Einsleit Edda Jódís Skúladóttir skrifar 23. mars 2025 22:30 Þann 8. október síðastliðinn hélt ég ræðu á Alþingi undir liðnum störf þingsins og fjallaði ég þar um myndina Ljósvíkingar. Í ræðu minni segi ég meðal annars „Íslensk kvikmyndagerð er á heimsmælikvarða. Hún skilar fjölda starfa, styrkir íslenska tungu og lyftir okkar samfélagi og menningu“ Myndin Ljósvíkingar hefur hlotið mikla og verðskuldaða athygli langt út fyrir landsteinana en í myndinni er fjallað um tvo málaflokka sem standa hjarta mínu nær en það eru verndun hins íslenska bátaarfs og málefni hinsegin fólks. Ég er svo sannarlega ekki ein um að hafa verið ánægð með myndina því hún hlaut gríðarlega góðar viðtökur í kvikmyndahúsum og í janúar var myndin sýnd á Palm Springs International Film Festival í Bandaríkjunum og hlaut þar standandi lófaklapp. Myndin er tilnefnd til fjölda Edduverðlauna. Alls eru tilnefningarnar níu talsins og eru þær meðal annars sem kvikmynd ársins, handrit ársins, leikari ársins í aðalhlutverki, leikkona ársins í auka hlutverki og leikstjóri ársins. Allt sjálfsagt verðskuldað. En það slær mig að sjá Örnu Magneu Danks ekki tilnefnda sem leikkonu ársins og verð að spyrja mig hverju það sætir. Arna Magnea Danks á stórleik í myndinni og hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína. Eftir að myndin var sýnd í Barndaríkjunum var henni meðal annars líkt við leikkonuna Karla Sofía Gascón sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Emilia Pérex. En hvað veldur því að mynd, sem að mínu mati hefði aldrei náð sama flugi án aðal leikonunnar, sé tilnefnd til flestra verðlauna á Eddunni utan tilnefningar fyrir leikkonu ársins í aðal hlutverki? Arna Magnea sótti ekki Palm Springs hátíðina að þeirri einföldu ástæðu að íslenskt trans fólk treystir sér ekki til Bandaríkjanna eins og staðan er þar Vestan hafs. Aðför að réttindum trans fólks er bæði hörð og hættuleg þar vestra og dæmi eru um það að trans fólk sé hreinlega komið á flótta frá Bandaríkjunum vegna ógna Trumpstjórnarinnar í þeirra garð. Það var ánægjulegt að heyra utnaríkisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, segja frá því á dögunum að Utanríkisráðuneytið undirbúi ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk. Það er raunverulega orðið hættulegt fyrir ákveðna hópa að ferðast á Vesturlölndum! Ísland er í fremst í röð þegar kemur að réttindum hinsegin fólks en orðræðan, bakslagið, þöggunin og glerþökin færast nær og eru byrjuð að hafa áhrif hér á litla Íslandi. Það að fyrsta opinberlega trans leikkonan sem hefur með stórleik sínum rutt brautina og er fyrirmynd fyrir ungt hinsegin listafólk sé ekki tilnefnd til Eddunnar er mér óskiljanlegt. Ég veit að það eru aldrei öll tilnefnd. Ég veit að oftast eru skiptar skoðanir um verðlaun og tilnefningar. En listin er okkar sterkasta tjáningarform í heimi sem stendur á tímamótum þegar kemur að mannréttindum. Í flestu er pólitík, við nýtum þau tækifæri sem við höfum til þess að standa með mannréttindum og koma okkar viðhorfum á framfæri. Arna Magnea Danks hefði að mínu mati verið vel að Edduverðlaunum komin en þær sem eru tilnefndar eru það líka. Málið snýst því fyrst og fremst um þá ótrúlegu niðurstöðu þeirra sem því ráða að Arna Magnea sé ekki tilnefndi til verðlauna fyrir frammistöðu sem sem hefur brotið blað í íslenskri kvikmyndasögu. Ég hef staðið með íslenskri kvikmyndagerð árum saman, hvort heldur sem aðstandandi og vinkona kvikmyndagerðarfólks og sem neytand íslenskra kvikmynda. En ekki síst nýtti ég rödd mína á meðan ég sat á þingi og barðist fyrir fjármögnun og viðurkenningu íslenskrar kvikmyndagerðar alls staðar þar sem ég hafði tækifæri til. Ég vona að íslensk kvikmyndagerð standi með mannréttindum og noti sín tækifæri til þess að efla, styðja og auðga fjölbreytta flóru. Ekki síst kvenna, hinsegin fólks og allra þeirra annara sem ekki njóta fyllstu forréttinda í íslensku samfélagi. Einhæft samfélag skapar einhæfa list, einhæf list skapar einhæft samfélag. Höfundur er fyrrverandi þingkona og áhugamanneskja um íslenska kvikmyndagerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Edduverðlaunin Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni trans fólks Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Þann 8. október síðastliðinn hélt ég ræðu á Alþingi undir liðnum störf þingsins og fjallaði ég þar um myndina Ljósvíkingar. Í ræðu minni segi ég meðal annars „Íslensk kvikmyndagerð er á heimsmælikvarða. Hún skilar fjölda starfa, styrkir íslenska tungu og lyftir okkar samfélagi og menningu“ Myndin Ljósvíkingar hefur hlotið mikla og verðskuldaða athygli langt út fyrir landsteinana en í myndinni er fjallað um tvo málaflokka sem standa hjarta mínu nær en það eru verndun hins íslenska bátaarfs og málefni hinsegin fólks. Ég er svo sannarlega ekki ein um að hafa verið ánægð með myndina því hún hlaut gríðarlega góðar viðtökur í kvikmyndahúsum og í janúar var myndin sýnd á Palm Springs International Film Festival í Bandaríkjunum og hlaut þar standandi lófaklapp. Myndin er tilnefnd til fjölda Edduverðlauna. Alls eru tilnefningarnar níu talsins og eru þær meðal annars sem kvikmynd ársins, handrit ársins, leikari ársins í aðalhlutverki, leikkona ársins í auka hlutverki og leikstjóri ársins. Allt sjálfsagt verðskuldað. En það slær mig að sjá Örnu Magneu Danks ekki tilnefnda sem leikkonu ársins og verð að spyrja mig hverju það sætir. Arna Magnea Danks á stórleik í myndinni og hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína. Eftir að myndin var sýnd í Barndaríkjunum var henni meðal annars líkt við leikkonuna Karla Sofía Gascón sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Emilia Pérex. En hvað veldur því að mynd, sem að mínu mati hefði aldrei náð sama flugi án aðal leikonunnar, sé tilnefnd til flestra verðlauna á Eddunni utan tilnefningar fyrir leikkonu ársins í aðal hlutverki? Arna Magnea sótti ekki Palm Springs hátíðina að þeirri einföldu ástæðu að íslenskt trans fólk treystir sér ekki til Bandaríkjanna eins og staðan er þar Vestan hafs. Aðför að réttindum trans fólks er bæði hörð og hættuleg þar vestra og dæmi eru um það að trans fólk sé hreinlega komið á flótta frá Bandaríkjunum vegna ógna Trumpstjórnarinnar í þeirra garð. Það var ánægjulegt að heyra utnaríkisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, segja frá því á dögunum að Utanríkisráðuneytið undirbúi ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk. Það er raunverulega orðið hættulegt fyrir ákveðna hópa að ferðast á Vesturlölndum! Ísland er í fremst í röð þegar kemur að réttindum hinsegin fólks en orðræðan, bakslagið, þöggunin og glerþökin færast nær og eru byrjuð að hafa áhrif hér á litla Íslandi. Það að fyrsta opinberlega trans leikkonan sem hefur með stórleik sínum rutt brautina og er fyrirmynd fyrir ungt hinsegin listafólk sé ekki tilnefnd til Eddunnar er mér óskiljanlegt. Ég veit að það eru aldrei öll tilnefnd. Ég veit að oftast eru skiptar skoðanir um verðlaun og tilnefningar. En listin er okkar sterkasta tjáningarform í heimi sem stendur á tímamótum þegar kemur að mannréttindum. Í flestu er pólitík, við nýtum þau tækifæri sem við höfum til þess að standa með mannréttindum og koma okkar viðhorfum á framfæri. Arna Magnea Danks hefði að mínu mati verið vel að Edduverðlaunum komin en þær sem eru tilnefndar eru það líka. Málið snýst því fyrst og fremst um þá ótrúlegu niðurstöðu þeirra sem því ráða að Arna Magnea sé ekki tilnefndi til verðlauna fyrir frammistöðu sem sem hefur brotið blað í íslenskri kvikmyndasögu. Ég hef staðið með íslenskri kvikmyndagerð árum saman, hvort heldur sem aðstandandi og vinkona kvikmyndagerðarfólks og sem neytand íslenskra kvikmynda. En ekki síst nýtti ég rödd mína á meðan ég sat á þingi og barðist fyrir fjármögnun og viðurkenningu íslenskrar kvikmyndagerðar alls staðar þar sem ég hafði tækifæri til. Ég vona að íslensk kvikmyndagerð standi með mannréttindum og noti sín tækifæri til þess að efla, styðja og auðga fjölbreytta flóru. Ekki síst kvenna, hinsegin fólks og allra þeirra annara sem ekki njóta fyllstu forréttinda í íslensku samfélagi. Einhæft samfélag skapar einhæfa list, einhæf list skapar einhæft samfélag. Höfundur er fyrrverandi þingkona og áhugamanneskja um íslenska kvikmyndagerð.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun