Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. mars 2025 10:40 Lars Løkke Rasmussen er utanríkisráðherra Danmerkur. EPA Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði að ráðamenn Bandaríkjanna eiga ekki að tala við bandamenn sína í þeim tón sem hefur verið gert. Danir séu opnir fyrir nánara samstarfi innan þess ramma sem er til staðar. Ráðherrann birti myndskeið á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann sagðist vera með skilaboð fyrir „bandarísku vini okkar og alla aðra sem eru að hlusta.“ „Mikið hefur verið sagt undanfarna daga. Margar ásakanir hafa verið gerðar og mikið gefið í skyn,“ segir Rasmussen. Myndskeiðið kemur í kjölfar heimsóknar JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, til Grænlands. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sagt að Bandaríkin ættu að vera með stjórn yfir Grænlandi. Á blaðamannafundi í gær á herstöð Bandaríkjamanna í norðurhluta Grænlands gagnrýndi Vance Dani og sagði þá ekki hafa staðið sig gagnvart grænlensku þjóðinni. „Skilaboð okkar til Danmerkur eru skýr: þið hafið ekki staðið ykkur gagnvart grænlensku þjóðinni. Þið hafið vanfjárfest í grænlensku þjóðinni, þið hafið vanfjárfest í öryggisinnviðum þessa ótrúlega, gullfallega landflæmis sem er fullt af ótrúlegu fólki,“ sagði Vance. „Og auðvitað erum við opin fyrir gagnrýni. En leyfið mér að vera alveg hreinskilinn. Við kunnum ekki að meta tóninn. Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína, og mér finnst enn Danmörk og Bandaríkin vera nánir bandamenn,“ segir danski ráðherrann. Bandaríkjamenn geti gert mun meira á Grænlandi „Við berum virðingu fyrir því að Bandaríkin þurfi meiri hernaðarviðveru á Grænlandi eins og Vance varaforseti minntist á í kvöld. Við, Danmörk og Grænland, erum mjög opin fyrir því að ræða þetta við ykkur. Með opnum huga,“ segir Rasmussen. Rasmussen bendir á að enn sé í gildi varnarsamningur frá árinu 1951 sem heimilar Bandaríkjamönnum að vera með sterkari hernaðarviðveru á Grænlandi. Hins vegar hafi herstöðvum Bandaríkjanna fækkað frá árinu 1945 en þá voru sautján herstöðvar í landinu og þúsundir hermanna. Í dag er ein bandarísk herstöð eftir og um tvö hundruð hermenn að sögn ráðherrans. Ein herstöð er nú eftir á Grænlandi.AP/Jim Watson „Við getum gert meira, miklu meira, innan rammans sem er í gildi í dag. Við skulum nýta það og við skulum gera það saman,“ segir hann. Óbreytt ástand sé ekki í boði Rasmussen segir Vance einnig hafa sagt að Danir væru að gera of lítið á Norðurskautinu en fyrir nokkrum vikum hafi hann einnig sagt að Bandaríkin væru að gera of lítið á Norðurskautið. Staðreyndin sé sú að allir hafa verið að vinna að friði á svæðinu. „Við tókum öll ákvarðanir út frá þeim forsendum að Norðurskautið væri og ætti að vera lágspennusvæði. En sá tími er liðinn. Óbreytt ástand er ekki í boði.“ JD Vance heimsótti Grænland ásamt eiginkonu sinni Usha Vance.AP/Jim Watson Danir hafi, til að bregðast við vendingum á alþjóðavettvangi, úthlutað milljörðum danskra króna í öryggisráðstafanir á Norðurskautinu. Fjármagnið fari til að mynda í fleiri dróna, skip og mannafla. „Í dag, nær öryggisábyrgð Atlantshafsbandalagsins einnig til Grænlands. En við fögnum því ef meðlimir Atlantshafsbandalagsins og bandamenn myndu taka að sér stærra hlutverk á Norðurskautinu. Við munum sjá um okkar hluta af samkomulaginu. Enginn þarf að efast um það,“ segir Rasmussen. Full tilhlökkunar um áframhaldandi samstarf Í hádeginu í gær undirritaði ný landsstjórn á Grænlandi stjórnarsáttmála sem er leidd af Jens-Frederik Nielsen. „Ég er ánægður að varaforsetinn setti áherslu á rétt grænlensku þjóðarinnar til að ákveða sjálf sína eigin framtíð,“ segir Rasmussen. Landsstjórnin hafi hlotið mikinn stuðning frá grænlensku þjóðinni. Að sögn Rasmussen hlakki dönsk yfirvöld til að starfa með nýrri landsstjórn Grænlands. Danmörk Grænland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. 28. mars 2025 23:25 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Sjá meira
Ráðherrann birti myndskeið á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann sagðist vera með skilaboð fyrir „bandarísku vini okkar og alla aðra sem eru að hlusta.“ „Mikið hefur verið sagt undanfarna daga. Margar ásakanir hafa verið gerðar og mikið gefið í skyn,“ segir Rasmussen. Myndskeiðið kemur í kjölfar heimsóknar JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, til Grænlands. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sagt að Bandaríkin ættu að vera með stjórn yfir Grænlandi. Á blaðamannafundi í gær á herstöð Bandaríkjamanna í norðurhluta Grænlands gagnrýndi Vance Dani og sagði þá ekki hafa staðið sig gagnvart grænlensku þjóðinni. „Skilaboð okkar til Danmerkur eru skýr: þið hafið ekki staðið ykkur gagnvart grænlensku þjóðinni. Þið hafið vanfjárfest í grænlensku þjóðinni, þið hafið vanfjárfest í öryggisinnviðum þessa ótrúlega, gullfallega landflæmis sem er fullt af ótrúlegu fólki,“ sagði Vance. „Og auðvitað erum við opin fyrir gagnrýni. En leyfið mér að vera alveg hreinskilinn. Við kunnum ekki að meta tóninn. Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína, og mér finnst enn Danmörk og Bandaríkin vera nánir bandamenn,“ segir danski ráðherrann. Bandaríkjamenn geti gert mun meira á Grænlandi „Við berum virðingu fyrir því að Bandaríkin þurfi meiri hernaðarviðveru á Grænlandi eins og Vance varaforseti minntist á í kvöld. Við, Danmörk og Grænland, erum mjög opin fyrir því að ræða þetta við ykkur. Með opnum huga,“ segir Rasmussen. Rasmussen bendir á að enn sé í gildi varnarsamningur frá árinu 1951 sem heimilar Bandaríkjamönnum að vera með sterkari hernaðarviðveru á Grænlandi. Hins vegar hafi herstöðvum Bandaríkjanna fækkað frá árinu 1945 en þá voru sautján herstöðvar í landinu og þúsundir hermanna. Í dag er ein bandarísk herstöð eftir og um tvö hundruð hermenn að sögn ráðherrans. Ein herstöð er nú eftir á Grænlandi.AP/Jim Watson „Við getum gert meira, miklu meira, innan rammans sem er í gildi í dag. Við skulum nýta það og við skulum gera það saman,“ segir hann. Óbreytt ástand sé ekki í boði Rasmussen segir Vance einnig hafa sagt að Danir væru að gera of lítið á Norðurskautinu en fyrir nokkrum vikum hafi hann einnig sagt að Bandaríkin væru að gera of lítið á Norðurskautið. Staðreyndin sé sú að allir hafa verið að vinna að friði á svæðinu. „Við tókum öll ákvarðanir út frá þeim forsendum að Norðurskautið væri og ætti að vera lágspennusvæði. En sá tími er liðinn. Óbreytt ástand er ekki í boði.“ JD Vance heimsótti Grænland ásamt eiginkonu sinni Usha Vance.AP/Jim Watson Danir hafi, til að bregðast við vendingum á alþjóðavettvangi, úthlutað milljörðum danskra króna í öryggisráðstafanir á Norðurskautinu. Fjármagnið fari til að mynda í fleiri dróna, skip og mannafla. „Í dag, nær öryggisábyrgð Atlantshafsbandalagsins einnig til Grænlands. En við fögnum því ef meðlimir Atlantshafsbandalagsins og bandamenn myndu taka að sér stærra hlutverk á Norðurskautinu. Við munum sjá um okkar hluta af samkomulaginu. Enginn þarf að efast um það,“ segir Rasmussen. Full tilhlökkunar um áframhaldandi samstarf Í hádeginu í gær undirritaði ný landsstjórn á Grænlandi stjórnarsáttmála sem er leidd af Jens-Frederik Nielsen. „Ég er ánægður að varaforsetinn setti áherslu á rétt grænlensku þjóðarinnar til að ákveða sjálf sína eigin framtíð,“ segir Rasmussen. Landsstjórnin hafi hlotið mikinn stuðning frá grænlensku þjóðinni. Að sögn Rasmussen hlakki dönsk yfirvöld til að starfa með nýrri landsstjórn Grænlands.
Danmörk Grænland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. 28. mars 2025 23:25 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Sjá meira
Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. 28. mars 2025 23:25
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent