Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Lovísa Arnardóttir skrifar 25. mars 2025 15:36 Líklegast er að eldgosið hefjist á svipuðum slóðum og áður. Vísir/Vilhelm Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram en hægt hefur á hraða landriss síðustu vikur. Veðurstofan telur enn líklegast að kvikusöfnunartímabilinu ljúki með kvikuhlaupi eða eldgosi sem komi upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Frá þessu er greint í nýrri tilkynningu frá Veðurstofunni. Stærð mögulegs eldgoss ræðst af því hversu mikil kvika hleypur úr kvikuhólfinu þegar eldgos byrjar. Rúmmál kviku hefur aldrei verið meira eftir að goshrinan á Sundhnúksgígaröðinni hófst í desember 2023 og því telur Veðurstofan mögulegt að næsta gos verði stærra en fyrri gos að rúmmáli. Samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar er talið líklegast að kvika myndi fyrst koma upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Það hafi verið tilfellið í sex af þeim sjö gosum sem hafa orðið frá því að eldvirknin hófst í árslok 2023 með þó einni undantekningu í janúar 2024 þegar kvikan kom fyrst upp rétt suður af Hagafelli. Skjálftavirkni hefur farið hægt vaxandi undanfarnar vikur. „Vegna endurtekinna atburða á Sundhnúksgígaröðinni, þar sem kvikugangar og gossprungur hafa myndast, hefur spenna í jarðskorpunni minnkað með hverjum atburði. Það þýðir að sífellt færri og minni skjálftar mælast á svæðinu vikurnar og dagana fyrir gos en gerðu í aðdraganda fyrstu eldgosanna.“ Veðurstofan telur að eins og áður megi reikna með mjög stuttum fyrirvara áður en gýs. Í síðustu tveimur eldgosum hafi liðið um 30 til 40 mínútur frá því að fyrstu merki um skjálftahrinu sáust þangað til eldgos hófst. Þau merki sem hafa sést þegar kvika leitar til yfirborðs eru áköf smáskjálftahrina á Sundhnúksgígaröðinni, þrýstingsbreytingar í borholum HS Orku í Svartsengi, aflögun á ljósleiðara og aflögun á yfirborði sem sést á rauntíma GPS-mælingum. Samkvæmt tilkynningu er hættumat óbreytt og er í gildi til þriðjudags í næstu viku, 1. apríl. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Stærð mögulegs eldgoss ræðst af því hversu mikil kvika hleypur úr kvikuhólfinu þegar eldgos byrjar. Rúmmál kviku hefur aldrei verið meira eftir að goshrinan á Sundhnúksgígaröðinni hófst í desember 2023 og því telur Veðurstofan mögulegt að næsta gos verði stærra en fyrri gos að rúmmáli. Samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar er talið líklegast að kvika myndi fyrst koma upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Það hafi verið tilfellið í sex af þeim sjö gosum sem hafa orðið frá því að eldvirknin hófst í árslok 2023 með þó einni undantekningu í janúar 2024 þegar kvikan kom fyrst upp rétt suður af Hagafelli. Skjálftavirkni hefur farið hægt vaxandi undanfarnar vikur. „Vegna endurtekinna atburða á Sundhnúksgígaröðinni, þar sem kvikugangar og gossprungur hafa myndast, hefur spenna í jarðskorpunni minnkað með hverjum atburði. Það þýðir að sífellt færri og minni skjálftar mælast á svæðinu vikurnar og dagana fyrir gos en gerðu í aðdraganda fyrstu eldgosanna.“ Veðurstofan telur að eins og áður megi reikna með mjög stuttum fyrirvara áður en gýs. Í síðustu tveimur eldgosum hafi liðið um 30 til 40 mínútur frá því að fyrstu merki um skjálftahrinu sáust þangað til eldgos hófst. Þau merki sem hafa sést þegar kvika leitar til yfirborðs eru áköf smáskjálftahrina á Sundhnúksgígaröðinni, þrýstingsbreytingar í borholum HS Orku í Svartsengi, aflögun á ljósleiðara og aflögun á yfirborði sem sést á rauntíma GPS-mælingum. Samkvæmt tilkynningu er hættumat óbreytt og er í gildi til þriðjudags í næstu viku, 1. apríl.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira