Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Bjarki Sigurðsson skrifar 28. mars 2025 11:53 Frá afhendingunni í dag. Play Europe, dótturfélag Fly Play hf., fékk í morgun afhent flugrekstrarleyfi frá flugmálayfirvöldum á Möltu. Félagið mun leigja út þrjár vélar til austur-evrópsks flugfélags. Félagið var stofnað í október síðastliðnum og er hluti af endurskipulagningu á rekstri Play. Þá mun Play nú einbeita sér meira að beinum flugferðum til sólarlandaáfangastaða frá Íslandi. Tíu þotur eru í flota Play og munu þrjár þeirra vera leigðar út á nýja maltneska flugrekstrarleyfinu. Vélarnar munu sinna flugstarfsemi utan Íslands og ekki undir vörumerkjum Play. „Með öðrum orðum verður ekki flogið á þeim til og frá Íslandi heldur frá borgum á meginlandi Evrópu. Flugmenn og yfirflugliðar verða starfsmenn Play Europe og verða ráðnir og staðsettir í því landi sem leigutakinn flýgur frá. Fly Play hf. verður áfram íslenskt lágfargjaldaflugélag með meirihluta af sínum vélum í rekstri frá Keflavík,“ segir í tilkynningu frá Play. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir þetta mikilvægt skref fyrir félagið. „Við höfum áður greint frá því að við hyggjumst draga aðeins úr umsvifum okkar á Íslandi og höfum því tekið ákvörðun um að flytja fáeinar vélar úr okkar flota og fljúga þeim fyrir aðra flugrekendur. Það verður best gert með því að gera það á öðru flugrekstrarleyfi og við völdum Möltu,“ segir Einar. Play hefur flogið reglulega til Norður-Ameríku og Norður-Evrópu en nú verður þeim ferðum fækkað. „En flugferðirnar okkar til Spánar, Kanaríeyja, Króatíu og annarra gómsætra áfangastaða í Suður-Evrópu, þeim hefur ekki fækkað eða tíðnin þangað,“ segir Einar. Dótturfélagið var nýlega gagnrýnt fyrir lág laun flugliða en mánaðarlaun til þeirra verða um 217 þúsund krónur á mánuði. Heimaflugvellir þeirra starfsmanna verða í Póllandi og Moldóvu. „Hvar sem við störfum, munum við bara greiða samkeppnishæf laun miðað við þann stað sem við erum á. Alveg með sama hætti og að við borgum heldur lægri laun á skrifstofunni okkar í Vilníus í Litháen heldur en við gerum á skrifstofunni okkar í Reykjavík. Laun flugliða sem fljúga frá Póllandi, Búlgaríu eða Rúmeníu eða hvaðan sem það er, eru töluvert lægri en á Íslandi. Þetta vita allir. Við förum ekki að borga margfalt hærri laun þar en gengur og gerist. Það væri nú eitthvað óvenjulegt,“ segir Einar. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Malta Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Félagið var stofnað í október síðastliðnum og er hluti af endurskipulagningu á rekstri Play. Þá mun Play nú einbeita sér meira að beinum flugferðum til sólarlandaáfangastaða frá Íslandi. Tíu þotur eru í flota Play og munu þrjár þeirra vera leigðar út á nýja maltneska flugrekstrarleyfinu. Vélarnar munu sinna flugstarfsemi utan Íslands og ekki undir vörumerkjum Play. „Með öðrum orðum verður ekki flogið á þeim til og frá Íslandi heldur frá borgum á meginlandi Evrópu. Flugmenn og yfirflugliðar verða starfsmenn Play Europe og verða ráðnir og staðsettir í því landi sem leigutakinn flýgur frá. Fly Play hf. verður áfram íslenskt lágfargjaldaflugélag með meirihluta af sínum vélum í rekstri frá Keflavík,“ segir í tilkynningu frá Play. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir þetta mikilvægt skref fyrir félagið. „Við höfum áður greint frá því að við hyggjumst draga aðeins úr umsvifum okkar á Íslandi og höfum því tekið ákvörðun um að flytja fáeinar vélar úr okkar flota og fljúga þeim fyrir aðra flugrekendur. Það verður best gert með því að gera það á öðru flugrekstrarleyfi og við völdum Möltu,“ segir Einar. Play hefur flogið reglulega til Norður-Ameríku og Norður-Evrópu en nú verður þeim ferðum fækkað. „En flugferðirnar okkar til Spánar, Kanaríeyja, Króatíu og annarra gómsætra áfangastaða í Suður-Evrópu, þeim hefur ekki fækkað eða tíðnin þangað,“ segir Einar. Dótturfélagið var nýlega gagnrýnt fyrir lág laun flugliða en mánaðarlaun til þeirra verða um 217 þúsund krónur á mánuði. Heimaflugvellir þeirra starfsmanna verða í Póllandi og Moldóvu. „Hvar sem við störfum, munum við bara greiða samkeppnishæf laun miðað við þann stað sem við erum á. Alveg með sama hætti og að við borgum heldur lægri laun á skrifstofunni okkar í Vilníus í Litháen heldur en við gerum á skrifstofunni okkar í Reykjavík. Laun flugliða sem fljúga frá Póllandi, Búlgaríu eða Rúmeníu eða hvaðan sem það er, eru töluvert lægri en á Íslandi. Þetta vita allir. Við förum ekki að borga margfalt hærri laun þar en gengur og gerist. Það væri nú eitthvað óvenjulegt,“ segir Einar.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Malta Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira