„Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 1. apríl 2025 11:40 Gossprungan hefur jafnt og þétt haldið áfram að lengjast og hefur síðan þessi mynd var tekin í morgun teygt sig inn fyrir varnargarðana og nær Grindavík. Vísir/RAX Gregory Paul De Pascale dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir koma á óvart hve lítill kraftur er í eldgosinu sem hófst í morgun skammt frá Grindavík, samanborið við þrjú síðustu eldgos á Sundhnúksgígaröðinni. Það komi nokkuð á óvart og gæti verið til markst um að eldgosið standi yfir í lengri tíma, en erfitt sé þó að spá fyrir um það á þessum tímapunkti. Gregory Paul De Pascale ræddi við Tómas Arnar Þorláksson fréttamann nærri gosstöðvunum í morgun, en viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan. „Ég vaknaði og sá að eitthvað var að gerast og lagði af stað hingað um leið,“ segir Gregory. Eftir um klukkustundar bið byrjaði hraunið hægt og rólega að malla upp úr jörðinni. Hann lýsir því meðal annars í viðtalinu hvernig gosstrókarnir hafi teygt sig um sextíu til sjötíu metra upp í loftið, sem séu ekki eins háir gosstrókar og oft áður þegar þeir hafi náð allt upp í um þrjú hundruð metra. „Þetta virðist vera nokkuð minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos,“ segir Gregory. „Þetta er í þróun núna. Þetta virðist líkara Fagradalsfjalli sem var mjög hægt, hægfara gos sem stóð í langan tíma. Við erum að horfa á hegðun flókinna kerfa, svo með því að rannsaka þetta reynum við að fá vísbendingu um hvað gæti gerst í framtíðinni. En þetta er mjög ólíkt síðustu þremur gosum, svo það kemur aðeins á óvart,“ útskýrir Gregory. Miðað við þann hraða sem sé á gosinu núna gæti það verið vísbending um að gosið muni standa yfir í lengri tíma, í ljósi þess hve mikil kvika mælingar benda til að sé í kvikuhólfinu. „Það gæti verið. Sem vísindamenn er erfitt að spá fyrir um það á þessum tímapunkti,“ segir Gregory. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Gregory Paul De Pascale ræddi við Tómas Arnar Þorláksson fréttamann nærri gosstöðvunum í morgun, en viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan. „Ég vaknaði og sá að eitthvað var að gerast og lagði af stað hingað um leið,“ segir Gregory. Eftir um klukkustundar bið byrjaði hraunið hægt og rólega að malla upp úr jörðinni. Hann lýsir því meðal annars í viðtalinu hvernig gosstrókarnir hafi teygt sig um sextíu til sjötíu metra upp í loftið, sem séu ekki eins háir gosstrókar og oft áður þegar þeir hafi náð allt upp í um þrjú hundruð metra. „Þetta virðist vera nokkuð minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos,“ segir Gregory. „Þetta er í þróun núna. Þetta virðist líkara Fagradalsfjalli sem var mjög hægt, hægfara gos sem stóð í langan tíma. Við erum að horfa á hegðun flókinna kerfa, svo með því að rannsaka þetta reynum við að fá vísbendingu um hvað gæti gerst í framtíðinni. En þetta er mjög ólíkt síðustu þremur gosum, svo það kemur aðeins á óvart,“ útskýrir Gregory. Miðað við þann hraða sem sé á gosinu núna gæti það verið vísbending um að gosið muni standa yfir í lengri tíma, í ljósi þess hve mikil kvika mælingar benda til að sé í kvikuhólfinu. „Það gæti verið. Sem vísindamenn er erfitt að spá fyrir um það á þessum tímapunkti,“ segir Gregory.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira