Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2025 10:50 Stefán Árni Geirsson lá óvígur eftir meiðslin í gær og mönnum var skiljanlega brugðið. Stöð 2 Sport „Ég hef aldrei séð svona áður. Fóturinn var í alveg frekar mjög ljótri stöðu,“ segir KR-ingurinn Stefán Árni Geirsson sem verður frá keppni næstu 6-12 mánuðina eftir að hafa meiðst afar illa í ökkla í úrslitaleiknum við Víkinga í Bose-mótinu í gærkvöld. Stefán Árni var orðinn afar spenntur fyrir tímabilinu í Bestu deildinni, sem hefst eftir viku, en eftir martröðina í Víkinni í gærkvöld er ólíklegt að hann spili aftur fyrr en á næsta ári. Meiðsli hans í gær, þegar hann fór úr ökklalið og braut auk þess bein, má sjá hér að neðan en eins og sjá má af viðbrögðum Gylfa Þórs Sigurðssonar og fleiri leikmanna sem voru þarna nálægt var strax ljóst að eitthvað alvarlegt hefði gerst. „Það var ekki beinlínis nein huggun að horfa á andlitin á mönnum í kringum mig,“ segir Stefán Árni við Vísi í morgun. Klippa: Meiðsli Stefáns Árna „Ég fékk mann í mig, held að ég sé með allan þungann í fætinum og svo sparkar hann í hina löppina í snúningnum. Ég heyri og finn að ég brotna þarna niðri. Dett og hugsa: „Sjitt hvað gerðist hérna?“ Svo leit ég niður og þá er löppin í allt öðru „angle“ en hún ætti að vera,“ segir Stefán Árni. Strax var auglýst eftir lækni á svæðinu og segir Stefán Árni að kapp hafi verið lagt á að koma ökklanum í lið: „Það er víst mikilvægast í þessu öllu að kippa ökklanum í lið sem fyrst og þeir náðu því áður en við lögðum af stað upp á spítala. Það munaði öllu að vera aftur með „eðlilega“ löpp.“ Niðurstaðan á spítalanum var þó ekkert frábær. „Þetta kom ekkert sérstaklega vel út. Þetta var frekar ógeðslegt fyrst en svo náðu þeir að kippa mér í ökklalið í sjúkrabílnum, gerðu það geðveikt vel. En ég braut líka bein. Ég þarf því að fara í aðgerð. Þetta voru ekki beint góðar fréttir sem maður fékk þarna á spítalanum. Þetta geta verið 6 til 12 mánuðir. Það er samt það fallega í þessu, hvað fólk er misjafnlega lengi að jafna sig á þessu. Þetta fer eftir því hvað ég fer vel með mig. Núna er þetta í mínum höndum,“ segir Stefán Árni. Stefán Árni, sem hefði getað verið í afar stóru hlutverki á spennandi tímum hjá KR í sumar, er skiljanlega enn að melta niðurstöðuna en horfir líka til þess jákvæða: „Ég átta mig bara á því þegar þetta gerist hversu ríkur ég er af vinum. Ég var umkringdur góðu fólki í gær og svo komu vinir mínir til mín. Það er fullt annað í lífinu en fótbolti en ég hef vissulega aldrei verið jafn fókuseraður og núna. Ég var mjög spenntur fyrir þessu tímabili – ekkert annað planað í sumar og öll einbeitingin á þessu. Það var þungt en þannig á maður að lifa. Ef eitthvað slæmt gerist þá bara gerist það. Ég verð bara að vinna úr þessu og sjá björtu hliðarnar.“ Besta deild karla KR Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjá meira
Stefán Árni var orðinn afar spenntur fyrir tímabilinu í Bestu deildinni, sem hefst eftir viku, en eftir martröðina í Víkinni í gærkvöld er ólíklegt að hann spili aftur fyrr en á næsta ári. Meiðsli hans í gær, þegar hann fór úr ökklalið og braut auk þess bein, má sjá hér að neðan en eins og sjá má af viðbrögðum Gylfa Þórs Sigurðssonar og fleiri leikmanna sem voru þarna nálægt var strax ljóst að eitthvað alvarlegt hefði gerst. „Það var ekki beinlínis nein huggun að horfa á andlitin á mönnum í kringum mig,“ segir Stefán Árni við Vísi í morgun. Klippa: Meiðsli Stefáns Árna „Ég fékk mann í mig, held að ég sé með allan þungann í fætinum og svo sparkar hann í hina löppina í snúningnum. Ég heyri og finn að ég brotna þarna niðri. Dett og hugsa: „Sjitt hvað gerðist hérna?“ Svo leit ég niður og þá er löppin í allt öðru „angle“ en hún ætti að vera,“ segir Stefán Árni. Strax var auglýst eftir lækni á svæðinu og segir Stefán Árni að kapp hafi verið lagt á að koma ökklanum í lið: „Það er víst mikilvægast í þessu öllu að kippa ökklanum í lið sem fyrst og þeir náðu því áður en við lögðum af stað upp á spítala. Það munaði öllu að vera aftur með „eðlilega“ löpp.“ Niðurstaðan á spítalanum var þó ekkert frábær. „Þetta kom ekkert sérstaklega vel út. Þetta var frekar ógeðslegt fyrst en svo náðu þeir að kippa mér í ökklalið í sjúkrabílnum, gerðu það geðveikt vel. En ég braut líka bein. Ég þarf því að fara í aðgerð. Þetta voru ekki beint góðar fréttir sem maður fékk þarna á spítalanum. Þetta geta verið 6 til 12 mánuðir. Það er samt það fallega í þessu, hvað fólk er misjafnlega lengi að jafna sig á þessu. Þetta fer eftir því hvað ég fer vel með mig. Núna er þetta í mínum höndum,“ segir Stefán Árni. Stefán Árni, sem hefði getað verið í afar stóru hlutverki á spennandi tímum hjá KR í sumar, er skiljanlega enn að melta niðurstöðuna en horfir líka til þess jákvæða: „Ég átta mig bara á því þegar þetta gerist hversu ríkur ég er af vinum. Ég var umkringdur góðu fólki í gær og svo komu vinir mínir til mín. Það er fullt annað í lífinu en fótbolti en ég hef vissulega aldrei verið jafn fókuseraður og núna. Ég var mjög spenntur fyrir þessu tímabili – ekkert annað planað í sumar og öll einbeitingin á þessu. Það var þungt en þannig á maður að lifa. Ef eitthvað slæmt gerist þá bara gerist það. Ég verð bara að vinna úr þessu og sjá björtu hliðarnar.“
Besta deild karla KR Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn