Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2025 06:45 Margir íbúar snéru aftur yfir Netzarim-mörkin eftir brotthvarf Ísraelshers í kjölfar vopnahlésins. Nú hafa Ísraelsmenn snúið aftur og lokað. Getty/Majdi Fathi Ísraelsher hefur hafið „afmarkaða“ aðgerð á Gasa til að taka aftur Netzarim-mörkin, sem skipta svæðinu í tvennt. Fleiri en 400 létust í loftárásum Ísraela á mánudag, þar af 183 börn og 94 konur, að sögn Hamas. Um það bil 20 eru sagðir hafa látist í aðgerðum Ísraels í nótt, þeirra á meðal starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sem lést þegar tvö gistiheimili SÞ í Deir al-Balah urðu fyrir árásum. Talsmaður António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, segir að kallað hafi verið eftir rannsókn á atvikinu, þar sem allir aðilar viti vel hvar starfsmenn SÞ hafast við og séu bundnir af alþjóðalögum að vernda þá. Herinn hefur neitað að hafa skotið á bygginguna. Guardian hefur eftir heimildarmönnum að starfsmenn einkarekins öryggisfyrirtæki sem hafði eftirlit á Netzarim-mörkunum hafi yfirgefið þau í nótt og ísraelskir hermenn tekið yfir. Þá er herinn sagður hafa lokað fyrir allar ferðir á milli norður- og suðurhluta Gasa. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir að yfirstandandi aðgerðir, sem bundu enda á vopnahléð sem ríkt hefur síðustu vikur, muni halda áfram þar til allir gíslar hafi verið látnir lausir og Hamas útrýmt. Þá beindi varnarmálaráðherrann Israel Katz orðum sínum til íbúa Gasa í gær og skoraði á þá að beita sér fyrir lausn gíslanna og endalokum Hamas. Þá myndi möguleikar opnast fyrir þeim, meðal annars að yfirgefa Gasa og leita annað. Katz er meðal þeirra sem hafa fagnað mjög hugmyndum Donald Trump Bandaríkjaforseta um að flytja íbúa Gasa frá svæðinu og byggja þar upp ferðamannaparadís. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Sjá meira
Um það bil 20 eru sagðir hafa látist í aðgerðum Ísraels í nótt, þeirra á meðal starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sem lést þegar tvö gistiheimili SÞ í Deir al-Balah urðu fyrir árásum. Talsmaður António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, segir að kallað hafi verið eftir rannsókn á atvikinu, þar sem allir aðilar viti vel hvar starfsmenn SÞ hafast við og séu bundnir af alþjóðalögum að vernda þá. Herinn hefur neitað að hafa skotið á bygginguna. Guardian hefur eftir heimildarmönnum að starfsmenn einkarekins öryggisfyrirtæki sem hafði eftirlit á Netzarim-mörkunum hafi yfirgefið þau í nótt og ísraelskir hermenn tekið yfir. Þá er herinn sagður hafa lokað fyrir allar ferðir á milli norður- og suðurhluta Gasa. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir að yfirstandandi aðgerðir, sem bundu enda á vopnahléð sem ríkt hefur síðustu vikur, muni halda áfram þar til allir gíslar hafi verið látnir lausir og Hamas útrýmt. Þá beindi varnarmálaráðherrann Israel Katz orðum sínum til íbúa Gasa í gær og skoraði á þá að beita sér fyrir lausn gíslanna og endalokum Hamas. Þá myndi möguleikar opnast fyrir þeim, meðal annars að yfirgefa Gasa og leita annað. Katz er meðal þeirra sem hafa fagnað mjög hugmyndum Donald Trump Bandaríkjaforseta um að flytja íbúa Gasa frá svæðinu og byggja þar upp ferðamannaparadís.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Sjá meira