Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar 30. mars 2025 10:02 Það er ótrúlegt, eða ekki að heyra hvernig hægri öfgamenn á Íslandi afsaka það sem er að gerast í Bandaríkjunum. Sumir skrifa greinar á Vísir.is og víðar og segja að Evrópusambandið sé vont á meðan Bandaríkin hóta því að innlima Grænland, Panama og Kanada með hervaldi. Andstæðingar Evrópusambandsins eru oft á tíðum miklir stuðningsmenn öfga-hægri stjórnmála í Bandaríkjunum og réttlæta sína skoðun með því að það sé betra. Sumir andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi eru miklu verri en það þegar betur er að gáð. Margir ráðamenn í Evrópu haft sínar eigin hugmyndir um hvað Evrópusambandið eigi að vera frá upphafi og hvert það eigi að fara. Evrópusambandið verður aldrei annað en það sem er ákveðið að aðildarríkjum þess og hefur verið það frá stofnun og þróun þess í gegnum áratugina. Síðan er endurtekin rangfærslan um sex Evrópuþingmenn, sem er sami þingmannafjöldi og eftirtalin aðildarríki Evrópusambandsins hafa í dag. Þau ríki sem hafa sex Evrópuþingmenn eru Malta, Kýpur, Lúxemborg (stofnríki að Evrópusambandinu). Þessi ríki eru aðeins stærri en íslendingar í íbúarfjölda. Hægt er að skoða þingmannafjölda á Evrópuþinginu eftir ríkjum hérna. Evrópuþingið starfar hinsvegar eftir sameiginlegum Evrópskum þingmannaflokkum en ekki ríkjum. Hægt er að lesa um þá hópa hérna (vefsíða Evrópuþingsins). Það er einnig mikil rangfærsla að halda því fram að fríverslunarsamningar séu betri. Það er rangt. Fríverslunarsamningar henta fyrirtækjum, inn og útflytjendum. Þeir breyta engu í réttindum almennings á Íslandi. Andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi vilja svipta íslendinga ferðafrelsi í Evrópu með sama hætti og Bretar misstu sitt ferða og búsetufrelsi innan Evrópu þegar þeir fóru úr Evrópusambandinu. Þeir Bretar sem vilja búa á Íslandi í dag þurf að sækja um heimild til þess að fá að búa á Íslandi, atvinnuleyfi og annað eins og hver annar sem kemur frá ríkjum utan Evrópusambandsins. Öryggið í aðild að Evrópusambandinu Það er ekkert sem segir að Bandaríkin muni ekki reyna og takast að innlima Grænland, þó ekki nema í stuttan tíma á næstu árum. Þess vegna ætti Grænland einnig að ganga í Evrópusambandið sem OCT svæði nema með fullri aðild (Grænland getur sleppt ákveðnum atriðum eftir þörfum sem OCT svæði). Hvort að Grænlendingar fara þessa leið er þeirra ákvörðun en þetta er engu að síður leið sem stendur þeim til boða ef þeir kjósa svo. Vegna ákvæða í aðildarsáttmála Danmerkur að Evrópusambandinu. Þá er þessi leið ekki í boði fyrir Færeyjar. Færeyjar eru hinsvegar með þrjá samninga við Evrópusambandið en njóta ekki neinna annara réttinda hjá Evrópusambandinu. Hægt er að lesa um það hérna. Íbúar Færeyja eru danskir ríkisborgarar og njóta því frjálsrar farar innan Evrópusambandsins sem slíkir og réttinda ef þeir flytja frá Færeyjum til Danmerkur en þeir njóta ekki neinna slíkra réttinda þegar þeir búa í Færeyjum samkvæmt aðildarsáttmála Danmerkur að Evrópusambandinu. Hægt er að lesa um það hérna. Ísland þarf einnig að ganga í Evrópusambandið sem fyrst. Þar sem það er ekkert sem stöðvar Bandaríkin að innlima Ísland eftir að búið er að innlima Grænland. Sérstaklega þegar Bandaríkin verða búin að segja upp öllum samningum við Ísland. Það mun gerast eins og málin eru að þróast, en það tekur tíma að gerast. Núna er verið að koma á einræði í Bandaríkjunum og á meðan eru smáríki eins og Ísland ekki í sjónsviði þeirra sem eru að koma upp einræðinu en það kemur að þessu eins og öðru. Málflutningi andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi á að hafna enda er hann ekki byggður á neinum staðreyndum. Það sem þeir setja fram er til þess að hræða fólk í að trúa þeirra fullyrðingum. Enda er hræðsla ódýr leið til þess að ná fram pólitískum markmiðum um að halda Íslandi fyrir utan Evrópusambandið. Ísland þarf í raun ekki neinar undanþágur frá flestum lögum og reglum Evrópusambandsins og hefur í raun aldrei þurft. Meint sérstaða Íslands er ímyndun og hefur alltaf verið það. Þó þarf að fá sérreglur varðandi innflutning á lifandi dýrum vegna dýrasjúkdóma og varna gegn þeim. Það er svona eina undanþágan sem mundi þurfa að fá. Núverandi lög í Evrópusambandinu koma í veg fyrir fiskveiðar annara þjóða í íslenskri lögsögu. Það er einnig nauðsynlegt að öll aðildarríki hafa stjórn yfir sínum lögsögum og hafa alltaf gert. Hvað Evrópusambandið stjórnar og setur lög er mjög vel skilgreint og hefur verið lengi. Hægt er að skoða þann lista hérna á vefsíðu Evrópusambandsins. Evrópusambandið er búið að koma sér upp öryggisstofnun og er vefsíða hennar hérna. Þátttaka í þessu er algjörlega á grundvelli ríkjanna sjálfra. Ríki Evrópusambandsins eru ennþá að ræða og ákveða fleiri skref í þessu en ég veit ekki hver þau verða. Í þessu liggur öryggið að vera aðili að Evrópusambandinu. Auk þess sem ekki verður hægt að setja íslenskan efnahag á hliðina með einföldum aðgerðum sem Bandaríkin gætu gripið til gegn Íslandi í framtíðinni. Þar sem núverandi ríkisstjórn í Bandaríkjunum er svo miklu verri en íslendingar telja. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Það er ótrúlegt, eða ekki að heyra hvernig hægri öfgamenn á Íslandi afsaka það sem er að gerast í Bandaríkjunum. Sumir skrifa greinar á Vísir.is og víðar og segja að Evrópusambandið sé vont á meðan Bandaríkin hóta því að innlima Grænland, Panama og Kanada með hervaldi. Andstæðingar Evrópusambandsins eru oft á tíðum miklir stuðningsmenn öfga-hægri stjórnmála í Bandaríkjunum og réttlæta sína skoðun með því að það sé betra. Sumir andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi eru miklu verri en það þegar betur er að gáð. Margir ráðamenn í Evrópu haft sínar eigin hugmyndir um hvað Evrópusambandið eigi að vera frá upphafi og hvert það eigi að fara. Evrópusambandið verður aldrei annað en það sem er ákveðið að aðildarríkjum þess og hefur verið það frá stofnun og þróun þess í gegnum áratugina. Síðan er endurtekin rangfærslan um sex Evrópuþingmenn, sem er sami þingmannafjöldi og eftirtalin aðildarríki Evrópusambandsins hafa í dag. Þau ríki sem hafa sex Evrópuþingmenn eru Malta, Kýpur, Lúxemborg (stofnríki að Evrópusambandinu). Þessi ríki eru aðeins stærri en íslendingar í íbúarfjölda. Hægt er að skoða þingmannafjölda á Evrópuþinginu eftir ríkjum hérna. Evrópuþingið starfar hinsvegar eftir sameiginlegum Evrópskum þingmannaflokkum en ekki ríkjum. Hægt er að lesa um þá hópa hérna (vefsíða Evrópuþingsins). Það er einnig mikil rangfærsla að halda því fram að fríverslunarsamningar séu betri. Það er rangt. Fríverslunarsamningar henta fyrirtækjum, inn og útflytjendum. Þeir breyta engu í réttindum almennings á Íslandi. Andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi vilja svipta íslendinga ferðafrelsi í Evrópu með sama hætti og Bretar misstu sitt ferða og búsetufrelsi innan Evrópu þegar þeir fóru úr Evrópusambandinu. Þeir Bretar sem vilja búa á Íslandi í dag þurf að sækja um heimild til þess að fá að búa á Íslandi, atvinnuleyfi og annað eins og hver annar sem kemur frá ríkjum utan Evrópusambandsins. Öryggið í aðild að Evrópusambandinu Það er ekkert sem segir að Bandaríkin muni ekki reyna og takast að innlima Grænland, þó ekki nema í stuttan tíma á næstu árum. Þess vegna ætti Grænland einnig að ganga í Evrópusambandið sem OCT svæði nema með fullri aðild (Grænland getur sleppt ákveðnum atriðum eftir þörfum sem OCT svæði). Hvort að Grænlendingar fara þessa leið er þeirra ákvörðun en þetta er engu að síður leið sem stendur þeim til boða ef þeir kjósa svo. Vegna ákvæða í aðildarsáttmála Danmerkur að Evrópusambandinu. Þá er þessi leið ekki í boði fyrir Færeyjar. Færeyjar eru hinsvegar með þrjá samninga við Evrópusambandið en njóta ekki neinna annara réttinda hjá Evrópusambandinu. Hægt er að lesa um það hérna. Íbúar Færeyja eru danskir ríkisborgarar og njóta því frjálsrar farar innan Evrópusambandsins sem slíkir og réttinda ef þeir flytja frá Færeyjum til Danmerkur en þeir njóta ekki neinna slíkra réttinda þegar þeir búa í Færeyjum samkvæmt aðildarsáttmála Danmerkur að Evrópusambandinu. Hægt er að lesa um það hérna. Ísland þarf einnig að ganga í Evrópusambandið sem fyrst. Þar sem það er ekkert sem stöðvar Bandaríkin að innlima Ísland eftir að búið er að innlima Grænland. Sérstaklega þegar Bandaríkin verða búin að segja upp öllum samningum við Ísland. Það mun gerast eins og málin eru að þróast, en það tekur tíma að gerast. Núna er verið að koma á einræði í Bandaríkjunum og á meðan eru smáríki eins og Ísland ekki í sjónsviði þeirra sem eru að koma upp einræðinu en það kemur að þessu eins og öðru. Málflutningi andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi á að hafna enda er hann ekki byggður á neinum staðreyndum. Það sem þeir setja fram er til þess að hræða fólk í að trúa þeirra fullyrðingum. Enda er hræðsla ódýr leið til þess að ná fram pólitískum markmiðum um að halda Íslandi fyrir utan Evrópusambandið. Ísland þarf í raun ekki neinar undanþágur frá flestum lögum og reglum Evrópusambandsins og hefur í raun aldrei þurft. Meint sérstaða Íslands er ímyndun og hefur alltaf verið það. Þó þarf að fá sérreglur varðandi innflutning á lifandi dýrum vegna dýrasjúkdóma og varna gegn þeim. Það er svona eina undanþágan sem mundi þurfa að fá. Núverandi lög í Evrópusambandinu koma í veg fyrir fiskveiðar annara þjóða í íslenskri lögsögu. Það er einnig nauðsynlegt að öll aðildarríki hafa stjórn yfir sínum lögsögum og hafa alltaf gert. Hvað Evrópusambandið stjórnar og setur lög er mjög vel skilgreint og hefur verið lengi. Hægt er að skoða þann lista hérna á vefsíðu Evrópusambandsins. Evrópusambandið er búið að koma sér upp öryggisstofnun og er vefsíða hennar hérna. Þátttaka í þessu er algjörlega á grundvelli ríkjanna sjálfra. Ríki Evrópusambandsins eru ennþá að ræða og ákveða fleiri skref í þessu en ég veit ekki hver þau verða. Í þessu liggur öryggið að vera aðili að Evrópusambandinu. Auk þess sem ekki verður hægt að setja íslenskan efnahag á hliðina með einföldum aðgerðum sem Bandaríkin gætu gripið til gegn Íslandi í framtíðinni. Þar sem núverandi ríkisstjórn í Bandaríkjunum er svo miklu verri en íslendingar telja. Höfundur er rithöfundur.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun