Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Stefán Árni Pálsson skrifar 27. mars 2025 12:33 Arnór tók lífið í gegn eftir áfallið. Kaflaskil urðu í lífi Arnórs Sveinssonar fyrir um fimmtán árum þegar að hann missti náinn frænda sinn í djammferð áhafnar sem þeir tilheyrðu báðir. Arnór hafði þá unnið á sjó í um ellefu ár en ákvað að snúa við blaðinu. Lífið sem sjómaður hafi einkennst af miklu djammi og lítilli sjálfsvinnu en nú starfar hann við að leiða fólk í átt að bættu lífi og minni streitu. Tómas Arnar Þorláksson hitti Arnór í Íslandi í dag í vikunni. „Það sem leiddi mig áfram í þetta var áfall. Frændi minn dó. Við vorum saman á sjó og vorum í utanlandsferð sem öll áhöfnin var í. Til að gera langa sögu stutta þá fékk þetta áfall mig til að horfa öðruvísi á lífið. Ég fór að ferðast um heiminn, fór til Taílands og þar kemst ég í kynni við munk sem ég byrja að læra hugleiðslu hjá,“ segir Arnór sem heldur úti vefíðsunni Anda.is. Hann segir lífsstíl hans í dag öðruvísi en þegar hann var sjómaður. Mikill munur sé á honum í dag. „Maður var á frystitogara og því voru túrarnir þrjátíu til fjörutíu dagar. Svo var maður í frí í mánuð eða meira og ég var bara mikið að djamma og ekki mikið að spá í heilsunni,“ segir Arnór. Á þeim fimmtán árum sem Arnór hefur kynnt sér sjálfsrækt hefur hann kynnst allskyns aðferðum og má þar helst nefna jóga, öndun, líkamsrækt, tónheilun, stoðkerfislausnir, líffæranudd, markþjálfun og kuldaþjálfun. „Það sem hefur mestu áhrifin er öndun. Þú getur alltaf valið að breyta öndun. Ef þú andar krónískt með munninum, þá til að mynda breytir miklu fyrir taugakerfið að byrja anda með nefinu. Að breyta öndun getur haft mjög róandi áhrif á taugakerfið,“ segir Arnór. Innslagið má sjá í heild að ofan. View this post on Instagram A post shared by Arnór Sveinsson (@arnorsveinsson) Heilsa Ísland í dag Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Arnór hafði þá unnið á sjó í um ellefu ár en ákvað að snúa við blaðinu. Lífið sem sjómaður hafi einkennst af miklu djammi og lítilli sjálfsvinnu en nú starfar hann við að leiða fólk í átt að bættu lífi og minni streitu. Tómas Arnar Þorláksson hitti Arnór í Íslandi í dag í vikunni. „Það sem leiddi mig áfram í þetta var áfall. Frændi minn dó. Við vorum saman á sjó og vorum í utanlandsferð sem öll áhöfnin var í. Til að gera langa sögu stutta þá fékk þetta áfall mig til að horfa öðruvísi á lífið. Ég fór að ferðast um heiminn, fór til Taílands og þar kemst ég í kynni við munk sem ég byrja að læra hugleiðslu hjá,“ segir Arnór sem heldur úti vefíðsunni Anda.is. Hann segir lífsstíl hans í dag öðruvísi en þegar hann var sjómaður. Mikill munur sé á honum í dag. „Maður var á frystitogara og því voru túrarnir þrjátíu til fjörutíu dagar. Svo var maður í frí í mánuð eða meira og ég var bara mikið að djamma og ekki mikið að spá í heilsunni,“ segir Arnór. Á þeim fimmtán árum sem Arnór hefur kynnt sér sjálfsrækt hefur hann kynnst allskyns aðferðum og má þar helst nefna jóga, öndun, líkamsrækt, tónheilun, stoðkerfislausnir, líffæranudd, markþjálfun og kuldaþjálfun. „Það sem hefur mestu áhrifin er öndun. Þú getur alltaf valið að breyta öndun. Ef þú andar krónískt með munninum, þá til að mynda breytir miklu fyrir taugakerfið að byrja anda með nefinu. Að breyta öndun getur haft mjög róandi áhrif á taugakerfið,“ segir Arnór. Innslagið má sjá í heild að ofan. View this post on Instagram A post shared by Arnór Sveinsson (@arnorsveinsson)
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira