryllileg ofbeldisbrot Dominique Pelicot, sem byrlaði konu sinni Gisele ólyfjan og lét ókunnuga menn nauðga henni, rötuðu í heimsfréttirnar. Málin eru ólík að mörgu leyti en eiga sammerkt umfangsmikil ofbeldisbrot á meðvitundarlausum fórnarlömbum.
Bretland Kína Kynbundið ofbeldi Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira