Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2025 06:53 Æfingar hafa staðið yfir á nýja ferlinu en eftir blóðrásardauða þarf að hafa hraðar hendur til að varðveita líffærin. Skjáskot/Landspítali Líffæragjöfum á Íslandi gæti fjölgað um þrjár til fjórar á ári þar sem nýtt verklag á Landspítalanum opnar á möguleikann á líffæragjöf eftir blóðrásardauða. Um er að ræða nýtingu líffæra eftir að blóðrás hefur stöðvast, að ströngum skilyrðum uppfylltum. Hingað til hafa líffæri aðeins verið fjarlægð úr einstaklingum eftir að heiladauði hefur verið staðfestur og áður en blóðrás hefur stöðvast. „Þetta hefur tekið langan tíma því það þarf að gera þetta vel,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir, spurð að því hvers vegna verið sé að taka upp þetta nýja verklag núna. Sigrún, sem hefur unnið að verkefninu í tvö ár, segir að erlendis sé stöðugt unnið að því að finna leiðir til að nýta fleiri líffæri, enda er eftirspurnin mikil. Undirbúningurinn á Landspítalanum fólst meðal annars í svokallaðri hermiþjálfun en um er að ræða flókið ferli sem fjöldi sérfræðinga á aðkomu að, meðal annars starfsfólk á gjörgæsludeildum, skurðstofum og í svæfingu. „Þetta eru einstaklingar sem eru inniliggjandi á gjörgæslunni vegna alvarlegs ástands, hvort sem um er að ræða veikindi, slys eða hjartastopp eða annan alvarlegan atburð,“ segir Sigrún um þá sem nýja verklagið mun ná til. „Þegar við sjáum að einstaklingnum er ekki hugað líf, ástandið er það alvarlegt.“ Ekki skyndiákvörðun Að sögn Sigrúnar verða þetta þannig alltaf einstaklingar á gjörgæslu sem ekki er hugað líf, jafnvel þótt þeir uppfylli ekki öll skilyrði þannig að hægt sé að úrskurða þá heiladauða. Og það verður áfram óbreytt að aðdragandi verður að ákvörðuninni um líffæragjöf og ráðrúm til samtals við aðstandendur. „Það verður aldrei nein líffæragjöf nema að undangengnum mörgum samtölum við ættingja,“ segir Sigrún. „Við athugum samþykki viðkomandi, við athugum viðhorf ættingja. Þeir hafa neitunarvald.“ Sigrún ítrekar að þrátt fyrir að öll viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks verði að vera fumlaus þegar kemur að líffæragjöf eftir blóðrásardauða sé ekki um að ræða ákvörðun sem er tekin í skyndi. Fyrst sé tryggt að engir meðferðarkostir séu eftir, að viðkomandi sé alls ekki hugað líf, og þá fer fram langt samráð við ástvini. „Þegar búið er að ákveða að einstaklingur getur orðið líffæragjafi og við vitum að einstaklingurinn er tæknilega og líkamlega „farinn“, þó það sé ekki búið að staðfesta andlát formlega eða lagalega; það eru alltaf margir dagar sem fara í þetta.“ Þannig verður ekki um að ræða líffæragjöf í kjölfar þess að einstaklingur deyr óvænt og skyndilega. Í dag fara um það bil átta til tíu líffæragjafir fram á Landspítalanum á ári hverju en eins og fyrr segir mun þeim nú mögulega fjölga um þrjár eða fjórar. Þetta þýðir nýtt líf fyrir tólf til sextán einstaklinga en fyrst um sinn verður ekki mögulegt að nýta hjartað úr gjafanum. Það er gert sums staðar erlendis en ekki hægt hér heima, þar sem hjartað er sérstaklega viðkvæmt og flest líffærin flutt út til ígræðslu. Hér má finna upplýsingar um líffæragjöf. Landspítalinn Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Um er að ræða nýtingu líffæra eftir að blóðrás hefur stöðvast, að ströngum skilyrðum uppfylltum. Hingað til hafa líffæri aðeins verið fjarlægð úr einstaklingum eftir að heiladauði hefur verið staðfestur og áður en blóðrás hefur stöðvast. „Þetta hefur tekið langan tíma því það þarf að gera þetta vel,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir, spurð að því hvers vegna verið sé að taka upp þetta nýja verklag núna. Sigrún, sem hefur unnið að verkefninu í tvö ár, segir að erlendis sé stöðugt unnið að því að finna leiðir til að nýta fleiri líffæri, enda er eftirspurnin mikil. Undirbúningurinn á Landspítalanum fólst meðal annars í svokallaðri hermiþjálfun en um er að ræða flókið ferli sem fjöldi sérfræðinga á aðkomu að, meðal annars starfsfólk á gjörgæsludeildum, skurðstofum og í svæfingu. „Þetta eru einstaklingar sem eru inniliggjandi á gjörgæslunni vegna alvarlegs ástands, hvort sem um er að ræða veikindi, slys eða hjartastopp eða annan alvarlegan atburð,“ segir Sigrún um þá sem nýja verklagið mun ná til. „Þegar við sjáum að einstaklingnum er ekki hugað líf, ástandið er það alvarlegt.“ Ekki skyndiákvörðun Að sögn Sigrúnar verða þetta þannig alltaf einstaklingar á gjörgæslu sem ekki er hugað líf, jafnvel þótt þeir uppfylli ekki öll skilyrði þannig að hægt sé að úrskurða þá heiladauða. Og það verður áfram óbreytt að aðdragandi verður að ákvörðuninni um líffæragjöf og ráðrúm til samtals við aðstandendur. „Það verður aldrei nein líffæragjöf nema að undangengnum mörgum samtölum við ættingja,“ segir Sigrún. „Við athugum samþykki viðkomandi, við athugum viðhorf ættingja. Þeir hafa neitunarvald.“ Sigrún ítrekar að þrátt fyrir að öll viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks verði að vera fumlaus þegar kemur að líffæragjöf eftir blóðrásardauða sé ekki um að ræða ákvörðun sem er tekin í skyndi. Fyrst sé tryggt að engir meðferðarkostir séu eftir, að viðkomandi sé alls ekki hugað líf, og þá fer fram langt samráð við ástvini. „Þegar búið er að ákveða að einstaklingur getur orðið líffæragjafi og við vitum að einstaklingurinn er tæknilega og líkamlega „farinn“, þó það sé ekki búið að staðfesta andlát formlega eða lagalega; það eru alltaf margir dagar sem fara í þetta.“ Þannig verður ekki um að ræða líffæragjöf í kjölfar þess að einstaklingur deyr óvænt og skyndilega. Í dag fara um það bil átta til tíu líffæragjafir fram á Landspítalanum á ári hverju en eins og fyrr segir mun þeim nú mögulega fjölga um þrjár eða fjórar. Þetta þýðir nýtt líf fyrir tólf til sextán einstaklinga en fyrst um sinn verður ekki mögulegt að nýta hjartað úr gjafanum. Það er gert sums staðar erlendis en ekki hægt hér heima, þar sem hjartað er sérstaklega viðkvæmt og flest líffærin flutt út til ígræðslu. Hér má finna upplýsingar um líffæragjöf.
Landspítalinn Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira