125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson skrifar 20. mars 2025 09:01 Undanfarin ár hefur verið fjallað mikið um skort á hjúkrunarrýmum og þann gríðarlega þrýsting sem hann veldur á heilbrigðiskerfið og samfélagið í heild. Í grein sem ég skrifaði nýverið benti ég á að þúsund hjúkrunarrými vantaði þegar í gær – en nú vil ég beina kastljósinu að lausnum. Sjómannadagsráð (móðurfélag Hrafnistuheimilana) hefur bæði vilja og getu til að ráðast í uppbyggingu hjúkrunarheimilis sem myndi mæta hluta af þessum vanda, og við getum gert það hratt, vel og á hagkvæman hátt. Við höfum lengi unnið hörðum höndum að því að undirbúa frekari uppbyggingu á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem þegar er til staðar stórt hjúkrunarheimili, íbúðir aldraðra og fjölbreytt þjónusta. Nú erum við að verða klár með öll deiliskipulagsmál, og með framkvæmdum gætum við bætt við 125 hjúkrunarrýmum á tiltölulega stuttum tíma. Þetta svæði er kjörið til slíkrar uppbyggingar, enda hefur það þegar skapað öflugan samfélagslegan kjarna fyrir eldri borgara með öllu því sem fylgja þarf – góðri þjónustu og félagslífi. Helmingi minni kostnaður Við höfum áður sýnt fram á að við kunnum að byggja falleg og hagkvæm hjúkrunarheimili. Þegar við reistum Hrafnistu við Sléttuveg sýndum við ráðdeildarsemi í hönnun og framkvæmd og tókst að byggja heimili sem kostaði helmingi minna en sambærilegar opinberar framkvæmdir. Með þeirri reynslu og þekkingu sem við höfum aflað okkur vitum við að við getum byggt gott hjúkrunarheimili hratt og örugglega – en til þess þarf ríkið að koma að borðinu með leigusamning. Það er ekki nóg að byggja hjúkrunarheimili eitt og sér án þess að huga að stærra samhengi þjónustu við aldraða. Hjúkrunarheimili þarf að vera hluti af fjölbreyttum lífsgæðakjarna, eins og við sjáum á Sléttuvegi. Þar er ekki aðeins hjúkrunarheimili, heldur einnig dagþjónusta, endurhæfing, hentugar leiguíbúðir fyrir eldri borgara og þjónustumiðstöð full af lífi, viðburðum og félagslegri virkni. Þetta er leiðin sem skilar mestum lífsgæðum og bestri nýtingu fjármuna. Þúsund hjúkrunarrými vantaði í gær – en við getum byggt 125 þeirra. Nú er dauðafæri fyrir ríkið að snúa vörn í sókn með því að leggjast á sveif með Sjómannadagsráði. Til þess að við getum hafist handa þarf fyrst að semja um langtímaleigu á fasteignunum. Þeir samningar eru forsenda þess að við getum farið af stað með hönnun, undirbúning og framkvæmd. Hafa þarf hraðar hendur svo við getum mætt þessum brýna vanda án tafar. Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur verið fjallað mikið um skort á hjúkrunarrýmum og þann gríðarlega þrýsting sem hann veldur á heilbrigðiskerfið og samfélagið í heild. Í grein sem ég skrifaði nýverið benti ég á að þúsund hjúkrunarrými vantaði þegar í gær – en nú vil ég beina kastljósinu að lausnum. Sjómannadagsráð (móðurfélag Hrafnistuheimilana) hefur bæði vilja og getu til að ráðast í uppbyggingu hjúkrunarheimilis sem myndi mæta hluta af þessum vanda, og við getum gert það hratt, vel og á hagkvæman hátt. Við höfum lengi unnið hörðum höndum að því að undirbúa frekari uppbyggingu á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem þegar er til staðar stórt hjúkrunarheimili, íbúðir aldraðra og fjölbreytt þjónusta. Nú erum við að verða klár með öll deiliskipulagsmál, og með framkvæmdum gætum við bætt við 125 hjúkrunarrýmum á tiltölulega stuttum tíma. Þetta svæði er kjörið til slíkrar uppbyggingar, enda hefur það þegar skapað öflugan samfélagslegan kjarna fyrir eldri borgara með öllu því sem fylgja þarf – góðri þjónustu og félagslífi. Helmingi minni kostnaður Við höfum áður sýnt fram á að við kunnum að byggja falleg og hagkvæm hjúkrunarheimili. Þegar við reistum Hrafnistu við Sléttuveg sýndum við ráðdeildarsemi í hönnun og framkvæmd og tókst að byggja heimili sem kostaði helmingi minna en sambærilegar opinberar framkvæmdir. Með þeirri reynslu og þekkingu sem við höfum aflað okkur vitum við að við getum byggt gott hjúkrunarheimili hratt og örugglega – en til þess þarf ríkið að koma að borðinu með leigusamning. Það er ekki nóg að byggja hjúkrunarheimili eitt og sér án þess að huga að stærra samhengi þjónustu við aldraða. Hjúkrunarheimili þarf að vera hluti af fjölbreyttum lífsgæðakjarna, eins og við sjáum á Sléttuvegi. Þar er ekki aðeins hjúkrunarheimili, heldur einnig dagþjónusta, endurhæfing, hentugar leiguíbúðir fyrir eldri borgara og þjónustumiðstöð full af lífi, viðburðum og félagslegri virkni. Þetta er leiðin sem skilar mestum lífsgæðum og bestri nýtingu fjármuna. Þúsund hjúkrunarrými vantaði í gær – en við getum byggt 125 þeirra. Nú er dauðafæri fyrir ríkið að snúa vörn í sókn með því að leggjast á sveif með Sjómannadagsráði. Til þess að við getum hafist handa þarf fyrst að semja um langtímaleigu á fasteignunum. Þeir samningar eru forsenda þess að við getum farið af stað með hönnun, undirbúning og framkvæmd. Hafa þarf hraðar hendur svo við getum mætt þessum brýna vanda án tafar. Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun