Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. mars 2025 16:57 Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, mætti á íbúafund í Grafarvogi þar sem mörgum var heitt í hamsi. Vísir/Vilhelm Íbúa í Grafarvogi fannst henni hafa verið ógnað af borgarfulltrúa á íbúafundi í Grafarvogi eftir að hafa sakað Reykjavíkurborg um lygar. Fólki var heitt í hamsi þegar áform um uppbyggingu hverfisins voru rædd. Kynningarfundur um þéttingu byggðar í Grafarvogi var haldinn á fimmtudag í síðustu viku vegna áforma um þéttingu byggðar í hverfinu. Tillögur Reykjavíkurborgar hafa hlotið mikla gagnrýni frá íbúum í Grafarvogi. Meðal fundargesta var Bergþóra Long, 29 ára íbúi í Grafarvogi. „Fólki var alveg heitt í hamsi en ég mætti samt á þennan fund ekki í neinum baráttuham. Mig langaði bara til að hlusta,“ segir Bergþóra í samtali við fréttastofu. Að kynningunni lokinni var hópnum skipt í fernt. Bergþóra gaf sig á tal við Alexöndru Briem, borgarfulltrúa Pírata. „Þannig ég spyr hana hvort það sé ekki spurning á að við byrjum að selja allar óseldu íbúðirnar í Gufunesi,“ segir Bergþóra. Móðir Bergþóru hafi þá tekið þátt í samræðunum og hún deilt því með Alexöndru að umferðin í hverfinu væri afskaplega mikil. Vinnustaður hennar er þar sem mesta umferðaröngþveitið sé í hverfinu. „Þá kemur mamma inn í þetta og segir hvernig hún horfi á þetta alla daga. Samgöngur hafi ekki staðist og borgin hafi logið,“ segir Bergþóra. Alexandra hafi ekki tekið vel í orð móðurinnar um lygar borgarinnar og breitt úr sér, farið út með brjóstkassann og baðað út höndunum. „Hún var með hendurnar þannig að þetta var bara ógnun, finnst mér og mömmu. Mamma tók þessu ekki vel,“ segir Bergþóra. „Ég er ekkert reið vanalega yfir litlum hlutum en mér blöskraði svo. Ég varð brjáluð.“ Bergþóra segir bæði hana og móður sína hafa upplifað þetta sem ógnun. „Þó hún hafi ekki lamið neinn þá finnst mér þetta ógnun.“ Á myndskeiði sem barst fréttastofu sjást Alexandra og Bergþóra eiga í mjög háværum samskiptum eftir að atvikið átti sér stað. Eftir atvikið hafi Alexandra komið að móðurinni og beðið hana afsökunar vegna atviksins. Móðirin hafi tekið við afsökunarbeiðninni en á að hafa tjáð borgarfulltrúanum að henni fyndist hegðunin óviðeigandi. „Mamma var í miklu uppnámi fram á kvöld,“ segir Bergþóra. Erfiður fundur eftir erfiðan dag „Þetta var erfiður fundur og hluti af löngum og erfiðum degi,“ segir Alexandra í samtali við fréttastofu. Hún segist miður sín að yfir atvikinu. „Þarna var verið að gefa í skyn að ég væri ekki að starfa af heilindum. Ég hækkaði róminn aðeins sem ég hefði ekki átt að gera. Mér þykir það leitt að henni hafi liðið illa í þessu en um leið og þegar ég gerði mér grein fyrir því fór ég til hennar og spjallaði við hana,“ segir hún. Mikið hafi verið um á fundinum og margir vildu ræða við hana um málið. „Í rauninni var það ljóst um leið og við mættum að það var hiti. Það var ljóst strax að þetta yrði aldrei jákvæður fundur sem réðist af því hvað var mikill hiti alveg frá upphafi og lítil þolinmæði til að ræða þetta efnislega. Eins og ég segi sumt fólk hefur sterkar skoðanir og við þurfum að skoða þessi mál aðeins betur en líka að vera í jafnvægi við þörf fyrir húsnæði í borginni.“ Byggðamál Borgarstjórn Píratar Reykjavík Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Kynningarfundur um þéttingu byggðar í Grafarvogi var haldinn á fimmtudag í síðustu viku vegna áforma um þéttingu byggðar í hverfinu. Tillögur Reykjavíkurborgar hafa hlotið mikla gagnrýni frá íbúum í Grafarvogi. Meðal fundargesta var Bergþóra Long, 29 ára íbúi í Grafarvogi. „Fólki var alveg heitt í hamsi en ég mætti samt á þennan fund ekki í neinum baráttuham. Mig langaði bara til að hlusta,“ segir Bergþóra í samtali við fréttastofu. Að kynningunni lokinni var hópnum skipt í fernt. Bergþóra gaf sig á tal við Alexöndru Briem, borgarfulltrúa Pírata. „Þannig ég spyr hana hvort það sé ekki spurning á að við byrjum að selja allar óseldu íbúðirnar í Gufunesi,“ segir Bergþóra. Móðir Bergþóru hafi þá tekið þátt í samræðunum og hún deilt því með Alexöndru að umferðin í hverfinu væri afskaplega mikil. Vinnustaður hennar er þar sem mesta umferðaröngþveitið sé í hverfinu. „Þá kemur mamma inn í þetta og segir hvernig hún horfi á þetta alla daga. Samgöngur hafi ekki staðist og borgin hafi logið,“ segir Bergþóra. Alexandra hafi ekki tekið vel í orð móðurinnar um lygar borgarinnar og breitt úr sér, farið út með brjóstkassann og baðað út höndunum. „Hún var með hendurnar þannig að þetta var bara ógnun, finnst mér og mömmu. Mamma tók þessu ekki vel,“ segir Bergþóra. „Ég er ekkert reið vanalega yfir litlum hlutum en mér blöskraði svo. Ég varð brjáluð.“ Bergþóra segir bæði hana og móður sína hafa upplifað þetta sem ógnun. „Þó hún hafi ekki lamið neinn þá finnst mér þetta ógnun.“ Á myndskeiði sem barst fréttastofu sjást Alexandra og Bergþóra eiga í mjög háværum samskiptum eftir að atvikið átti sér stað. Eftir atvikið hafi Alexandra komið að móðurinni og beðið hana afsökunar vegna atviksins. Móðirin hafi tekið við afsökunarbeiðninni en á að hafa tjáð borgarfulltrúanum að henni fyndist hegðunin óviðeigandi. „Mamma var í miklu uppnámi fram á kvöld,“ segir Bergþóra. Erfiður fundur eftir erfiðan dag „Þetta var erfiður fundur og hluti af löngum og erfiðum degi,“ segir Alexandra í samtali við fréttastofu. Hún segist miður sín að yfir atvikinu. „Þarna var verið að gefa í skyn að ég væri ekki að starfa af heilindum. Ég hækkaði róminn aðeins sem ég hefði ekki átt að gera. Mér þykir það leitt að henni hafi liðið illa í þessu en um leið og þegar ég gerði mér grein fyrir því fór ég til hennar og spjallaði við hana,“ segir hún. Mikið hafi verið um á fundinum og margir vildu ræða við hana um málið. „Í rauninni var það ljóst um leið og við mættum að það var hiti. Það var ljóst strax að þetta yrði aldrei jákvæður fundur sem réðist af því hvað var mikill hiti alveg frá upphafi og lítil þolinmæði til að ræða þetta efnislega. Eins og ég segi sumt fólk hefur sterkar skoðanir og við þurfum að skoða þessi mál aðeins betur en líka að vera í jafnvægi við þörf fyrir húsnæði í borginni.“
Byggðamál Borgarstjórn Píratar Reykjavík Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent