Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2025 11:07 Jarðsprengjuir sem hannaðar eru gegn fótgangandi mönnum hafa mikið verið notaðar í Úkraínu. Getty/Scott Peterson Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt. Ottawa-sáttmálinn var gerður árið 1997 og tók gildi 1. mars 1999. Samkvæmt honum mega ríki sem skrifa undir ekki framleiða jarðsprengjur sem hannaðar eru til gegn fótgönguliði og áttu að eyða öllum birgðum sínum af slíkum vopnum innan fjögurra ára. Sáttmálinn bannar ekki notkun jarðsprengja sem hannaðar eru til að granda bryn- og skriðdrekum. Fjölmargir óbreyttir borgarar deyja á ári hverju vegna gamalla jarðsprengja og annars konar sprengja á gömlum átakasvæðum. Eins og staðan er núna eru 164 ríki aðilar að sáttmálanum. Bandaríkin, Rússland og Kína eru meðal þeirra ríkja sem hafa ekki skrifað undir hann. Skýr skilaboð Í sameiginlegri yfirlýsingu sem varnarmálaráðherrar ríkjanna sendu út í morgun segir að frá því Ottawa-sáttmálinn var samþykktur hafi öryggisástandið í Austur-Evrópu breyst til muna. Hernaðarógn gegn ríkjum sem deila landamærum með Rússlandi og Belarús sé mun meiri en hún var áður. Þess vegna hafi þessi ákvörðun verið tekin. Stutt er síðan Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sagði þessa ákvörðun til skoðunar þar á bæ. Hann sagði einnig til skoðunar að segja Pólland frá sáttmála gegn notkun klasasprengja. Sjá einnig: Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Með þessu segja ráðherrarnir að hægt sé að bæta varnir ríkjanna og auka fjölbreytileika varna ríkjanna og Atlantshafsbandalagins. Verið sé að senda skýr skilaboð um að íbúar þessara ríkja séu tilbúin til að verja landsvæði þeirra og frelsi. Þar segir einnig að þrátt fyrir þessa ákvörðun standi séu forsvarsmenn ríkjanna staðráðnir í að standa vörð um mannréttindi og alþjóðasamþykktir eins þær sem snúa að því að verja óbreytta borgara í átökum. Lithuania, Poland, Latvia and Estonia have announced their withdrawal from the Ottawa Convention on Anti-Personnel Mines. pic.twitter.com/cwrgTYZRTl— Lithuanian MOD 🇱🇹 (@Lithuanian_MoD) March 18, 2025 Ráðamenn í Finnlandi hafa einnig sagt að þar sé verið að skoða að segja skilið við sáttmálann, sem þeir skrifuðu undir árið 2012, en ákvörðun um það hefur ekki verið tekin enn. Ríkisútvarp Finnlands hefur eftir formanni varnamálanefndar finnska þingsins að ákvörðun Eystrasaltsríkjanna og Póllands sé góð. Innrás Rússa í Úkraínu hafi sýnt glögglega að einföld vopn eins og jarðsprengjur geti verið mjög skilvirk. Sérstök nefnd sem hefur verið að skoða það hvort Finnar eigi að segja sig frá Ottawa-sáttmálanum á að skila skýrslu á næstunni og er búist við því að ákvörðun um framhaldið verði tekin í vor. Leiðtogar Evrópu hafa samþykkt að fara í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og umbætur á hergagnaframleiðslu í heimsálfunni á næstu árum. Hernaður Eistland Lettland Litháen Pólland Rússland Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Tengdar fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, hefur komist að samkomulagi við Græningja um áætlun vegna gífurlegra fjárveitinga til varnarmála og innviða á næstu árum. Merz, sem leiðir Kristilega demókrata, hafði áður komist að samkomulagi við Sósíaldemókrata. 14. mars 2025 14:32 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02 Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44 Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í dag stærstu aukningu í fjárútlátum til varnarmála frá tímum kalda stríðsins. Bretar ætla sér að verja 2,5 prósentum af landsframleiðslu í varnarmál fyrir árið 2027 en það er fyrr en áður stóð til og á hlutfallið að fara í þrjú prósent eftir það. 25. febrúar 2025 18:07 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira
Ottawa-sáttmálinn var gerður árið 1997 og tók gildi 1. mars 1999. Samkvæmt honum mega ríki sem skrifa undir ekki framleiða jarðsprengjur sem hannaðar eru til gegn fótgönguliði og áttu að eyða öllum birgðum sínum af slíkum vopnum innan fjögurra ára. Sáttmálinn bannar ekki notkun jarðsprengja sem hannaðar eru til að granda bryn- og skriðdrekum. Fjölmargir óbreyttir borgarar deyja á ári hverju vegna gamalla jarðsprengja og annars konar sprengja á gömlum átakasvæðum. Eins og staðan er núna eru 164 ríki aðilar að sáttmálanum. Bandaríkin, Rússland og Kína eru meðal þeirra ríkja sem hafa ekki skrifað undir hann. Skýr skilaboð Í sameiginlegri yfirlýsingu sem varnarmálaráðherrar ríkjanna sendu út í morgun segir að frá því Ottawa-sáttmálinn var samþykktur hafi öryggisástandið í Austur-Evrópu breyst til muna. Hernaðarógn gegn ríkjum sem deila landamærum með Rússlandi og Belarús sé mun meiri en hún var áður. Þess vegna hafi þessi ákvörðun verið tekin. Stutt er síðan Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sagði þessa ákvörðun til skoðunar þar á bæ. Hann sagði einnig til skoðunar að segja Pólland frá sáttmála gegn notkun klasasprengja. Sjá einnig: Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Með þessu segja ráðherrarnir að hægt sé að bæta varnir ríkjanna og auka fjölbreytileika varna ríkjanna og Atlantshafsbandalagins. Verið sé að senda skýr skilaboð um að íbúar þessara ríkja séu tilbúin til að verja landsvæði þeirra og frelsi. Þar segir einnig að þrátt fyrir þessa ákvörðun standi séu forsvarsmenn ríkjanna staðráðnir í að standa vörð um mannréttindi og alþjóðasamþykktir eins þær sem snúa að því að verja óbreytta borgara í átökum. Lithuania, Poland, Latvia and Estonia have announced their withdrawal from the Ottawa Convention on Anti-Personnel Mines. pic.twitter.com/cwrgTYZRTl— Lithuanian MOD 🇱🇹 (@Lithuanian_MoD) March 18, 2025 Ráðamenn í Finnlandi hafa einnig sagt að þar sé verið að skoða að segja skilið við sáttmálann, sem þeir skrifuðu undir árið 2012, en ákvörðun um það hefur ekki verið tekin enn. Ríkisútvarp Finnlands hefur eftir formanni varnamálanefndar finnska þingsins að ákvörðun Eystrasaltsríkjanna og Póllands sé góð. Innrás Rússa í Úkraínu hafi sýnt glögglega að einföld vopn eins og jarðsprengjur geti verið mjög skilvirk. Sérstök nefnd sem hefur verið að skoða það hvort Finnar eigi að segja sig frá Ottawa-sáttmálanum á að skila skýrslu á næstunni og er búist við því að ákvörðun um framhaldið verði tekin í vor. Leiðtogar Evrópu hafa samþykkt að fara í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og umbætur á hergagnaframleiðslu í heimsálfunni á næstu árum.
Hernaður Eistland Lettland Litháen Pólland Rússland Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Tengdar fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, hefur komist að samkomulagi við Græningja um áætlun vegna gífurlegra fjárveitinga til varnarmála og innviða á næstu árum. Merz, sem leiðir Kristilega demókrata, hafði áður komist að samkomulagi við Sósíaldemókrata. 14. mars 2025 14:32 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02 Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44 Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í dag stærstu aukningu í fjárútlátum til varnarmála frá tímum kalda stríðsins. Bretar ætla sér að verja 2,5 prósentum af landsframleiðslu í varnarmál fyrir árið 2027 en það er fyrr en áður stóð til og á hlutfallið að fara í þrjú prósent eftir það. 25. febrúar 2025 18:07 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira
Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, hefur komist að samkomulagi við Græningja um áætlun vegna gífurlegra fjárveitinga til varnarmála og innviða á næstu árum. Merz, sem leiðir Kristilega demókrata, hafði áður komist að samkomulagi við Sósíaldemókrata. 14. mars 2025 14:32
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02
Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44
Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í dag stærstu aukningu í fjárútlátum til varnarmála frá tímum kalda stríðsins. Bretar ætla sér að verja 2,5 prósentum af landsframleiðslu í varnarmál fyrir árið 2027 en það er fyrr en áður stóð til og á hlutfallið að fara í þrjú prósent eftir það. 25. febrúar 2025 18:07