Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. mars 2025 13:32 Kristbjörg segir óumbeðnar ráðleggingar um fegrunaraðgerðir geta haft áhrif á sjálfstraust fólks. Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og athafnakona, deilir í einlægum pistli á Instagram-síðu sinni reynslu sinni af óumbeðnum athugasemdum frá fagfólki í fegrunar- og heilbrigðisgeiranum. Hún útskýrir hvernig slíkar athugasemdir, sem oft fela í sér ráðleggingar um útlitsbreytingar undir yfirskini faglegs ráðs eða sölutals, hafa haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd hennar og vellíðan, þrátt fyrir að hún hafi aldrei óskað eftir slíkum ábendingum. Kristbjörg segir frá heimsókn sinni í fegrunarmeðferð erlendis, þar sem hún fór í LPG-tíma, nuddmeðferð sem eykur blóðflæðið og styrkir húðina. Hún hafði ekki komið á stofuna í tæpt ár þegar snyrtifræðingurinn tók á móti henni með orðunum: „Fröken, þú hefur þyngst,“ á sama tíma og hún kleip Kristbjörgu í handlegginn, magann og innanverð læri. Ekki bara einu sinni, heldur aftur og aftur í gegnum meðferðina endurtók hún þetta og lagði til aðrar meðferðir til að láta hana líta „grennri út.“ Kristbjörg hefur áður lent í sambærilegum aðstæðum. Hún segir að tveir mismunandi húðlæknar sem hún hafi heimsótt á síðasta ári hafi sagt henni að hún þyrfti nauðsynlega á bótoxi að halda til að líta betur út, þrátt fyrir að hún hafi aldrei beðið um slíkt ráð. Hún hafði einungis verið að leita leiða til að örva kollagenframleiðslu án þess að láta sprauta neinu í sig. „Ég er nokkuð örugg með sjálfa mig – en verum hreinskilin, við eigum öll okkar daga þar sem við upplifum okkur ekki sem okkar besta sjálf. Hefði þetta gerst þegar ég var yngri eða á einhvern af þeim viðkvæmari dögum, hefði þetta getað haft mikil áhrif á mig.“ „Og það er einmitt málið. Við vitum aldrei hvað aðrir eru að ganga í gegnum. Þyngdaraukning, breytingar á húð, þreytt augu – þetta getur stafað af streitu, veikindum, hormónabreytingum, lífsbreytingum eða einfaldlega því að vera mannleg. Samt eru svona athugasemdir oft látnar falla af léttúð, oft dulbúnar sem „faglegt ráð“ eða sölumál. Það er pirrandi. Það er skaðlegt. Og það er ekki í lagi. Sem einkaþjálfari myndi ég aldrei labba upp að manneskju og tjá mig á þennan hátt um líkama hennar. Það eru til hlýlegri og virðingarmeiri leiðir til að styðja við fólk. Auðvitað er ekkert að því að veita faglega ráðgjöf þegar eftir henni er óskað og hún er gefin af alúð.“ Kristbjörg hvetur fólk til að vanda orð sín, vera mild í nálgun og hætta að gera ráð fyrir að fegurð sé bundin við eina stærð, lögun eða aldur. „Sjálfstraust á að byggja upp, ekki brjóta niður. Og enginn á rétt á að græða á því að láta þér líða eins og þú sért ekki nóg.“ Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by ✨Kris J✨ (@krisjfitness) Heilsa Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Kristbjörg segir frá heimsókn sinni í fegrunarmeðferð erlendis, þar sem hún fór í LPG-tíma, nuddmeðferð sem eykur blóðflæðið og styrkir húðina. Hún hafði ekki komið á stofuna í tæpt ár þegar snyrtifræðingurinn tók á móti henni með orðunum: „Fröken, þú hefur þyngst,“ á sama tíma og hún kleip Kristbjörgu í handlegginn, magann og innanverð læri. Ekki bara einu sinni, heldur aftur og aftur í gegnum meðferðina endurtók hún þetta og lagði til aðrar meðferðir til að láta hana líta „grennri út.“ Kristbjörg hefur áður lent í sambærilegum aðstæðum. Hún segir að tveir mismunandi húðlæknar sem hún hafi heimsótt á síðasta ári hafi sagt henni að hún þyrfti nauðsynlega á bótoxi að halda til að líta betur út, þrátt fyrir að hún hafi aldrei beðið um slíkt ráð. Hún hafði einungis verið að leita leiða til að örva kollagenframleiðslu án þess að láta sprauta neinu í sig. „Ég er nokkuð örugg með sjálfa mig – en verum hreinskilin, við eigum öll okkar daga þar sem við upplifum okkur ekki sem okkar besta sjálf. Hefði þetta gerst þegar ég var yngri eða á einhvern af þeim viðkvæmari dögum, hefði þetta getað haft mikil áhrif á mig.“ „Og það er einmitt málið. Við vitum aldrei hvað aðrir eru að ganga í gegnum. Þyngdaraukning, breytingar á húð, þreytt augu – þetta getur stafað af streitu, veikindum, hormónabreytingum, lífsbreytingum eða einfaldlega því að vera mannleg. Samt eru svona athugasemdir oft látnar falla af léttúð, oft dulbúnar sem „faglegt ráð“ eða sölumál. Það er pirrandi. Það er skaðlegt. Og það er ekki í lagi. Sem einkaþjálfari myndi ég aldrei labba upp að manneskju og tjá mig á þennan hátt um líkama hennar. Það eru til hlýlegri og virðingarmeiri leiðir til að styðja við fólk. Auðvitað er ekkert að því að veita faglega ráðgjöf þegar eftir henni er óskað og hún er gefin af alúð.“ Kristbjörg hvetur fólk til að vanda orð sín, vera mild í nálgun og hætta að gera ráð fyrir að fegurð sé bundin við eina stærð, lögun eða aldur. „Sjálfstraust á að byggja upp, ekki brjóta niður. Og enginn á rétt á að græða á því að láta þér líða eins og þú sért ekki nóg.“ Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by ✨Kris J✨ (@krisjfitness)
Heilsa Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira