Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Kjartan Kjartansson skrifar 27. mars 2025 14:15 Vinstra megin sést mynd Hubble-sjónaukans af Neptúnusi þar sem búið er að ýkja liti lofthjúpsins. Hægra megin er búið að bæta gögnum frá Webb-sjónaukanum við mynd Hubble. Segulljósin sjást sem blágrænir blettir. Hvítu blettirnir eru ský ofarlega í lofthjúpnum. NASA, ESA, CSA, STScI, Heidi Hammel (AURA), Henrik Melin (Northu Óvenjuleg segulljós Neptúnusar hafa verið mynduð í fyrsta skipti með James Webb-geimsjónaukanum. Athuganirnar leiddu einnig í ljós að efsti hluti lofthjúps reikistjörnunnar hefur kólnað um hundruð gráða. Segulljós, sem nefnast norðurljós á norðurhveli jarðar, eru vel þekkt á hinum gasrisunum í sólkerfinu: Júpíter, Satúrnusi og Úranusi. Erfitt hefur hins vegar reynst að ná myndum og staðfesta að segulljós myndist á Neptúnusi, ystu reikistjörnunni í sólkerfinu. James Webb-geimsjónaukanum tókst að fanga segulljósin á myndum sem hann tók af Neptúnusi í júní 2023. Þau sjást sem blágrænar klessur á heiðbláum bakgrunni ísrisans, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Evrópsku geimstofnunarinnar. Ólíkt jörðinni eru segulljósin á Neptúnusi ekki bundin við póla reikistjörnunnar og nágrenni þeirra. Þegar bandaríska geimfarið flaug fram hjá henni árið 1989 kom í ljós að segulskaut Neptúnusar hallast um 47 gráður miðað við snúningsás hans. Segulljósin dansa því um miðlægar breiddargráður á reikistjörnunni. Kuldinn talinn skýra hvers vegna segulljósin fundust svo seint Athuganir Webb gerðu stjörnufræðingum einnig kleift að mæla hitann í efstu lögum lofthjúpsins á Neptúnusi. Í ljós kom að hann hefur fallið um hundruð gráða frá því að Voyager 2 átti leið hjá fyrir 36 árum. Kólnunin er sögð skýra hvers vegna segulljós á Neptúnusi hafa reynst svo hverful. Meiri kuldi er talinn leiða til daufari segulljósa. Vísindamenn vilja nú nota Webb til þess að rannsaka Neptúnus í gegnum heila svonefnda sólarsveiflu. Virkni sólar gengur í gegnum ellefu ára sveiflur sem tengjast segulsviði hennar. Með þeim athugunum vonast þeir til þess að skilja betur uppruna segulsviðsins á Neptúnusi og mögulega hvers vegna það hallar svo mikið miðað við snúningsásinn. Segulljós myndast þegar hlaðnar agnir frá sólinni rekast á frum- og sameindir í lofthjúpi. Agnirnar ferðast í átt að segulskautunum sem eru nærri pólsvæðunum á jörðinni og því verða segulljós fyrst og fremst sýnileg á norðlægum og suðlægum slóðum. Norðurljós á jörðinni eru mun þekktari en suðurljósin, ekki vegna þess að þau fyrrnefndu séu virkari en þau síðarnefndu heldur vegna þess að mun auðveldara er að berja þau augum á norðurhveli en suðurhveli. Suðursegulskautið er þannig yfir Suður-Íshafinu en norðursegulskautið yfir norðanverðu Kanada. Mun meiri landmassi og mannfjöldi er á norðurslóðum en á suðurslóðum. Neptúnus Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Tengdar fréttir Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. 21. janúar 2025 13:03 Slökkva á tækjum næstvíðförlasta geimfarsins til að lengja líf þess Verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA slökktu á einu mælitækja Voyager 2, næstvíðförlasta geimfars sögunnar, til þess að spara orku og framlengja líftíma þess í síðasta mánuði. Farið hefur þegar verið í geimnum í hátt í hálfa öld. 3. október 2024 09:50 Nýjar ljósmyndir Webb sýna Neptúnus í nýju ljósi Ný ljósmynd hefur verið tekin af plánetunni Neptúnusi með aðstoð Webb sjónaukans. Myndin er sú skýrasta sem náðst hefur af ísplánetunni í áratugi og sýna hringi Neptúnusar í nýju ljósi. 26. desember 2023 19:43 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Segulljós, sem nefnast norðurljós á norðurhveli jarðar, eru vel þekkt á hinum gasrisunum í sólkerfinu: Júpíter, Satúrnusi og Úranusi. Erfitt hefur hins vegar reynst að ná myndum og staðfesta að segulljós myndist á Neptúnusi, ystu reikistjörnunni í sólkerfinu. James Webb-geimsjónaukanum tókst að fanga segulljósin á myndum sem hann tók af Neptúnusi í júní 2023. Þau sjást sem blágrænar klessur á heiðbláum bakgrunni ísrisans, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Evrópsku geimstofnunarinnar. Ólíkt jörðinni eru segulljósin á Neptúnusi ekki bundin við póla reikistjörnunnar og nágrenni þeirra. Þegar bandaríska geimfarið flaug fram hjá henni árið 1989 kom í ljós að segulskaut Neptúnusar hallast um 47 gráður miðað við snúningsás hans. Segulljósin dansa því um miðlægar breiddargráður á reikistjörnunni. Kuldinn talinn skýra hvers vegna segulljósin fundust svo seint Athuganir Webb gerðu stjörnufræðingum einnig kleift að mæla hitann í efstu lögum lofthjúpsins á Neptúnusi. Í ljós kom að hann hefur fallið um hundruð gráða frá því að Voyager 2 átti leið hjá fyrir 36 árum. Kólnunin er sögð skýra hvers vegna segulljós á Neptúnusi hafa reynst svo hverful. Meiri kuldi er talinn leiða til daufari segulljósa. Vísindamenn vilja nú nota Webb til þess að rannsaka Neptúnus í gegnum heila svonefnda sólarsveiflu. Virkni sólar gengur í gegnum ellefu ára sveiflur sem tengjast segulsviði hennar. Með þeim athugunum vonast þeir til þess að skilja betur uppruna segulsviðsins á Neptúnusi og mögulega hvers vegna það hallar svo mikið miðað við snúningsásinn. Segulljós myndast þegar hlaðnar agnir frá sólinni rekast á frum- og sameindir í lofthjúpi. Agnirnar ferðast í átt að segulskautunum sem eru nærri pólsvæðunum á jörðinni og því verða segulljós fyrst og fremst sýnileg á norðlægum og suðlægum slóðum. Norðurljós á jörðinni eru mun þekktari en suðurljósin, ekki vegna þess að þau fyrrnefndu séu virkari en þau síðarnefndu heldur vegna þess að mun auðveldara er að berja þau augum á norðurhveli en suðurhveli. Suðursegulskautið er þannig yfir Suður-Íshafinu en norðursegulskautið yfir norðanverðu Kanada. Mun meiri landmassi og mannfjöldi er á norðurslóðum en á suðurslóðum.
Neptúnus Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Tengdar fréttir Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. 21. janúar 2025 13:03 Slökkva á tækjum næstvíðförlasta geimfarsins til að lengja líf þess Verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA slökktu á einu mælitækja Voyager 2, næstvíðförlasta geimfars sögunnar, til þess að spara orku og framlengja líftíma þess í síðasta mánuði. Farið hefur þegar verið í geimnum í hátt í hálfa öld. 3. október 2024 09:50 Nýjar ljósmyndir Webb sýna Neptúnus í nýju ljósi Ný ljósmynd hefur verið tekin af plánetunni Neptúnusi með aðstoð Webb sjónaukans. Myndin er sú skýrasta sem náðst hefur af ísplánetunni í áratugi og sýna hringi Neptúnusar í nýju ljósi. 26. desember 2023 19:43 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. 21. janúar 2025 13:03
Slökkva á tækjum næstvíðförlasta geimfarsins til að lengja líf þess Verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA slökktu á einu mælitækja Voyager 2, næstvíðförlasta geimfars sögunnar, til þess að spara orku og framlengja líftíma þess í síðasta mánuði. Farið hefur þegar verið í geimnum í hátt í hálfa öld. 3. október 2024 09:50
Nýjar ljósmyndir Webb sýna Neptúnus í nýju ljósi Ný ljósmynd hefur verið tekin af plánetunni Neptúnusi með aðstoð Webb sjónaukans. Myndin er sú skýrasta sem náðst hefur af ísplánetunni í áratugi og sýna hringi Neptúnusar í nýju ljósi. 26. desember 2023 19:43