Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. mars 2025 16:15 Þórir Hall Stefánsson er umsjónarmaður fjöldahjálparstöðvar fyrir heimilislaust flóttafólk. Vísir/Vilhelm Óvissa er um framtíð úrræðis fyrir þjónustusvipta hælisleitendur vegna þess að samningur Rauða krossins um félagslegan stuðning fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd verður ekki endurnýjaður. Umsjónarmaður fjöldahjálparstöðvar sem rekin var á grunni samningsins segist treysta því að vinna fari fram hjá hinu opinbera og að þeir sem nýta úrræðið verði ekki settir á götuna. Sérstakt neyðarskýli Rauða krossins fyrir einstaklinga sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd var opnað í september 2023 í gegnum samning við félags- og vinnumálaráðuneytið. Úrræðinu var ætlað að aðstoða fólk sem átti ekki rétt á neinni þjónustu og höfðu sumir þeirra sem nýttu sér úrræðið sofið undir berum himni. Tilkynnt var í síðustu viku að samningur ráðuneytisins og Rauða krossins yrði ekki endurnýjaður og rennur úr gildi að öllu óbreyttu 31. maí næstkomandi. Reka úrræðið út samningstímann Þórir Hall Stefánsson, umsjónarmaður fjöldahjálparstöðva Rauða krossins, segir til standa að reka úrræðið út samningstímann en segist treysta því að þeim sem hafa nýtt sér þjónustuna verði boðið annað úrræði þegar neyðarskýlið lokar. „Ég trúi því að stjórnvöld muni nú binda þannig um hnútana að það taki eitthvað við þessum hópi og eftir allt sem undan hefur gengið verður hann ekki settur á götuna,“ segir Þórir. Hann segir tíu manns að jafnaði nýta sér þjónustuna sem er opin frá fimm síðdegis til fimm um morgun. Þau hafi ekki í önnur hús að venda. Vonast eftir farsælli laust Þórir segir að hann geri ráð fyrir því að vinna fari nú fram innan stjórnsýslunnar um að finna leiðir til að mæta þörfum þessa hóps. Kæmi ekkert úrræði í staðinn setti það þá sem sækja úrræðið á götuna. „Þá erum við komin aftur á þann reit sem var áður en þetta skýli var opnað eftir lagasetningu um að heimilt væri að fella niður réttindi eftir endanlega synjun. Þetta skýli var opnað til að koma í veg fyrir að fólk myndi enda á götunni. Ég trúi ekki öðru en að það finnist farsæl lausn á þessum málum,“ segir Þórir Hall Stefánsson. Hjálparstarf Félagasamtök Hælisleitendur Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Umsjónarmaður fjöldahjálparstöðvar sem rekin var á grunni samningsins segist treysta því að vinna fari fram hjá hinu opinbera og að þeir sem nýta úrræðið verði ekki settir á götuna. Sérstakt neyðarskýli Rauða krossins fyrir einstaklinga sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd var opnað í september 2023 í gegnum samning við félags- og vinnumálaráðuneytið. Úrræðinu var ætlað að aðstoða fólk sem átti ekki rétt á neinni þjónustu og höfðu sumir þeirra sem nýttu sér úrræðið sofið undir berum himni. Tilkynnt var í síðustu viku að samningur ráðuneytisins og Rauða krossins yrði ekki endurnýjaður og rennur úr gildi að öllu óbreyttu 31. maí næstkomandi. Reka úrræðið út samningstímann Þórir Hall Stefánsson, umsjónarmaður fjöldahjálparstöðva Rauða krossins, segir til standa að reka úrræðið út samningstímann en segist treysta því að þeim sem hafa nýtt sér þjónustuna verði boðið annað úrræði þegar neyðarskýlið lokar. „Ég trúi því að stjórnvöld muni nú binda þannig um hnútana að það taki eitthvað við þessum hópi og eftir allt sem undan hefur gengið verður hann ekki settur á götuna,“ segir Þórir. Hann segir tíu manns að jafnaði nýta sér þjónustuna sem er opin frá fimm síðdegis til fimm um morgun. Þau hafi ekki í önnur hús að venda. Vonast eftir farsælli laust Þórir segir að hann geri ráð fyrir því að vinna fari nú fram innan stjórnsýslunnar um að finna leiðir til að mæta þörfum þessa hóps. Kæmi ekkert úrræði í staðinn setti það þá sem sækja úrræðið á götuna. „Þá erum við komin aftur á þann reit sem var áður en þetta skýli var opnað eftir lagasetningu um að heimilt væri að fella niður réttindi eftir endanlega synjun. Þetta skýli var opnað til að koma í veg fyrir að fólk myndi enda á götunni. Ég trúi ekki öðru en að það finnist farsæl lausn á þessum málum,“ segir Þórir Hall Stefánsson.
Hjálparstarf Félagasamtök Hælisleitendur Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira