„Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Tómas Arnar Þorláksson og Jón Þór Stefánsson skrifa 1. apríl 2025 20:10 Hermann viðurkennir að mögulega hafi hann aðeins streist á móti handtökunni. „Þó ég sé ekkert að vorkenna sjálfum mér þá tikka ég í öll box, með hjarta og annað. Ég má ekkert við svona. Ég var svo sem ekkert að segja þeim það. En það munaði minnstu að þeir dræpu mig. Pumpan, það var allt komið á fulla ferð. Ég hef aldrei lent í öðru eins.“ Þetta segir Hermann Ólafsson, bóndi frá Grindavík, sem var handtekinn fyrr í dag, grunaður um að ógna björgunarsveitarmönnum með byssu. Hann segir það alrangt. Að sögn Hermans komu björgunarsveitarmaður og bað hann um mynd. Hermann hafi boðist til að sýna haglabyssuna á myndinni, hann beint henni upp í loft og björgunarsveitarmaðurinn smellt af. Einhverju seinna komu sérsveitarmenn í þeim tilgangi að handtaka Hermann sem skildi ekkert í því. „Þeir koma inn í lyftarann og ætla að draga mig út úr honum. Ég var aldeilis ekki tilbúinn í það. Ég bið þá um að leyfa mér að koma úr lyftaranum því ég er nýbúinn í aðgerð á öxlinni, með slitin tvö liðbönd,“ segir Hermann sem fékk að fara sjálfur úr lyftaranum. „Svo ætlar hann að handjárna mig. Ég var ekkert alveg til í það. Til hvers að vera að handjárna mig?“ Streitist þú þá á móti? „Mögulega gerði ég það eitthvað aðeins til að byrja með. Þeir náttúrulega sneru mig bara niður. Ég er allur krambúleraður á hnjánum og út um allt. Skrokkurinn er alveg í henglum.“ Viðtalið við Hermann má sjá í heild sinni í Spilaranum hér fyrir neðan. „Í mínum huga gerir maður ekki svona“ Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann ætlaði sér ekki að draga frásögn Hermans í efa. „Það er nú bara þannig með upplifanir fólks af atburðum að hún er einstaklingsbundin. Þetta er hans upplifun og ég hef enga ástæðu til að andmæla henni á neinn hátt. Upplifun þeirra sem voru með honum á vettvangi er önnur. Það er alveg óumdeilt að byssu var lyft, það var ekki að beiðni björgunarsveitarfólks, alls ekki.“ Heldur þú að björgunarsveitarmenn og lögreglumenn hafi brugðist of harkalega við? „Ég get ekki á nokkurn hátt sett mig í dómarasæti um viðbrögð lögreglu. En ég held að viðbrögð þeirra sem þarna voru, kannski ekki alveg strax en það sökk inn eftir smá stund, að þeim hafi staðið ógn af því sem þarna fór fram, hafi verið kórrétt. Meðhöndlun á skotvopnum er ekkert gamanmál,“ sagði Jón Þór. „Ég ætla ekki að munnhöggvast við manninn um hvernig hann upplifir þetta. Í mínum huga gerir maður ekki svona.“ Umfjöllun Stöðvar 2 um málið, og þar með viðtalið við Jón Þór, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Grindavík Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Þetta segir Hermann Ólafsson, bóndi frá Grindavík, sem var handtekinn fyrr í dag, grunaður um að ógna björgunarsveitarmönnum með byssu. Hann segir það alrangt. Að sögn Hermans komu björgunarsveitarmaður og bað hann um mynd. Hermann hafi boðist til að sýna haglabyssuna á myndinni, hann beint henni upp í loft og björgunarsveitarmaðurinn smellt af. Einhverju seinna komu sérsveitarmenn í þeim tilgangi að handtaka Hermann sem skildi ekkert í því. „Þeir koma inn í lyftarann og ætla að draga mig út úr honum. Ég var aldeilis ekki tilbúinn í það. Ég bið þá um að leyfa mér að koma úr lyftaranum því ég er nýbúinn í aðgerð á öxlinni, með slitin tvö liðbönd,“ segir Hermann sem fékk að fara sjálfur úr lyftaranum. „Svo ætlar hann að handjárna mig. Ég var ekkert alveg til í það. Til hvers að vera að handjárna mig?“ Streitist þú þá á móti? „Mögulega gerði ég það eitthvað aðeins til að byrja með. Þeir náttúrulega sneru mig bara niður. Ég er allur krambúleraður á hnjánum og út um allt. Skrokkurinn er alveg í henglum.“ Viðtalið við Hermann má sjá í heild sinni í Spilaranum hér fyrir neðan. „Í mínum huga gerir maður ekki svona“ Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann ætlaði sér ekki að draga frásögn Hermans í efa. „Það er nú bara þannig með upplifanir fólks af atburðum að hún er einstaklingsbundin. Þetta er hans upplifun og ég hef enga ástæðu til að andmæla henni á neinn hátt. Upplifun þeirra sem voru með honum á vettvangi er önnur. Það er alveg óumdeilt að byssu var lyft, það var ekki að beiðni björgunarsveitarfólks, alls ekki.“ Heldur þú að björgunarsveitarmenn og lögreglumenn hafi brugðist of harkalega við? „Ég get ekki á nokkurn hátt sett mig í dómarasæti um viðbrögð lögreglu. En ég held að viðbrögð þeirra sem þarna voru, kannski ekki alveg strax en það sökk inn eftir smá stund, að þeim hafi staðið ógn af því sem þarna fór fram, hafi verið kórrétt. Meðhöndlun á skotvopnum er ekkert gamanmál,“ sagði Jón Þór. „Ég ætla ekki að munnhöggvast við manninn um hvernig hann upplifir þetta. Í mínum huga gerir maður ekki svona.“ Umfjöllun Stöðvar 2 um málið, og þar með viðtalið við Jón Þór, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Grindavík Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira