Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. mars 2025 20:03 Hulda vonast til þess að ná að fjármagna spilið og stuðla þannig að bættri líðan barna á Íslandi. Sálfræðingurinn Hulda Jónsdóttir Tölgyes safnar nú fyrir útgáfu spilsins Vinaskógar sem ætlað er börnum á yngsta stigi grunnskóla. Hulda segist með spilinu vilja hjálpa foreldrum að njóta stundar með börnunum sínum í ró og næði og hvetja börn og fjölskyldur til að rækta tengslin. „Ég vona að Vinaskógur geti orðið eitt púsl í stóru myndinni sem geti aðstoðað krakka við tengslamyndun og veitt foreldrum tækifæri á að eyða dýrmætum tíma með börnunum sínum,“ segir Hulda í samtali við Vísi. Hún hefur hrundið af stað hópfjármögnun á Karolinafund fyrir spilinu en uppsetning er í höndum Árna Torfa og á Litla-Prent að sjá um prentunina. Í spilinu eru níutíu spil með myndum af dýrum sem bjóða þátttakendum að segja frá, hlýða á eða gera léttar núvitundaræfingar. Að sögn Huldu einkennast spilin af sex megin áherslum sem tengjast sjálfsmildi, tengslum, meðvitund, visku og vináttu. Í gegnum spilin skapist rými fyrir fullorðna og börn til að styrkja tengsl og tala saman um reynslu sína og tilfinningar. Ekki er áhersla á keppni. Dæmi um spil í Vinaskógi. Mikilvæg forvörn að mynda tengsl Hulda starfar sem sálfræðingur og styðst við samkenndarmiðaða nálgun. Hún segir marga vera að vinna úr áföllum og mörg hafi sem börn þurft á meiri tengslum, stuðningi og hlýju frá foreldrum sínum að halda. „Barn sem fær ekki nægan stuðning og hlýju og er ekki í öruggum tengslum við foreldra sína getur upplifað erfiðleika sem oft birtist á fullorðinsárum samhliða nýjum tengslum eins og til dæmis nánum samböndum og barneignum.“ Spilið byggir á innsýn, þekkingu og reynslu Huldu af því að aðstoða fólk að takast á við áföll, þótt Hulda segi að spilið sjálft snúist þó ekkert um áföll heldur frekar það að geta þekkt tilfinningar, tengst og hlustað á líkamann. „Þótt að það sé hannað út frá þessari reynslu og hugsað sem ákveðin forvörn þá er spilið fyrst og fremst afþreying og samverustund sem getur leitt til dýpri tengsla milli fullorðinna og barna.“ Gott að draga okkur inn í núið Talið berst að þeirri miklu umræðu sem farið hefur fram um aukið ofbeldi meðal barna að undanförnu. Hulda segist vona að spilið geti orðið til þess að efla tengslamyndun og stuðla að vellíðan fleiri barna. „Þannig að við getum verið saman, börnin og foreldrarnir í hæglæti og ró þar sem er ekki einhver truflun, einhver í símanum eða tölvunni. Ekki það að ég sé á móti því að fólk noti snjallsíma og sjónvarp og svona en ég held að það sé þess virði fyrir okkur að hafa eitthvað eins og Vinaskóg sem getur dregið okkur inn í núið, þar sem við getum æft okkur að tala um tilfinnningar, setja orð á líðan og bara næra þessi tengsl. Horfa á hvort annað og vera saman.“ Talið berst þá að samfélagsmiðlanotkun barna og fullorðinna sem hefur tekið stöðugt meira pláss í lífum okkar allra. Hulda segist vona að spilið geti dregið okkur út úr okkar eigin heimi en hún segir marga fasta í viðvarandi streituástandi. Hún vonist því innilega til þess að ná að fjármagna spilið en þegar þetta er skrifað hefur náðst að safna 41 prósent af markmiðinu á Karolinafund. „Og það gerist í streitu að við reynum að róa okkur og gerum það þá gjarnan með aðferðum sem næra okkur ekki, eins og til dæmis að skrolla. Auðvitað getur verið allt í lagi fyrir börn að spila tölvuleiki en það skiptir máli hvers vegna og hvernig. Þarna erum við að nærast, með því að eiga stund saman og spila, en ekki að róa okkur me ðþví að forðast heldur með því að setjast niður saman. Við erum þannig tegund að við eigum að gera hlutina saman, ef við horfum bara aftur til baka hundruðir þúsunda ára í tímann þá eigum við að sitja saman á kvöldin, ekki ein úti í sitthvoru horninu.“ Börn og uppeldi Heilsa Ofbeldi barna Fjölskyldumál Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
„Ég vona að Vinaskógur geti orðið eitt púsl í stóru myndinni sem geti aðstoðað krakka við tengslamyndun og veitt foreldrum tækifæri á að eyða dýrmætum tíma með börnunum sínum,“ segir Hulda í samtali við Vísi. Hún hefur hrundið af stað hópfjármögnun á Karolinafund fyrir spilinu en uppsetning er í höndum Árna Torfa og á Litla-Prent að sjá um prentunina. Í spilinu eru níutíu spil með myndum af dýrum sem bjóða þátttakendum að segja frá, hlýða á eða gera léttar núvitundaræfingar. Að sögn Huldu einkennast spilin af sex megin áherslum sem tengjast sjálfsmildi, tengslum, meðvitund, visku og vináttu. Í gegnum spilin skapist rými fyrir fullorðna og börn til að styrkja tengsl og tala saman um reynslu sína og tilfinningar. Ekki er áhersla á keppni. Dæmi um spil í Vinaskógi. Mikilvæg forvörn að mynda tengsl Hulda starfar sem sálfræðingur og styðst við samkenndarmiðaða nálgun. Hún segir marga vera að vinna úr áföllum og mörg hafi sem börn þurft á meiri tengslum, stuðningi og hlýju frá foreldrum sínum að halda. „Barn sem fær ekki nægan stuðning og hlýju og er ekki í öruggum tengslum við foreldra sína getur upplifað erfiðleika sem oft birtist á fullorðinsárum samhliða nýjum tengslum eins og til dæmis nánum samböndum og barneignum.“ Spilið byggir á innsýn, þekkingu og reynslu Huldu af því að aðstoða fólk að takast á við áföll, þótt Hulda segi að spilið sjálft snúist þó ekkert um áföll heldur frekar það að geta þekkt tilfinningar, tengst og hlustað á líkamann. „Þótt að það sé hannað út frá þessari reynslu og hugsað sem ákveðin forvörn þá er spilið fyrst og fremst afþreying og samverustund sem getur leitt til dýpri tengsla milli fullorðinna og barna.“ Gott að draga okkur inn í núið Talið berst að þeirri miklu umræðu sem farið hefur fram um aukið ofbeldi meðal barna að undanförnu. Hulda segist vona að spilið geti orðið til þess að efla tengslamyndun og stuðla að vellíðan fleiri barna. „Þannig að við getum verið saman, börnin og foreldrarnir í hæglæti og ró þar sem er ekki einhver truflun, einhver í símanum eða tölvunni. Ekki það að ég sé á móti því að fólk noti snjallsíma og sjónvarp og svona en ég held að það sé þess virði fyrir okkur að hafa eitthvað eins og Vinaskóg sem getur dregið okkur inn í núið, þar sem við getum æft okkur að tala um tilfinnningar, setja orð á líðan og bara næra þessi tengsl. Horfa á hvort annað og vera saman.“ Talið berst þá að samfélagsmiðlanotkun barna og fullorðinna sem hefur tekið stöðugt meira pláss í lífum okkar allra. Hulda segist vona að spilið geti dregið okkur út úr okkar eigin heimi en hún segir marga fasta í viðvarandi streituástandi. Hún vonist því innilega til þess að ná að fjármagna spilið en þegar þetta er skrifað hefur náðst að safna 41 prósent af markmiðinu á Karolinafund. „Og það gerist í streitu að við reynum að róa okkur og gerum það þá gjarnan með aðferðum sem næra okkur ekki, eins og til dæmis að skrolla. Auðvitað getur verið allt í lagi fyrir börn að spila tölvuleiki en það skiptir máli hvers vegna og hvernig. Þarna erum við að nærast, með því að eiga stund saman og spila, en ekki að róa okkur me ðþví að forðast heldur með því að setjast niður saman. Við erum þannig tegund að við eigum að gera hlutina saman, ef við horfum bara aftur til baka hundruðir þúsunda ára í tímann þá eigum við að sitja saman á kvöldin, ekki ein úti í sitthvoru horninu.“
Börn og uppeldi Heilsa Ofbeldi barna Fjölskyldumál Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira