Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. mars 2025 22:34 Forsetarnir tveir áttu kuldaleg og spennuþrungin orðaskipti á fundi í lok febrúar. AP/Mystyslav Chernov Donald Trump Bandaríkjaforseti og Volodímír Selenskí forseti Úkraínu sammæltust um að vinna saman að því að binda endi á stríðið við Rússa í klukkutíma löngu símtali í dag. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu þess efnis segir að símtalið hafi gengið „stórkostlega“. Símtalið var fyrsta samtal forsetanna tveggja eftir spennuþrunginn fund þeirra og J.D. Vance varaforseta Bandaríkjanna þann 28. febrúar síðastliðinn. Á honum sökuðu fulltrúar Bandaríkjanna Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi. Í tilkynningunni segir að í símtalinu hafi Selenskí þakkað Trump fyrir stuðning Bandaríkjamanna. Þá hafi þeir sammælst um að senda erindreka sína til fundar í Sádí-Arabíu á næstu dögum. Að auki hafi Selenskí beðið Trump um aukinn stuðning við varnir gegn loftárásum Rússa og Trump heitið því að aðstoða hann. Í símtalinu hafi Trump jafnframt sagt Selenskí frá því sem fór hans og Pútín Rússlandsforseta á milli í símtali í vikunni. Í því símtali hafnaði Pútín tillögu um þrjátíu daga vopnahlé, sem Trump hafði lagt fram og Úkraínumenn samþykkt. Þó hafi Pútín samþykkt að hlé yrði gert á árásum á orkuinnviði. Hléið virðist hafa staðið skammt yfir en í dag sögðu Rússar Úkraínuher hafa skotið á olíubirgðastöð í suðurhluta Rússlands meðan Úkraínumenn sökuðu Rússa um loftárásir á sjúkrahús. Selenskí lýsti símtalinu við Trump sem jákvæðu og einlægu. Þeir væru sammála um að halda áfram að beita sér fyrir tafarlausu vopnahléi. „Eitt fyrsta skrefið í átt að stríðslokum gæti verið að hætta öllum árásum á orkuinnviði og aðra innviði. Ég studdi þetta skref og Úkraína samþykkti að við erum reiðubúin að framkvæma það,“ skrifaði Selenskí að símtalinu loknu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Donald Trump Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Símtalið var fyrsta samtal forsetanna tveggja eftir spennuþrunginn fund þeirra og J.D. Vance varaforseta Bandaríkjanna þann 28. febrúar síðastliðinn. Á honum sökuðu fulltrúar Bandaríkjanna Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi. Í tilkynningunni segir að í símtalinu hafi Selenskí þakkað Trump fyrir stuðning Bandaríkjamanna. Þá hafi þeir sammælst um að senda erindreka sína til fundar í Sádí-Arabíu á næstu dögum. Að auki hafi Selenskí beðið Trump um aukinn stuðning við varnir gegn loftárásum Rússa og Trump heitið því að aðstoða hann. Í símtalinu hafi Trump jafnframt sagt Selenskí frá því sem fór hans og Pútín Rússlandsforseta á milli í símtali í vikunni. Í því símtali hafnaði Pútín tillögu um þrjátíu daga vopnahlé, sem Trump hafði lagt fram og Úkraínumenn samþykkt. Þó hafi Pútín samþykkt að hlé yrði gert á árásum á orkuinnviði. Hléið virðist hafa staðið skammt yfir en í dag sögðu Rússar Úkraínuher hafa skotið á olíubirgðastöð í suðurhluta Rússlands meðan Úkraínumenn sökuðu Rússa um loftárásir á sjúkrahús. Selenskí lýsti símtalinu við Trump sem jákvæðu og einlægu. Þeir væru sammála um að halda áfram að beita sér fyrir tafarlausu vopnahléi. „Eitt fyrsta skrefið í átt að stríðslokum gæti verið að hætta öllum árásum á orkuinnviði og aðra innviði. Ég studdi þetta skref og Úkraína samþykkti að við erum reiðubúin að framkvæma það,“ skrifaði Selenskí að símtalinu loknu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Donald Trump Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira