Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur Páll Eiríksson skrifar 19. mars 2025 09:31 Leifur Andri Leifsson segir tímabært að fótboltinn víki fyrir öðru. Vísir/Sigurjón Leifur Andri Leifsson, oft kallaður herra HK, er hættur knattspyrnuiðkun eftir farsælan feril með uppeldisfélaginu. Félagið hefur spilað stóran sess í lífi hans en fjölskyldan fær nú forgang. „Ég átti bara mjög heiðarlegt samtal við Hemma [Hermann Hreiðarsson, þjálfara HK] núna fyrir nokkrum vikum síðan. Við ræddum framtíð klúbbsins og svona. Þetta blundaði vel í mér í desember og janúar en svo ákvað maður að taka slaginn. En svo gerði ég mér grein fyrir að það er kominn tími til að félagið standi á eigin fótum án mín. Maður hefur svolítið verið þarna eins og húsgagn,“ segir Leifur Andri sem tilkynnti í gær að knattspyrnuskórnir væru komnir upp í hillu. Húsgagn segir hann en vissulega hefur hann haldið tryggð við HK allan sinn feril og er leikjahæstur í sögu þess. Það er ekki að ástæðulausu sem hann er kallaður Herra HK. „Ég held ég hafi svo sem unnið mér það inn með því að halda tryggð við klúbbinn. Maður hefur náttúrulega spilað alla yngri flokkana og fylgt liðinu úr Fagralundi upp í Kórahverfi. Það er bara gaman en vonandi er einhver sem er til í að feta í þessi fótspor og mun bæta þetta einhvern tímann,“ segir Leifur Andri. Félagið breyst til hins betra Einhver verður þó biðin eftir því að leikjamet Leifs verði bætt. Hann er lang leikjahæstur í sögu HK með 403 leiki í öllum keppnum, deildarkeppni, bikar og deildabikar. Næstur á eftir Leifi er markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson sem lék 199 keppnisleiki fyrir HK frá 2002 til 2009, tæplega helmingi færri. Leifur hefur lagt líf og sál í félagið. Hann fékk þetta væna glóðarauga í leik sumarið 2019.Aðsend Þá hefur margt breyst frá því að Leifur hóf að leika með meistaraflokki liðsins upp úr hruni, fyrir um 16 árum síðan. „Heldur betur. Við spiluðum í Fagralundi í 2. deild á einhverjum grasblett með enga stúku. Að vera komnir núna upp í Kór og þróunin er ennþá í gangi. Það á að byggja nýjan völl fyrir utan Kórinn og það eru rosalega spennandi tímar þarna fram undan. Ég hlakka til að fylgjast með því,“ segir Leifur. Fann loks rétta tímapunktinn Leifur hefur skoðað að hætta eftir síðustu tímabil en ávallt tekið slaginn, þá oft vegna manneklu í varnarlínu félagsins. Eftir að hafa eignast barn í fyrra, auk þess að sinna fullri vinnu samhliða boltanum öll sín ár, er hins vegar komið gott af boltanum. „Maður er búinn að vera í 100 prósent starfi með þessu gríðarlega lengi. Það er mjög erfitt að vera í fullri vinnu og sinna fótbolta eins vel og maður getur. Maður vill alltaf meira og meira, svo það er rosalega erfitt að ná því besta út úr sér á öllum stöðum. Svo er barn komið, og að ætla að vera ánægður með sig á öllum stöðum er svolítið krefjandi. Það er gott að geta kannski forgangsraðað aðeins öðruvísi núna,“ segir Leifur Andri. Fleira kemur fram í viðtali við Leif sem má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Fann loks rétta tímapunktinn til að hætta HK Besta deild karla Lengjudeild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
„Ég átti bara mjög heiðarlegt samtal við Hemma [Hermann Hreiðarsson, þjálfara HK] núna fyrir nokkrum vikum síðan. Við ræddum framtíð klúbbsins og svona. Þetta blundaði vel í mér í desember og janúar en svo ákvað maður að taka slaginn. En svo gerði ég mér grein fyrir að það er kominn tími til að félagið standi á eigin fótum án mín. Maður hefur svolítið verið þarna eins og húsgagn,“ segir Leifur Andri sem tilkynnti í gær að knattspyrnuskórnir væru komnir upp í hillu. Húsgagn segir hann en vissulega hefur hann haldið tryggð við HK allan sinn feril og er leikjahæstur í sögu þess. Það er ekki að ástæðulausu sem hann er kallaður Herra HK. „Ég held ég hafi svo sem unnið mér það inn með því að halda tryggð við klúbbinn. Maður hefur náttúrulega spilað alla yngri flokkana og fylgt liðinu úr Fagralundi upp í Kórahverfi. Það er bara gaman en vonandi er einhver sem er til í að feta í þessi fótspor og mun bæta þetta einhvern tímann,“ segir Leifur Andri. Félagið breyst til hins betra Einhver verður þó biðin eftir því að leikjamet Leifs verði bætt. Hann er lang leikjahæstur í sögu HK með 403 leiki í öllum keppnum, deildarkeppni, bikar og deildabikar. Næstur á eftir Leifi er markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson sem lék 199 keppnisleiki fyrir HK frá 2002 til 2009, tæplega helmingi færri. Leifur hefur lagt líf og sál í félagið. Hann fékk þetta væna glóðarauga í leik sumarið 2019.Aðsend Þá hefur margt breyst frá því að Leifur hóf að leika með meistaraflokki liðsins upp úr hruni, fyrir um 16 árum síðan. „Heldur betur. Við spiluðum í Fagralundi í 2. deild á einhverjum grasblett með enga stúku. Að vera komnir núna upp í Kór og þróunin er ennþá í gangi. Það á að byggja nýjan völl fyrir utan Kórinn og það eru rosalega spennandi tímar þarna fram undan. Ég hlakka til að fylgjast með því,“ segir Leifur. Fann loks rétta tímapunktinn Leifur hefur skoðað að hætta eftir síðustu tímabil en ávallt tekið slaginn, þá oft vegna manneklu í varnarlínu félagsins. Eftir að hafa eignast barn í fyrra, auk þess að sinna fullri vinnu samhliða boltanum öll sín ár, er hins vegar komið gott af boltanum. „Maður er búinn að vera í 100 prósent starfi með þessu gríðarlega lengi. Það er mjög erfitt að vera í fullri vinnu og sinna fótbolta eins vel og maður getur. Maður vill alltaf meira og meira, svo það er rosalega erfitt að ná því besta út úr sér á öllum stöðum. Svo er barn komið, og að ætla að vera ánægður með sig á öllum stöðum er svolítið krefjandi. Það er gott að geta kannski forgangsraðað aðeins öðruvísi núna,“ segir Leifur Andri. Fleira kemur fram í viðtali við Leif sem má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Fann loks rétta tímapunktinn til að hætta
HK Besta deild karla Lengjudeild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn