Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. mars 2025 00:08 Ingvar Smári Birgisson er fulltrúi í stjórn Ríkisútvarpsins fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varaformaður stjórnarinnar. Hann telur Rúv þurfa að svara betur fyrir ásakanir á hendur stofuninni. Vísir/Vilhelm og aðsend Stjórnarmaður í stjórn Ríkisútvarpsins bókaði á fundi stjórnarinnar að stofnunin þyrfti að bregðast við alvarlegum ásökunum á hendur henni vegna byrlunarmálsins umfram það sem þegar hefði verið gert með ítarlegri upplýsingagjöf. Þannig mætti verja orðspor og heiður Ríkisútvarpsins. Þetta kemur fram í fundargerð frá stjórnarfundi Ríkisútvarpsins þann 28. febrúar síðastliðinn. Fréttastofa Rúv fjallaði fyrst um málið. Sjötti og síðasti liður fundarins hét „sérumræða um mál sem var til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra“ og var hann tekinn fyrir af einum stjórnarmanni, Ingvari Smára Birgissyni. Málið var til rannsóknar í rúm þrjú ár áður en það var látið niður falla, sem ríkissaksóknari staðfesti. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar, óskaði eftir því við Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að stofnuð yrði rannsóknarnefnd um byrlunarmálið svokallað. Tekin verður ákvörðun um það hvort nefndin taki málið fyrir þegar starfsmaður hennar hefur unnið útdrátt úr gögnum málsins. Útvarpsstjóri ítrekaði fyrri yfirlýsingar Í sérumræðu fundarins gerði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, grein fyrir því að hvorki hann né aðrir stjórnendur Ríkisútvarpsins hefðu vitneskju um málið umfram það sem fram hafi komið opinberlega og í rannsóknargögnum. Hann gerði í kjölfarið grein fyrir samskiptum sínum við lögreglu í tengslum við málið sem hefðu falist í þremur erindum og svörum við þeim. Þá sagði hann að fullyrðingar um að rannsókn málsins hafi tafist af þessum ástæðum vera rangar. Jafnframt væri rangt að símanúmer sem fréttamenn Kveiks notuðu hafi verið skráð í apríl 2021, það hafi verið skráð þremur árum fyrr. Útvarpsstjóri minnti síðan á yfirlýsingu hans og fréttastjóra frá febrúar 2022 þegar rannsókn lögreglu hófst. Þar hafi komið fram að forsenda fyrir því að fjölmiðlar gætu rækt hlutverk sitt væri að þeir gætu tekið við upplýsingum í trúnaði án þess að gera grein fyrir því hvaðan eða frá hverjum þær kæmu. Ásakanir sem þurfi að svara með skilmerkilegum hætti Eftir að útvarpsstjóri lauk máli sínu bókaði Ingvar Smári bókun sem hljóðaði svo: „Mikilvægt er að Ríkisútvarpið bregðist umfram það sem þegar hefur verið gert við þeim alvarlegu ásökunum, sem eru hafðar uppi gagnvart stofnuninnni í málinu. Um alvarlegar ásakanir er að ræða sem nauðsynlegt er að svara með skilmerkilegum hætti og ítarlegri upplýsingagjöf, með það að markmiði að staðreyndir málsins liggi fyrir og málið verði upplýst eins og kostur er. Þannig telur undirritaður að best megi verja orðspor og heiður Ríkisútvarpsins.“ Byrlunar- og símastuldarmálið Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð frá stjórnarfundi Ríkisútvarpsins þann 28. febrúar síðastliðinn. Fréttastofa Rúv fjallaði fyrst um málið. Sjötti og síðasti liður fundarins hét „sérumræða um mál sem var til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra“ og var hann tekinn fyrir af einum stjórnarmanni, Ingvari Smára Birgissyni. Málið var til rannsóknar í rúm þrjú ár áður en það var látið niður falla, sem ríkissaksóknari staðfesti. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar, óskaði eftir því við Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að stofnuð yrði rannsóknarnefnd um byrlunarmálið svokallað. Tekin verður ákvörðun um það hvort nefndin taki málið fyrir þegar starfsmaður hennar hefur unnið útdrátt úr gögnum málsins. Útvarpsstjóri ítrekaði fyrri yfirlýsingar Í sérumræðu fundarins gerði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, grein fyrir því að hvorki hann né aðrir stjórnendur Ríkisútvarpsins hefðu vitneskju um málið umfram það sem fram hafi komið opinberlega og í rannsóknargögnum. Hann gerði í kjölfarið grein fyrir samskiptum sínum við lögreglu í tengslum við málið sem hefðu falist í þremur erindum og svörum við þeim. Þá sagði hann að fullyrðingar um að rannsókn málsins hafi tafist af þessum ástæðum vera rangar. Jafnframt væri rangt að símanúmer sem fréttamenn Kveiks notuðu hafi verið skráð í apríl 2021, það hafi verið skráð þremur árum fyrr. Útvarpsstjóri minnti síðan á yfirlýsingu hans og fréttastjóra frá febrúar 2022 þegar rannsókn lögreglu hófst. Þar hafi komið fram að forsenda fyrir því að fjölmiðlar gætu rækt hlutverk sitt væri að þeir gætu tekið við upplýsingum í trúnaði án þess að gera grein fyrir því hvaðan eða frá hverjum þær kæmu. Ásakanir sem þurfi að svara með skilmerkilegum hætti Eftir að útvarpsstjóri lauk máli sínu bókaði Ingvar Smári bókun sem hljóðaði svo: „Mikilvægt er að Ríkisútvarpið bregðist umfram það sem þegar hefur verið gert við þeim alvarlegu ásökunum, sem eru hafðar uppi gagnvart stofnuninnni í málinu. Um alvarlegar ásakanir er að ræða sem nauðsynlegt er að svara með skilmerkilegum hætti og ítarlegri upplýsingagjöf, með það að markmiði að staðreyndir málsins liggi fyrir og málið verði upplýst eins og kostur er. Þannig telur undirritaður að best megi verja orðspor og heiður Ríkisútvarpsins.“
Byrlunar- og símastuldarmálið Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira