„Verður að vera þolinmæði og verður að vera bjartsýni“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. mars 2025 19:47 Orri Steinn Óskarsson fagnar marki sínu í kvöld. EPA-EFE/Marcial Guillen Orri Steinn Óskarsson skoraði eina mark íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er liðið mátti þola 1-3 tap gegn Kósovó í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Orri kom íslenska liðinu yfir strax á 2. mínútu leiksins, en eftir það áttu íslensku strákarnir í miklu basli og þurft að lokum að sætta sig við 1-3 tap. Kósovó vann því einvígið samanlagt 5-2 og Ísland er fallið niður í C-deild Þjóðadeildarinnar. „Við byrjum vel og auðvitað er svekkjandi að missa taktinn niður. Baráttan var ekki til staðar og við vorum ekki að vinna 50/50 boltana. Sérstaklega ekki í fyrri hálfleik,“ sagði Orri í leikslok. „Síðan lendum við auðvitað bara í erfiðri stöðu þegar við missum mann af velli, en það er auðvitað bara partur af leiknum. Við þurftum að díla við það og gerðum það mjög vel. En bara mjög svekkjandi.“ Hann gat þó ekki sagt til um það hvers vegna íslenska liðið virtist trekk í trekk lenda undir í baráttunni gegn Kósovó. „Það er auðvitað bara erfitt að segja. Sem leikmanni inni á vellinum leið manni bara eins og hitt liðið fengi smá kraft við það að spila vel og komast á okkar vallarhelming. Það dró smá orkuna úr okkur, en þeir spiluðu bara mjög vel í dag og voru betri en við. Við hefðum klárlega átt að gera betur.“ Klippa: Svekktur fyrirliði Þrátt fyrir að leikur kvöldsins hafi tæknilega séð verið heimaleikur Íslands fór hann alls ekki fram á Íslandi. Leikið var í Murcia á Spáni, en þó var nóg af Íslendingum í stúkunni til að styðja við bakið á strákunum. „Það er auðvitað bara geggjað að sjá alla og það gaf manni bros á vör í upphitun. Gaman að heyra lagið og finna fyrir stuðningi þegar við getum ekki verið á heimavelli. Það gefur okkur mikið og bætir ofan á svekkelsið að hafa ekki náð að vinna.“ Íslenska liðið hefur nú tapað fyrstu tveimur leikjunum sínum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, en Orri ætlar sér þó frekar að horfa fram á veginn. „Það er mikilvægt að við horfum fram á við og séum ekki að dvelja á þessu of lengi. Þetta má ekki vera of neikvætt. Það verður að vera þolinmæði og það verður að vera bjartsýni því við erum með ungt lið og nýjan þjálfara. Efnilegan þjálfara og efnilegt lið og það eru svo margir möguleikar í þessu liði og í þessum þjálfara. Við verðum öll að vera á bakvið okkur. Sérstaklega núna þegar við eigum tvo æfingaleiki. Mikilvægri æfingaleikir sem við ætlum að nota og svo er það bara undankeppni HM. Þá ætlum við svo sannarlega að vera „on-it“ og það er skylda að vera „on-it“. Okkur hlakkar til að bæta okkur sem lið og vera klárir í undankeppni HM,“ sagði Orri að lokum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira
Orri kom íslenska liðinu yfir strax á 2. mínútu leiksins, en eftir það áttu íslensku strákarnir í miklu basli og þurft að lokum að sætta sig við 1-3 tap. Kósovó vann því einvígið samanlagt 5-2 og Ísland er fallið niður í C-deild Þjóðadeildarinnar. „Við byrjum vel og auðvitað er svekkjandi að missa taktinn niður. Baráttan var ekki til staðar og við vorum ekki að vinna 50/50 boltana. Sérstaklega ekki í fyrri hálfleik,“ sagði Orri í leikslok. „Síðan lendum við auðvitað bara í erfiðri stöðu þegar við missum mann af velli, en það er auðvitað bara partur af leiknum. Við þurftum að díla við það og gerðum það mjög vel. En bara mjög svekkjandi.“ Hann gat þó ekki sagt til um það hvers vegna íslenska liðið virtist trekk í trekk lenda undir í baráttunni gegn Kósovó. „Það er auðvitað bara erfitt að segja. Sem leikmanni inni á vellinum leið manni bara eins og hitt liðið fengi smá kraft við það að spila vel og komast á okkar vallarhelming. Það dró smá orkuna úr okkur, en þeir spiluðu bara mjög vel í dag og voru betri en við. Við hefðum klárlega átt að gera betur.“ Klippa: Svekktur fyrirliði Þrátt fyrir að leikur kvöldsins hafi tæknilega séð verið heimaleikur Íslands fór hann alls ekki fram á Íslandi. Leikið var í Murcia á Spáni, en þó var nóg af Íslendingum í stúkunni til að styðja við bakið á strákunum. „Það er auðvitað bara geggjað að sjá alla og það gaf manni bros á vör í upphitun. Gaman að heyra lagið og finna fyrir stuðningi þegar við getum ekki verið á heimavelli. Það gefur okkur mikið og bætir ofan á svekkelsið að hafa ekki náð að vinna.“ Íslenska liðið hefur nú tapað fyrstu tveimur leikjunum sínum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, en Orri ætlar sér þó frekar að horfa fram á veginn. „Það er mikilvægt að við horfum fram á við og séum ekki að dvelja á þessu of lengi. Þetta má ekki vera of neikvætt. Það verður að vera þolinmæði og það verður að vera bjartsýni því við erum með ungt lið og nýjan þjálfara. Efnilegan þjálfara og efnilegt lið og það eru svo margir möguleikar í þessu liði og í þessum þjálfara. Við verðum öll að vera á bakvið okkur. Sérstaklega núna þegar við eigum tvo æfingaleiki. Mikilvægri æfingaleikir sem við ætlum að nota og svo er það bara undankeppni HM. Þá ætlum við svo sannarlega að vera „on-it“ og það er skylda að vera „on-it“. Okkur hlakkar til að bæta okkur sem lið og vera klárir í undankeppni HM,“ sagði Orri að lokum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira