„Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Jakob Bjarnar skrifar 31. mars 2025 16:08 Enn eru mál Ásthildar Lóu rædd af kappi. Í fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu gekk Sigríður Á Andersen á Kristrúnu Frostadóttur og spurði hvort hún teldi Ásthildi hafa unnið sér eitthvað það til óhelgi að Kristrún gæti ekki hugsað sér að starfa með henni. Kristrúnu líkaði ekki tónninn í fyrirspurn Sigríðar. vísir/vilhelm Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins gekk á Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í fyrirspurnartíma á þingi nú rétt í þessu og spurði nánar út í mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur fráfarandi barna- og menntamálaráðherra. Kristrún kunni ekki að meta spurninguna né tóninn í röddu Sigríðar. Óhætt er að segja að heitt hafi verið í kolum á þinginu nú fyrir stundu, í óundirbúnum fyrirspurnartíma en þar var meðal annarra Kristrún Frostadóttir til svara. Sigríður Á. Andersen telur ekki öll kurl komin til grafar í máli er varðar afsögn barna- og menntamálaráðherra. Og hún vildi enn vita hvort og þá hvernig Kristrún, og þá forysta ríkisstjórnarinnar, hafi hlutast til um afsögn Ásthildar. Telur forsætisráðherra nú sig hafa staðið með Ásthildi Lóu? „RÚV hefur beðist afsökunar og rykið er sest,“ sagði Sigríður og rakti málið. Ljóst er að henni þykir nú sem ástæður afsagnarinnar væru ræfilslegar. Eða hvað? „Þess vegna er ekki úr vegi að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra, verkstjóra þessarar ríkisstjórnar, hvers vegna ráðherra sagði af sér,“ sagði Sigríður og vitnaði í forsætisráðherra sem mun hafa sagt að málið væri „auðvitað alvarlegt“. Hvort hún væri enn þeirrar skoðunar; telur hún ráðherra hafa brotið lög eða sýnt af sér svo ámælisverða hegðun að forsætisráðherra geti ekki hugsað sér að vinna með henni?“ Sigríður vildi vita hvort Kristrún hafi gert eitthvað til að styðja Ásthildi Lóu? Kristrún sagði það rétt að nokkrir dagar væru liðnir frá því að barnamálaráðherra tók það upp hjá sjálfri sér að segja af sér. Málið hafi verið til umræðu á þinginu og hún hefði í sjálfu sér engin önnur svör nú en þá. En sagði sér að meinalausu að ítreka að henni þætti viðbrögð Ásthildar Lóu ekki eðlileg, að setja sig í samband við þann sem sendi kvörtunina til forsætisráðuneytisins. En það væri ekki hennar að svara til um persónulega ákvörðun Ásthildar Lóu. Alvarlegar ásakanir Sigríðar Sigríði þótti augljóslega ekki mikið til svara Kristrúnar komu og herti tökin: „Það hafi verið eftirmálar, en ekki fréttin sjálf! Að þáverandi ráðherra hún hafi vogað sér að hafa samband við manneskju út í bæ sem varðaði barn hennar. Ekki um pólitík. Það blasir við að ríkisstjórninni barst hótun utan úr bæ, henni voru settir afarkostir, utan úr bæ, var kallað eftir því að ráðherra viki.“ Kristrún kunni ekki að meta þann tón sem hún þóttist greina í röddu Sigríðar Á Andersen í fyrirspurnartíma nú rétt í þessu.vísir/vilhelm Sigríður spurði hvernig það mætti vera að forystumenn ríkisstjórnarinnar sætu klukkustundum saman yfir málinu og kæmust svo að þeirri niðurstöðu að ráðherrann segði af sér. Þingið og þjóðin eigi rétt á því að vita hvernig í pottinn sé búið með þetta mál. Kristrún sagðist ekki kunna að meta þann tón sem hún taldi sig greina í röddu Sigríðar. „Það hefur hvergi komið fram, það eru engin merki um það að einhver hafi verið neyddur til að segja af sér. Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti,“ sagði Kristrún þá. Hún ítrekaði að ákvörðunin um afsögn hafi verið Ásthildar Lóu og sagðist vera að svara spurningunni þegar frammíköll bárust utan úr sal. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Miðflokkurinn Barnamálaráðherra segir af sér Tengdar fréttir Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Formaður Flokks fólksins segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur einfaldlega hafa sagt af sér til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á sig og ríkisstjórnina í fjölmiðlum. Barnabarn hennar sem glataði skóm tímabundið í Borgarholtsskóla hafi ekki sótt skólann síðan fjallað var um símtal hennar við skólastjórann. Inga spyr um ábyrgð hans. 31. mars 2025 11:56 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Óhætt er að segja að heitt hafi verið í kolum á þinginu nú fyrir stundu, í óundirbúnum fyrirspurnartíma en þar var meðal annarra Kristrún Frostadóttir til svara. Sigríður Á. Andersen telur ekki öll kurl komin til grafar í máli er varðar afsögn barna- og menntamálaráðherra. Og hún vildi enn vita hvort og þá hvernig Kristrún, og þá forysta ríkisstjórnarinnar, hafi hlutast til um afsögn Ásthildar. Telur forsætisráðherra nú sig hafa staðið með Ásthildi Lóu? „RÚV hefur beðist afsökunar og rykið er sest,“ sagði Sigríður og rakti málið. Ljóst er að henni þykir nú sem ástæður afsagnarinnar væru ræfilslegar. Eða hvað? „Þess vegna er ekki úr vegi að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra, verkstjóra þessarar ríkisstjórnar, hvers vegna ráðherra sagði af sér,“ sagði Sigríður og vitnaði í forsætisráðherra sem mun hafa sagt að málið væri „auðvitað alvarlegt“. Hvort hún væri enn þeirrar skoðunar; telur hún ráðherra hafa brotið lög eða sýnt af sér svo ámælisverða hegðun að forsætisráðherra geti ekki hugsað sér að vinna með henni?“ Sigríður vildi vita hvort Kristrún hafi gert eitthvað til að styðja Ásthildi Lóu? Kristrún sagði það rétt að nokkrir dagar væru liðnir frá því að barnamálaráðherra tók það upp hjá sjálfri sér að segja af sér. Málið hafi verið til umræðu á þinginu og hún hefði í sjálfu sér engin önnur svör nú en þá. En sagði sér að meinalausu að ítreka að henni þætti viðbrögð Ásthildar Lóu ekki eðlileg, að setja sig í samband við þann sem sendi kvörtunina til forsætisráðuneytisins. En það væri ekki hennar að svara til um persónulega ákvörðun Ásthildar Lóu. Alvarlegar ásakanir Sigríðar Sigríði þótti augljóslega ekki mikið til svara Kristrúnar komu og herti tökin: „Það hafi verið eftirmálar, en ekki fréttin sjálf! Að þáverandi ráðherra hún hafi vogað sér að hafa samband við manneskju út í bæ sem varðaði barn hennar. Ekki um pólitík. Það blasir við að ríkisstjórninni barst hótun utan úr bæ, henni voru settir afarkostir, utan úr bæ, var kallað eftir því að ráðherra viki.“ Kristrún kunni ekki að meta þann tón sem hún þóttist greina í röddu Sigríðar Á Andersen í fyrirspurnartíma nú rétt í þessu.vísir/vilhelm Sigríður spurði hvernig það mætti vera að forystumenn ríkisstjórnarinnar sætu klukkustundum saman yfir málinu og kæmust svo að þeirri niðurstöðu að ráðherrann segði af sér. Þingið og þjóðin eigi rétt á því að vita hvernig í pottinn sé búið með þetta mál. Kristrún sagðist ekki kunna að meta þann tón sem hún taldi sig greina í röddu Sigríðar. „Það hefur hvergi komið fram, það eru engin merki um það að einhver hafi verið neyddur til að segja af sér. Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti,“ sagði Kristrún þá. Hún ítrekaði að ákvörðunin um afsögn hafi verið Ásthildar Lóu og sagðist vera að svara spurningunni þegar frammíköll bárust utan úr sal.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Miðflokkurinn Barnamálaráðherra segir af sér Tengdar fréttir Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Formaður Flokks fólksins segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur einfaldlega hafa sagt af sér til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á sig og ríkisstjórnina í fjölmiðlum. Barnabarn hennar sem glataði skóm tímabundið í Borgarholtsskóla hafi ekki sótt skólann síðan fjallað var um símtal hennar við skólastjórann. Inga spyr um ábyrgð hans. 31. mars 2025 11:56 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Formaður Flokks fólksins segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur einfaldlega hafa sagt af sér til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á sig og ríkisstjórnina í fjölmiðlum. Barnabarn hennar sem glataði skóm tímabundið í Borgarholtsskóla hafi ekki sótt skólann síðan fjallað var um símtal hennar við skólastjórann. Inga spyr um ábyrgð hans. 31. mars 2025 11:56