Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. mars 2025 21:01 Daníel O. Einarsson, formaður B.Í.L.S., og Ásdís Ásgeirsdóttir, leigubifreiðastjóri. Vísir/Sigurjón Formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra segir nýja gæðavottun ekki stuðla að mismunun og vonast til að vottunin muni koma til með að auka traust farþega til leigubílstjóra. Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra eða B.Í.L.S. hefur gefið út nýja gæðavottun sem gildir félagsmenn bandalagsins geta sótt um. Þegar fréttastofu bar að garði í húsakynni BÍLS var verið að afhenda bílstjóra nýja vottun. „Við erum að votta það að leigubifreiðastjóri hafi leiguakstur að aðalatvinnu og hafi öryggi almennings að leiðarljósi. Eftir að íslensk stjórnvöld leyfðu hér erlendum aðilum að fara í samkeppni við íslenska einyrkja, án kröfu um íslensku kunnáttu. Þá höfum við farið þá leið að girða okkar garð með merki.“ Mikilvægt að fá þjónustu á íslensku Eitt af skilyrðum þess að fá vottunina er að leigubifreiðastjórinn tali og skilji íslensku að því marki að geta átt vandræðalaus samskipti í leiguakstri. Formaður B.Í.L.S. segir ekki um mismunun að ræða og að þjónusta á íslensku sé mikilvæg fyrir ýmsa. „Við viljum ekki mismuna öðrum heldur er kjarni málsins að þetta er hvati til þess að halda uppi íslensku notkun og aðstoða farþega. Íslensku kunnátta er mjög mikilvæg í samskiptum við farþega. Líka að geta áttað sig á umhverfinu, rötun og ef eitthvað kemur upp á. Því oft erum við að aðstoða farþega sem eru háðir okkar skiliningi og okkar viðbragði.“ Ákall frá farþegum Daníel segist hafa orðið var við ákall frá farþegum um að ökumenn B.Í.L.S. myndu merkja sig sérstaklega. Meðal annarra skilyrða fyrir vottuninni er að bílstjóri hafi minnst eins árs reynslu af leiguakstri, starfi á stöð sem veitir símaþjónustu og að bifreiðin sé með rakningabúnað. Skilyrði B.Í.L.S. (Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra) fyrir gæðavottun leigubifreiðastjóra og leigubifreiðar eru að Leigubílstjóri: Hefur löglegt leyfi til reksturs leigubifreiðar að aðalatvinnu. Hefur minnst 1 árs reynslu af leiguakstri á íslenskri leigubifreiðastöð (starfsnám). Er gildur félagsmaður með aðild að Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra. Talar og skilur íslensku að því marki að geta átt vandræðalaust samskipti í leiguakstri. Starfar á leigubifreiðastöð sem veitir símaþjónustu (að undanskildu dreifbýli án stöðva). Er með löglegan rekstur og tekjur af starfseminni samkvæmt íslenskum lögum. Er með skráða og tryggða leigubifreið samkvæmt íslenskum lögum um leigubifreiðaakstur. Leigubifreiðin er með rakningabúnað, ferilsvöktun ökutækis. Ásdís Ásgeirsdóttir leigubílstjóri fagnar framtakinu og hvetur fleiri til að sækjast eftir vottuninni. „Þetta er bara mjög gott upp á kúnnanna að gera. Það er búið að vera svolítið mikið rót á leigubílamarkaðnum og þeir þurfa bara að hafa sitt öryggi.“ Leigubílar Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra eða B.Í.L.S. hefur gefið út nýja gæðavottun sem gildir félagsmenn bandalagsins geta sótt um. Þegar fréttastofu bar að garði í húsakynni BÍLS var verið að afhenda bílstjóra nýja vottun. „Við erum að votta það að leigubifreiðastjóri hafi leiguakstur að aðalatvinnu og hafi öryggi almennings að leiðarljósi. Eftir að íslensk stjórnvöld leyfðu hér erlendum aðilum að fara í samkeppni við íslenska einyrkja, án kröfu um íslensku kunnáttu. Þá höfum við farið þá leið að girða okkar garð með merki.“ Mikilvægt að fá þjónustu á íslensku Eitt af skilyrðum þess að fá vottunina er að leigubifreiðastjórinn tali og skilji íslensku að því marki að geta átt vandræðalaus samskipti í leiguakstri. Formaður B.Í.L.S. segir ekki um mismunun að ræða og að þjónusta á íslensku sé mikilvæg fyrir ýmsa. „Við viljum ekki mismuna öðrum heldur er kjarni málsins að þetta er hvati til þess að halda uppi íslensku notkun og aðstoða farþega. Íslensku kunnátta er mjög mikilvæg í samskiptum við farþega. Líka að geta áttað sig á umhverfinu, rötun og ef eitthvað kemur upp á. Því oft erum við að aðstoða farþega sem eru háðir okkar skiliningi og okkar viðbragði.“ Ákall frá farþegum Daníel segist hafa orðið var við ákall frá farþegum um að ökumenn B.Í.L.S. myndu merkja sig sérstaklega. Meðal annarra skilyrða fyrir vottuninni er að bílstjóri hafi minnst eins árs reynslu af leiguakstri, starfi á stöð sem veitir símaþjónustu og að bifreiðin sé með rakningabúnað. Skilyrði B.Í.L.S. (Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra) fyrir gæðavottun leigubifreiðastjóra og leigubifreiðar eru að Leigubílstjóri: Hefur löglegt leyfi til reksturs leigubifreiðar að aðalatvinnu. Hefur minnst 1 árs reynslu af leiguakstri á íslenskri leigubifreiðastöð (starfsnám). Er gildur félagsmaður með aðild að Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra. Talar og skilur íslensku að því marki að geta átt vandræðalaust samskipti í leiguakstri. Starfar á leigubifreiðastöð sem veitir símaþjónustu (að undanskildu dreifbýli án stöðva). Er með löglegan rekstur og tekjur af starfseminni samkvæmt íslenskum lögum. Er með skráða og tryggða leigubifreið samkvæmt íslenskum lögum um leigubifreiðaakstur. Leigubifreiðin er með rakningabúnað, ferilsvöktun ökutækis. Ásdís Ásgeirsdóttir leigubílstjóri fagnar framtakinu og hvetur fleiri til að sækjast eftir vottuninni. „Þetta er bara mjög gott upp á kúnnanna að gera. Það er búið að vera svolítið mikið rót á leigubílamarkaðnum og þeir þurfa bara að hafa sitt öryggi.“
Leigubílar Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira