Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Atli Ísleifsson skrifar 24. mars 2025 12:51 Heildarafkoma ársins var jákvæð um 5,2 milljarða króna samanborið við 2,1 milljarð króna árið 2023. Vísir/Vilhelm Rekstrarafkoma samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á árinu 2024 var jákvæð um 10,7 milljarð króna samanborið við jákvæða rekstrarafkomu upp á 8,1 milljarð króna árið 2023. Heildarafkoma ársins var jákvæð um 5,2 milljarð króna Frá þessu segir í tilkynningu frá Isavia um ársuppfjör samstæðunnar. Þar kemur fram að tekjur hafi aukist um 15 prósent eða 6,9 milljarða króna og numið 51,9 milljarði króna. Farþegar um Keflavíkurflugvöll hafi verið rúmlega 8,3 milljónir á árinu samanborið við um 7,8 milljónir árið 2023. Þá segir að heildarafkoma ársins hafi verið jákvæð um 5,2 milljarð króna samanborið við 2,1 milljarð króna árið 2023. Jákvæð gengisáhrif vegna langtímalána hafi numið um 2,1 milljarði króna á árinu 2023 samanborið við 180 milljónir króna árið á undan. Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, að eldsumbrot í lok árs 2023 hafi haft neikvæð áhrif á fjölda farþega sem hafi farið um Keflavíkurflugvöll á síðasta ári. Það hafi gert það að verkum að félagið hafi ekki náð tekjumarkmiðum sínum. „Því til viðbótar fengum við hlutfallslega fleiri tengifarþega en við gerðum ráð fyrir sem hafði á sama tíma neikvæð áhrif á tekjur Keflavíkurflugvallar. Aftur á móti tökum við fagnandi á móti tengifarþegunum okkar þar sem þau styrkja tengistöðina á Keflavíkurflugvelli til framtíðar. Afkoma félagsins og arðsemi þess var engu að síður góð en til að standa undir þeirri uppbyggingu sem er fram undan er nauðsynlegt að leita áfram leiða til að auka enn frekar arðsemi af rekstri félagsins,“ er haft eftir Sveinbirni. Ennfremur segir í tilkynningunnni árið 2024 hafi verið stærsta fjárfestingaár frá stofnun félagsins en þær hafi numið um 18,0 milljörðum króna og þar af hafi um 16,9 milljarðar fallið til á Keflavíkurflugvelli. „Á þessu ári og komandi árum er áfram gert ráð fyrir miklum fjárfestingaumsvifum tengt uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar. Það er gert ráð fyrir hóflegri fjölgun farþega árið 2025 eða um 0.8% en að sú fjölgun verði drifin áfram af komufarþegum til Ísland. Þá gera áætlanir félagsins ráð fyrir að um metár verði að ræða í fjölda ferðafólks til Íslands. Aðalfundur Isavia verður haldinn 26. mars næstkomandi og þá verður ársskýrsla félagsins fyrir árið 2024 gefin út,“ segir í tilkynningunni. Lykiltölur úr ársuppgjöri Isavia 2024 Tekjur: 51.917 milljónir króna Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA): 10.659 m.kr. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) : 6.106 milljónir króna Heildarafkoma (tap) eftir skatta: 5.231 milljón króna Handbært fé: 5.889 milljónir króna Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum: 17.958 milljónir króna Eigið fé í lok tímabils: 49.293 milljónir króna Eiginfjárhlutfall: 42,9% Isavia Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Leifsstöð er orðin ígildi stóriðju. Spáð er að flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli muni skapa milli tvö og fjögur hundruð ný störf á hverju ári næsta áratuginn. 8. mars 2025 23:01 Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Isavia um ársuppfjör samstæðunnar. Þar kemur fram að tekjur hafi aukist um 15 prósent eða 6,9 milljarða króna og numið 51,9 milljarði króna. Farþegar um Keflavíkurflugvöll hafi verið rúmlega 8,3 milljónir á árinu samanborið við um 7,8 milljónir árið 2023. Þá segir að heildarafkoma ársins hafi verið jákvæð um 5,2 milljarð króna samanborið við 2,1 milljarð króna árið 2023. Jákvæð gengisáhrif vegna langtímalána hafi numið um 2,1 milljarði króna á árinu 2023 samanborið við 180 milljónir króna árið á undan. Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, að eldsumbrot í lok árs 2023 hafi haft neikvæð áhrif á fjölda farþega sem hafi farið um Keflavíkurflugvöll á síðasta ári. Það hafi gert það að verkum að félagið hafi ekki náð tekjumarkmiðum sínum. „Því til viðbótar fengum við hlutfallslega fleiri tengifarþega en við gerðum ráð fyrir sem hafði á sama tíma neikvæð áhrif á tekjur Keflavíkurflugvallar. Aftur á móti tökum við fagnandi á móti tengifarþegunum okkar þar sem þau styrkja tengistöðina á Keflavíkurflugvelli til framtíðar. Afkoma félagsins og arðsemi þess var engu að síður góð en til að standa undir þeirri uppbyggingu sem er fram undan er nauðsynlegt að leita áfram leiða til að auka enn frekar arðsemi af rekstri félagsins,“ er haft eftir Sveinbirni. Ennfremur segir í tilkynningunnni árið 2024 hafi verið stærsta fjárfestingaár frá stofnun félagsins en þær hafi numið um 18,0 milljörðum króna og þar af hafi um 16,9 milljarðar fallið til á Keflavíkurflugvelli. „Á þessu ári og komandi árum er áfram gert ráð fyrir miklum fjárfestingaumsvifum tengt uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar. Það er gert ráð fyrir hóflegri fjölgun farþega árið 2025 eða um 0.8% en að sú fjölgun verði drifin áfram af komufarþegum til Ísland. Þá gera áætlanir félagsins ráð fyrir að um metár verði að ræða í fjölda ferðafólks til Íslands. Aðalfundur Isavia verður haldinn 26. mars næstkomandi og þá verður ársskýrsla félagsins fyrir árið 2024 gefin út,“ segir í tilkynningunni. Lykiltölur úr ársuppgjöri Isavia 2024 Tekjur: 51.917 milljónir króna Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA): 10.659 m.kr. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) : 6.106 milljónir króna Heildarafkoma (tap) eftir skatta: 5.231 milljón króna Handbært fé: 5.889 milljónir króna Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum: 17.958 milljónir króna Eigið fé í lok tímabils: 49.293 milljónir króna Eiginfjárhlutfall: 42,9%
Lykiltölur úr ársuppgjöri Isavia 2024 Tekjur: 51.917 milljónir króna Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA): 10.659 m.kr. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) : 6.106 milljónir króna Heildarafkoma (tap) eftir skatta: 5.231 milljón króna Handbært fé: 5.889 milljónir króna Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum: 17.958 milljónir króna Eigið fé í lok tímabils: 49.293 milljónir króna Eiginfjárhlutfall: 42,9%
Isavia Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Leifsstöð er orðin ígildi stóriðju. Spáð er að flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli muni skapa milli tvö og fjögur hundruð ný störf á hverju ári næsta áratuginn. 8. mars 2025 23:01 Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Sjá meira
Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Leifsstöð er orðin ígildi stóriðju. Spáð er að flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli muni skapa milli tvö og fjögur hundruð ný störf á hverju ári næsta áratuginn. 8. mars 2025 23:01