Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir og Árni Kristjánsson skrifa 24. mars 2025 21:01 Á næstu dögum ganga um 17 þúsund nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands að kjörborðinu og kjósa nýjan rektor í annarri umferð rektorskosninga þar sem nú er valið á milli tveggja öflugra frambjóðenda. Magnús Karl Magnússon hefur að okkar mati afar skýrar og raunhæfar hugmyndir um framþróun Háskóla Íslands, og ekki síst um hlutverk hans sem flaggskips vísinda og menningar þjóðarinnar. Hann hefur líka sýnt í kosningabaráttu sinni að hann getur og ætlar sér að gera þær að veruleika. Háskóli Íslands er háskóli okkar allra. Þar er stundað nám á yfir 400 námsleiðum og um leið er hann miðstöð vísinda og fræðastarfs sem nýtist á öllum sviðum samfélagsins. Háskólinn er nauðsynleg forsenda hagsældar og velferðar á Íslandi, stendur vörð um menningararf landsins og þegar hætta steðjar að – t.d. við eldgos, efnahagshrun og heimsfarsóttir – verðum við áþreifanlega vör við mikilvægi skólans. Magnús Karl hefur skýra og samþætta sýn á vísindalega og samfélagslega ábyrgð háskólans. Hann skilur og hefur burði til að koma sjónarmiðum háskólans rækilega að við ákvarðanir stjórnvalda um háskólasamfélagið. Hann skilur líka hvernig auka þarf vitund samfélagsins um mikilvægi vísinda og menntunar. Á 21. öldinni hefur Háskóli Íslands orðið öflugur alþjóðlegur rannsóknarháskóli þrátt fyrir að sú þróun hafi verið hægari en æskilegt er vegna skorts á fjármagni frá hinu opinbera. Fjármögnun íslenska háskólakerfisins er langt undir sambærilegum framlögum á Norðurlöndunum og það sama gildir um framlög í samkeppnissjóði á sviðum grunnvísinda. Aukin framlög eru nauðsynleg forsenda þess að Háskóli Íslands nái alþjóðlegum viðmiðum um vísinda- og fræðastarf og þjóni íslensku samfélagi sem best. Magnús Karl hefur í meira en 20 ár verið ötull talsmaður betri fjármögnunar háskólakerfisins og samkeppnissjóða – og hefur skýra stefnu um hvernig hann muni halda því áfram sem rektor skólans. Einnig hefur Magnús Karl sett mannauðsmál Háskólans á oddinn. Hann vill efla Menntasjóð námsmanna svo nemendur geti helgað sig náminu án þess að stunda vinnu, sem iðulega kemur niður á námsárangri þeirra. Hann vill berjast fyrir samkeppnishæfum launum, góðu starfsumhverfi og starfsþróun starfsfólks skólans. Þessi mikilvægu stefnuatriði eru sannarlega háð auknu fjármagni til Háskólans – og í þeirri baráttu hefur Magnús Karl skýra sýn. Af þessum ástæðum fær Magnús Karl okkar atkvæði í rektorskjörinu. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Hagfræðideild HÍ. Árni Kristjánsson, prófessor við Sálfræðideild HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á næstu dögum ganga um 17 þúsund nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands að kjörborðinu og kjósa nýjan rektor í annarri umferð rektorskosninga þar sem nú er valið á milli tveggja öflugra frambjóðenda. Magnús Karl Magnússon hefur að okkar mati afar skýrar og raunhæfar hugmyndir um framþróun Háskóla Íslands, og ekki síst um hlutverk hans sem flaggskips vísinda og menningar þjóðarinnar. Hann hefur líka sýnt í kosningabaráttu sinni að hann getur og ætlar sér að gera þær að veruleika. Háskóli Íslands er háskóli okkar allra. Þar er stundað nám á yfir 400 námsleiðum og um leið er hann miðstöð vísinda og fræðastarfs sem nýtist á öllum sviðum samfélagsins. Háskólinn er nauðsynleg forsenda hagsældar og velferðar á Íslandi, stendur vörð um menningararf landsins og þegar hætta steðjar að – t.d. við eldgos, efnahagshrun og heimsfarsóttir – verðum við áþreifanlega vör við mikilvægi skólans. Magnús Karl hefur skýra og samþætta sýn á vísindalega og samfélagslega ábyrgð háskólans. Hann skilur og hefur burði til að koma sjónarmiðum háskólans rækilega að við ákvarðanir stjórnvalda um háskólasamfélagið. Hann skilur líka hvernig auka þarf vitund samfélagsins um mikilvægi vísinda og menntunar. Á 21. öldinni hefur Háskóli Íslands orðið öflugur alþjóðlegur rannsóknarháskóli þrátt fyrir að sú þróun hafi verið hægari en æskilegt er vegna skorts á fjármagni frá hinu opinbera. Fjármögnun íslenska háskólakerfisins er langt undir sambærilegum framlögum á Norðurlöndunum og það sama gildir um framlög í samkeppnissjóði á sviðum grunnvísinda. Aukin framlög eru nauðsynleg forsenda þess að Háskóli Íslands nái alþjóðlegum viðmiðum um vísinda- og fræðastarf og þjóni íslensku samfélagi sem best. Magnús Karl hefur í meira en 20 ár verið ötull talsmaður betri fjármögnunar háskólakerfisins og samkeppnissjóða – og hefur skýra stefnu um hvernig hann muni halda því áfram sem rektor skólans. Einnig hefur Magnús Karl sett mannauðsmál Háskólans á oddinn. Hann vill efla Menntasjóð námsmanna svo nemendur geti helgað sig náminu án þess að stunda vinnu, sem iðulega kemur niður á námsárangri þeirra. Hann vill berjast fyrir samkeppnishæfum launum, góðu starfsumhverfi og starfsþróun starfsfólks skólans. Þessi mikilvægu stefnuatriði eru sannarlega háð auknu fjármagni til Háskólans – og í þeirri baráttu hefur Magnús Karl skýra sýn. Af þessum ástæðum fær Magnús Karl okkar atkvæði í rektorskjörinu. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Hagfræðideild HÍ. Árni Kristjánsson, prófessor við Sálfræðideild HÍ.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar