Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Atli Ísleifsson skrifar 24. mars 2025 12:51 Heildarafkoma ársins var jákvæð um 5,2 milljarða króna samanborið við 2,1 milljarð króna árið 2023. Vísir/Vilhelm Rekstrarafkoma samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á árinu 2024 var jákvæð um 10,7 milljarð króna samanborið við jákvæða rekstrarafkomu upp á 8,1 milljarð króna árið 2023. Heildarafkoma ársins var jákvæð um 5,2 milljarð króna Frá þessu segir í tilkynningu frá Isavia um ársuppfjör samstæðunnar. Þar kemur fram að tekjur hafi aukist um 15 prósent eða 6,9 milljarða króna og numið 51,9 milljarði króna. Farþegar um Keflavíkurflugvöll hafi verið rúmlega 8,3 milljónir á árinu samanborið við um 7,8 milljónir árið 2023. Þá segir að heildarafkoma ársins hafi verið jákvæð um 5,2 milljarð króna samanborið við 2,1 milljarð króna árið 2023. Jákvæð gengisáhrif vegna langtímalána hafi numið um 2,1 milljarði króna á árinu 2023 samanborið við 180 milljónir króna árið á undan. Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, að eldsumbrot í lok árs 2023 hafi haft neikvæð áhrif á fjölda farþega sem hafi farið um Keflavíkurflugvöll á síðasta ári. Það hafi gert það að verkum að félagið hafi ekki náð tekjumarkmiðum sínum. „Því til viðbótar fengum við hlutfallslega fleiri tengifarþega en við gerðum ráð fyrir sem hafði á sama tíma neikvæð áhrif á tekjur Keflavíkurflugvallar. Aftur á móti tökum við fagnandi á móti tengifarþegunum okkar þar sem þau styrkja tengistöðina á Keflavíkurflugvelli til framtíðar. Afkoma félagsins og arðsemi þess var engu að síður góð en til að standa undir þeirri uppbyggingu sem er fram undan er nauðsynlegt að leita áfram leiða til að auka enn frekar arðsemi af rekstri félagsins,“ er haft eftir Sveinbirni. Ennfremur segir í tilkynningunnni árið 2024 hafi verið stærsta fjárfestingaár frá stofnun félagsins en þær hafi numið um 18,0 milljörðum króna og þar af hafi um 16,9 milljarðar fallið til á Keflavíkurflugvelli. „Á þessu ári og komandi árum er áfram gert ráð fyrir miklum fjárfestingaumsvifum tengt uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar. Það er gert ráð fyrir hóflegri fjölgun farþega árið 2025 eða um 0.8% en að sú fjölgun verði drifin áfram af komufarþegum til Ísland. Þá gera áætlanir félagsins ráð fyrir að um metár verði að ræða í fjölda ferðafólks til Íslands. Aðalfundur Isavia verður haldinn 26. mars næstkomandi og þá verður ársskýrsla félagsins fyrir árið 2024 gefin út,“ segir í tilkynningunni. Lykiltölur úr ársuppgjöri Isavia 2024 Tekjur: 51.917 milljónir króna Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA): 10.659 m.kr. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) : 6.106 milljónir króna Heildarafkoma (tap) eftir skatta: 5.231 milljón króna Handbært fé: 5.889 milljónir króna Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum: 17.958 milljónir króna Eigið fé í lok tímabils: 49.293 milljónir króna Eiginfjárhlutfall: 42,9% Isavia Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Leifsstöð er orðin ígildi stóriðju. Spáð er að flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli muni skapa milli tvö og fjögur hundruð ný störf á hverju ári næsta áratuginn. 8. mars 2025 23:01 Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Isavia um ársuppfjör samstæðunnar. Þar kemur fram að tekjur hafi aukist um 15 prósent eða 6,9 milljarða króna og numið 51,9 milljarði króna. Farþegar um Keflavíkurflugvöll hafi verið rúmlega 8,3 milljónir á árinu samanborið við um 7,8 milljónir árið 2023. Þá segir að heildarafkoma ársins hafi verið jákvæð um 5,2 milljarð króna samanborið við 2,1 milljarð króna árið 2023. Jákvæð gengisáhrif vegna langtímalána hafi numið um 2,1 milljarði króna á árinu 2023 samanborið við 180 milljónir króna árið á undan. Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, að eldsumbrot í lok árs 2023 hafi haft neikvæð áhrif á fjölda farþega sem hafi farið um Keflavíkurflugvöll á síðasta ári. Það hafi gert það að verkum að félagið hafi ekki náð tekjumarkmiðum sínum. „Því til viðbótar fengum við hlutfallslega fleiri tengifarþega en við gerðum ráð fyrir sem hafði á sama tíma neikvæð áhrif á tekjur Keflavíkurflugvallar. Aftur á móti tökum við fagnandi á móti tengifarþegunum okkar þar sem þau styrkja tengistöðina á Keflavíkurflugvelli til framtíðar. Afkoma félagsins og arðsemi þess var engu að síður góð en til að standa undir þeirri uppbyggingu sem er fram undan er nauðsynlegt að leita áfram leiða til að auka enn frekar arðsemi af rekstri félagsins,“ er haft eftir Sveinbirni. Ennfremur segir í tilkynningunnni árið 2024 hafi verið stærsta fjárfestingaár frá stofnun félagsins en þær hafi numið um 18,0 milljörðum króna og þar af hafi um 16,9 milljarðar fallið til á Keflavíkurflugvelli. „Á þessu ári og komandi árum er áfram gert ráð fyrir miklum fjárfestingaumsvifum tengt uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar. Það er gert ráð fyrir hóflegri fjölgun farþega árið 2025 eða um 0.8% en að sú fjölgun verði drifin áfram af komufarþegum til Ísland. Þá gera áætlanir félagsins ráð fyrir að um metár verði að ræða í fjölda ferðafólks til Íslands. Aðalfundur Isavia verður haldinn 26. mars næstkomandi og þá verður ársskýrsla félagsins fyrir árið 2024 gefin út,“ segir í tilkynningunni. Lykiltölur úr ársuppgjöri Isavia 2024 Tekjur: 51.917 milljónir króna Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA): 10.659 m.kr. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) : 6.106 milljónir króna Heildarafkoma (tap) eftir skatta: 5.231 milljón króna Handbært fé: 5.889 milljónir króna Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum: 17.958 milljónir króna Eigið fé í lok tímabils: 49.293 milljónir króna Eiginfjárhlutfall: 42,9%
Lykiltölur úr ársuppgjöri Isavia 2024 Tekjur: 51.917 milljónir króna Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA): 10.659 m.kr. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) : 6.106 milljónir króna Heildarafkoma (tap) eftir skatta: 5.231 milljón króna Handbært fé: 5.889 milljónir króna Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum: 17.958 milljónir króna Eigið fé í lok tímabils: 49.293 milljónir króna Eiginfjárhlutfall: 42,9%
Isavia Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Leifsstöð er orðin ígildi stóriðju. Spáð er að flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli muni skapa milli tvö og fjögur hundruð ný störf á hverju ári næsta áratuginn. 8. mars 2025 23:01 Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira
Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Leifsstöð er orðin ígildi stóriðju. Spáð er að flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli muni skapa milli tvö og fjögur hundruð ný störf á hverju ári næsta áratuginn. 8. mars 2025 23:01