Björn hvergi af baki dottinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2025 14:24 Björn Gíslason er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Björn Gíslason borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ætlar ásamt félögum sínum í borgarstjórnarflokknum að kalla eftir úrskurði innviðaráðuneytisins um hvort það haldi vatni að hann geti sem formaður Fylkis ekki tekið sæti í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar. Í minnisblaði skrifstofustjóra borgarstjórnar frá árinu 2023 kom fram að Björn væri vanhæfur til setu í ráðinu sem formaður. Björn segir í samtali við Vísi alltaf hafa ætlað að gera eitthvað í málinu en ekkert orðið úr. En nú er annað hljóð komið í strokkinn. Þannig lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til á dögunum að Björn tæki sæti Kjartans Magnússonar í ráðinu. Skrifstofustjóri borgarstjórnar telur enga ástæðu til að uppfæra minnisblaðið frá 2023. Björn sé enn vanhæfur jafnvel þótt hann víki af fundum þegar málefni Fylkis komi til umræðu. Vanhæfið sé líka vegna þess að sem formaður Fylkis væri Björn að gæta hagsmuna þess félags og því ekki einungis vanhæfur til að fjalla um mál félagsins heldur einnig mál sem varða önnur íþróttafélög sem væru í samkeppni við Fylki. Björn segir mikilvægt að fá úrskurð úr innviðaráðuneytinu vegna málsins en sveitarstjórnarmál heyra undir ráðuneytið. Í fjölmörgum sveitarfélögum um landið súpi menn kveljur enda algengt að þar sé fólk með marga hatta; virkt í íþróttafélögunum en pólitíkinni um leið. „Þetta fólk sér fyrir sér að detta út úr öllu,“ segir Björn. Hann áréttar að um sjálfboðaliðastarf sé að ræða. „Maður hefur engar tekjur af þessu.“ Hann segir borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins standa þétt við bak sér og flokksins að kalla eftir úrskurðinum. Hann vonast eftir hagstæðri niðurstöðu til að reynsla hans hvað íþróttamál varðar geti nýst í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. 21. mars 2025 08:25 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Í minnisblaði skrifstofustjóra borgarstjórnar frá árinu 2023 kom fram að Björn væri vanhæfur til setu í ráðinu sem formaður. Björn segir í samtali við Vísi alltaf hafa ætlað að gera eitthvað í málinu en ekkert orðið úr. En nú er annað hljóð komið í strokkinn. Þannig lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til á dögunum að Björn tæki sæti Kjartans Magnússonar í ráðinu. Skrifstofustjóri borgarstjórnar telur enga ástæðu til að uppfæra minnisblaðið frá 2023. Björn sé enn vanhæfur jafnvel þótt hann víki af fundum þegar málefni Fylkis komi til umræðu. Vanhæfið sé líka vegna þess að sem formaður Fylkis væri Björn að gæta hagsmuna þess félags og því ekki einungis vanhæfur til að fjalla um mál félagsins heldur einnig mál sem varða önnur íþróttafélög sem væru í samkeppni við Fylki. Björn segir mikilvægt að fá úrskurð úr innviðaráðuneytinu vegna málsins en sveitarstjórnarmál heyra undir ráðuneytið. Í fjölmörgum sveitarfélögum um landið súpi menn kveljur enda algengt að þar sé fólk með marga hatta; virkt í íþróttafélögunum en pólitíkinni um leið. „Þetta fólk sér fyrir sér að detta út úr öllu,“ segir Björn. Hann áréttar að um sjálfboðaliðastarf sé að ræða. „Maður hefur engar tekjur af þessu.“ Hann segir borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins standa þétt við bak sér og flokksins að kalla eftir úrskurðinum. Hann vonast eftir hagstæðri niðurstöðu til að reynsla hans hvað íþróttamál varðar geti nýst í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. 21. mars 2025 08:25 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. 21. mars 2025 08:25
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent