Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. mars 2025 15:16 Baldur Fritz Bjarnason var langmarkahæstur í Olís-deild karla í vetur. Hann skoraði 211 mörk. Næstu menn, Reynir Þór Stefánsson úr Fram og Gróttumaðurinn Jón Ómar Gíslason, skoruðu 159 mörk hvor. ír ÍR-ingurinn Baldur Fritz Bjarnason varð markakóngur Olís-deildar karla. Eftir því sem næst verður komist á hann metið yfir flest mörk að meðaltali í leik á einu tímabili í efstu deild karla í handbolta. Baldur skoraði tíu mörk þegar ÍR tapaði fyrir FH, 33-29, í lokaumferð Olís-deildarinnar í gær. Tapið kom ekki að sök fyrir ÍR-inga sem enduðu í 10. sæti og leika þar með í Olís-deildinni á næsta tímabili. Baldur, sem er aðeins átján ára (fæddur 2007) fór mikinn á sínu fyrsta tímabili í Olís-deildinni og varð markakóngur hennar með 211 mörk. Hann lék alla 22 leiki ÍR og var því með 9,59 mörk að meðaltali í leik. Eftir því sem næst verður komist er það met í efstu deild á Íslandi. Metið yfir flest mörk á einu tímabili var, og er enn, í eigu Arnórs Atlasonar. Hann skoraði 237 mörk fyrir KA tímabilið 2003-04, eða 9,48 mörk að meðaltali í leik. Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Arnór Atlason var markahæstur á sínu síðasta tímabili hér heima.vísir/vilhelm Baldur sló ekki metið yfir flest mörk á einu tímabili, enda voru leikirnir í deildinni fjórum fleiri tímabilið 2003-04. En metið yfir flest mörk að meðaltali í leik á einu tímabili virðist nú vera í eigu hans. Gagnagrunnur HSÍ nær þrjátíu ár aftur í tímann, eða til tímabilsins 1994-95. Upplýsingar um markakónga fyrir þann tíma eru ekki aðgengilegar. Það má þó áætla með nokkurri vissu að metið sé komið í eigu Baldurs enda voru mun færri mörk skoruð í handbolta í fyrndinni. Flest mörk að meðaltali í leik frá 1995 Baldur Fritz Bjarnason (ÍR 2025) - 9,59 Arnór Atlason (KA 2004) - 9,48 Theodór Sigurbjörnsson (ÍBV 2017) - 8,96 Julian Duranona (KA 1996) - 8,86 Halldór Jóhann Sigfússon (KA 2005) - 8,40 Mladen Cacic (ÍBV 2006) - 8,26 Ragnar Jóhannsson (Selfoss 2011) - 8,24 Haukur Þrastarson (Selfoss 2020) - 8,20 Hilmar Þórlindsson (Grótta/KR 2001) - 8,00 Jaliesky Garcia (HK 2002) - 7,88 Þrír leikmenn hafa rofið tvö hundruð marka múrinn í efstu deild frá 1995. Baldur og Arnór hafa áður verið nefndir en auk þeirra náði Theodór Sigurbjörnsson því með ÍBV tímabilið 2016-17 (233 mörk). Baldur er sonur Bjarna Fritzsonar, þjálfara ÍR, sem varð tvívegis markakóngur efstu deildar á sínum ferli. Fyrst tímabilið 2009-10 með FH (149 mörk) og svo með Akureyri tímabilið 2011-12 (163 mörk). Baldur virðist hafa erft markagenið frá föður sínum, Bjarna Fritzsyni.vísir/vilhelm Baldur er jafnframt fyrsti markakóngur ÍR í efstu deild síðan 2014-15 þegar Björgvin Þór Hólmgeirsson skoraði 168 mörk, eða 7,64 mörk að meðaltali í leik. Sturla Ásgeirsson varð markakóngur tímabilið á undan (2013-14) og Ragnar Óskarsson tímabilið 1999-00. Olís-deild karla ÍR Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Í beinni: Þrír ökuþórar keppast um heimsmeistaratitilinn Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Sport Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira
Baldur skoraði tíu mörk þegar ÍR tapaði fyrir FH, 33-29, í lokaumferð Olís-deildarinnar í gær. Tapið kom ekki að sök fyrir ÍR-inga sem enduðu í 10. sæti og leika þar með í Olís-deildinni á næsta tímabili. Baldur, sem er aðeins átján ára (fæddur 2007) fór mikinn á sínu fyrsta tímabili í Olís-deildinni og varð markakóngur hennar með 211 mörk. Hann lék alla 22 leiki ÍR og var því með 9,59 mörk að meðaltali í leik. Eftir því sem næst verður komist er það met í efstu deild á Íslandi. Metið yfir flest mörk á einu tímabili var, og er enn, í eigu Arnórs Atlasonar. Hann skoraði 237 mörk fyrir KA tímabilið 2003-04, eða 9,48 mörk að meðaltali í leik. Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Arnór Atlason var markahæstur á sínu síðasta tímabili hér heima.vísir/vilhelm Baldur sló ekki metið yfir flest mörk á einu tímabili, enda voru leikirnir í deildinni fjórum fleiri tímabilið 2003-04. En metið yfir flest mörk að meðaltali í leik á einu tímabili virðist nú vera í eigu hans. Gagnagrunnur HSÍ nær þrjátíu ár aftur í tímann, eða til tímabilsins 1994-95. Upplýsingar um markakónga fyrir þann tíma eru ekki aðgengilegar. Það má þó áætla með nokkurri vissu að metið sé komið í eigu Baldurs enda voru mun færri mörk skoruð í handbolta í fyrndinni. Flest mörk að meðaltali í leik frá 1995 Baldur Fritz Bjarnason (ÍR 2025) - 9,59 Arnór Atlason (KA 2004) - 9,48 Theodór Sigurbjörnsson (ÍBV 2017) - 8,96 Julian Duranona (KA 1996) - 8,86 Halldór Jóhann Sigfússon (KA 2005) - 8,40 Mladen Cacic (ÍBV 2006) - 8,26 Ragnar Jóhannsson (Selfoss 2011) - 8,24 Haukur Þrastarson (Selfoss 2020) - 8,20 Hilmar Þórlindsson (Grótta/KR 2001) - 8,00 Jaliesky Garcia (HK 2002) - 7,88 Þrír leikmenn hafa rofið tvö hundruð marka múrinn í efstu deild frá 1995. Baldur og Arnór hafa áður verið nefndir en auk þeirra náði Theodór Sigurbjörnsson því með ÍBV tímabilið 2016-17 (233 mörk). Baldur er sonur Bjarna Fritzsonar, þjálfara ÍR, sem varð tvívegis markakóngur efstu deildar á sínum ferli. Fyrst tímabilið 2009-10 með FH (149 mörk) og svo með Akureyri tímabilið 2011-12 (163 mörk). Baldur virðist hafa erft markagenið frá föður sínum, Bjarna Fritzsyni.vísir/vilhelm Baldur er jafnframt fyrsti markakóngur ÍR í efstu deild síðan 2014-15 þegar Björgvin Þór Hólmgeirsson skoraði 168 mörk, eða 7,64 mörk að meðaltali í leik. Sturla Ásgeirsson varð markakóngur tímabilið á undan (2013-14) og Ragnar Óskarsson tímabilið 1999-00.
Baldur Fritz Bjarnason (ÍR 2025) - 9,59 Arnór Atlason (KA 2004) - 9,48 Theodór Sigurbjörnsson (ÍBV 2017) - 8,96 Julian Duranona (KA 1996) - 8,86 Halldór Jóhann Sigfússon (KA 2005) - 8,40 Mladen Cacic (ÍBV 2006) - 8,26 Ragnar Jóhannsson (Selfoss 2011) - 8,24 Haukur Þrastarson (Selfoss 2020) - 8,20 Hilmar Þórlindsson (Grótta/KR 2001) - 8,00 Jaliesky Garcia (HK 2002) - 7,88
Olís-deild karla ÍR Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Í beinni: Þrír ökuþórar keppast um heimsmeistaratitilinn Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Sport Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira