Brynjólfur Bjarnason er látinn Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2025 08:29 Brynjólfur Bjarnason lést á heimili sínu síðastliðinn sunnudag. Brynjólfur Bjarnason forstjóri er látinn, 78 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu að Nýhöfn í Garðabæ síðastliðinn sunnudag. Brynjólfur átti langan feril í viðskiptalífinu á Íslandi og gegndi meðal annars stöðu framkvæmdastjóra Granda, forstjóra Símans og stjórnarformanns Arion banka. Brynjólfur fæddist í Reykjavík 18. júlí 1946. Foreldrar hans voru Kristjana Brynjólfsdóttir húsfreyja í Reykjavík (f. 1923, d. 2000) og Bjarni Björnsson forstjóri í Reykjavík (f. 1920, d. 2001). Í tilkynningu frá fjölskyldu Brynjólfs segir að hann hafi alist upp í Hlíðunum í góðu atlæti foreldra sinna á fallegu menningarheimili ásamt þremur fjörugum bræðrum. „Brynjólfur gekk í Austurbæjarskóla og í Verslunarskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist sem stúdent árið 1967. Hann útskrifaðist með cand.oecon.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1971 og MBA-gráðu frá University of Minnesota árið 1973. Á árunum 1973–1976 var hann forstöðumaður hagdeildar Vinnuveitendasambands Íslands (nú Samtök atvinnulífsins). Hann var framkvæmdastjóri Almenna Bókafélagsins AB frá 1976–1983, og árið 1984 tók hann við starfi framkvæmdastjóra sjávarútvegsfyrirtækisins Granda og gegndi því til ársins 2002. Þar leiddi hann umbreytingu fyrirtækisins og einkavæðingu. Á árunum 2002–2010 var hann forstjóri fjarskiptafélagsinna Símans/Skipta, og stýrði þar einkavæðingu Landsíma Íslands í Símann árið 2005. Árið 2012 tók hann við starfi framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands og gegndi því til ársins 2014. Hann var í stjórn Arion banka frá 2014-2024 og var stjórnarformaður bankans á árunum 2019-2024. Brynjólfur sat í gegnum árin í stjórnum fjölmargra fyrirtækja í sjávarútvegi s.s Icelandic, Coldwater seafood, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, LÍÚ, Hraðfrystihúss Eskifjarðar/Eskju, Hraðfrystihúsið Gunnvör Ísafirði, Ísfélags Vestmannaeyja, Þormóðs-Ramma Siglufirði, Faxamjöli, Faxmarkaðarins, stjórnarformaður Hafrannsóknastofnunar, Friosur S.A. Chile, Pesquera Siglo Mexico, og Bakkavör Group o.fl. Hann hefur einnig setið í stjórnum fjarskipafélaga s.s Símans, Mílu, Skjá Miðla og Farice, - í stjórnum félaga á fjármálamarkaði s.s. Arion banka, Íslandsbanka, Iðnaðarbanka, Almenna lífeyrissjóðsins, Þróunarfélagi Íslands, Valitor og MarInvest, - sem og í stjórnum ýmissa fyrirtækja í iðnaðarstarfsemi s.s ISAL/Rio Tinto, Invent Farma, Promens, Sindra Stál, Álafoss og verksmiðjunnar Dúks sem var fyrirtæki föður hans. Auk þessa hefur Brynjólfur setið í stjórnum margra menningarstofnana og félagasamtaka s.s. Reykjavík Menningarborg Evrópu árið 2000, AB bókaútgáfu, í launasjóði rithöfunda, Leikritunarsjóði Leikfélags Reykjavíkur, Menningarsjóði útvarpsstöðvanna, Félags íslenskra bókaútgefanda o.fl. Brynjólfur var um árabil ræðismaður Chile á Íslandi og hlaut árið 2008 heiðursorðu „Chilean Order al Merito.“ Hann var sæmdur riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar RÍF árið 1994 Eftirlifandi eiginkona Brynjólfs er Þorbjörg Kristín Jónsdóttir rekstrarhagfræðingur, f. 1962, þau giftu sig 1993. Börn þeirra eru Brynjólfur Jón og Helena Kristín. Börn Brynjólfs með fyrri eiginkonu, Kristínu Thors, (þau skildu 1990), og stjúpbörn Þorbjargar, eru Birgir Örn, Kristjana, Helga Birna og Bjarni. Uppeldisdóttir Brynjólfs og Þorbjargar er Sandra Yildiz Castillo Calle. Barnabörnin eru 11 og barnabarnabörnin 2.“ Andlát Síminn Arion banki Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Brynjólfur fæddist í Reykjavík 18. júlí 1946. Foreldrar hans voru Kristjana Brynjólfsdóttir húsfreyja í Reykjavík (f. 1923, d. 2000) og Bjarni Björnsson forstjóri í Reykjavík (f. 1920, d. 2001). Í tilkynningu frá fjölskyldu Brynjólfs segir að hann hafi alist upp í Hlíðunum í góðu atlæti foreldra sinna á fallegu menningarheimili ásamt þremur fjörugum bræðrum. „Brynjólfur gekk í Austurbæjarskóla og í Verslunarskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist sem stúdent árið 1967. Hann útskrifaðist með cand.oecon.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1971 og MBA-gráðu frá University of Minnesota árið 1973. Á árunum 1973–1976 var hann forstöðumaður hagdeildar Vinnuveitendasambands Íslands (nú Samtök atvinnulífsins). Hann var framkvæmdastjóri Almenna Bókafélagsins AB frá 1976–1983, og árið 1984 tók hann við starfi framkvæmdastjóra sjávarútvegsfyrirtækisins Granda og gegndi því til ársins 2002. Þar leiddi hann umbreytingu fyrirtækisins og einkavæðingu. Á árunum 2002–2010 var hann forstjóri fjarskiptafélagsinna Símans/Skipta, og stýrði þar einkavæðingu Landsíma Íslands í Símann árið 2005. Árið 2012 tók hann við starfi framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands og gegndi því til ársins 2014. Hann var í stjórn Arion banka frá 2014-2024 og var stjórnarformaður bankans á árunum 2019-2024. Brynjólfur sat í gegnum árin í stjórnum fjölmargra fyrirtækja í sjávarútvegi s.s Icelandic, Coldwater seafood, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, LÍÚ, Hraðfrystihúss Eskifjarðar/Eskju, Hraðfrystihúsið Gunnvör Ísafirði, Ísfélags Vestmannaeyja, Þormóðs-Ramma Siglufirði, Faxamjöli, Faxmarkaðarins, stjórnarformaður Hafrannsóknastofnunar, Friosur S.A. Chile, Pesquera Siglo Mexico, og Bakkavör Group o.fl. Hann hefur einnig setið í stjórnum fjarskipafélaga s.s Símans, Mílu, Skjá Miðla og Farice, - í stjórnum félaga á fjármálamarkaði s.s. Arion banka, Íslandsbanka, Iðnaðarbanka, Almenna lífeyrissjóðsins, Þróunarfélagi Íslands, Valitor og MarInvest, - sem og í stjórnum ýmissa fyrirtækja í iðnaðarstarfsemi s.s ISAL/Rio Tinto, Invent Farma, Promens, Sindra Stál, Álafoss og verksmiðjunnar Dúks sem var fyrirtæki föður hans. Auk þessa hefur Brynjólfur setið í stjórnum margra menningarstofnana og félagasamtaka s.s. Reykjavík Menningarborg Evrópu árið 2000, AB bókaútgáfu, í launasjóði rithöfunda, Leikritunarsjóði Leikfélags Reykjavíkur, Menningarsjóði útvarpsstöðvanna, Félags íslenskra bókaútgefanda o.fl. Brynjólfur var um árabil ræðismaður Chile á Íslandi og hlaut árið 2008 heiðursorðu „Chilean Order al Merito.“ Hann var sæmdur riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar RÍF árið 1994 Eftirlifandi eiginkona Brynjólfs er Þorbjörg Kristín Jónsdóttir rekstrarhagfræðingur, f. 1962, þau giftu sig 1993. Börn þeirra eru Brynjólfur Jón og Helena Kristín. Börn Brynjólfs með fyrri eiginkonu, Kristínu Thors, (þau skildu 1990), og stjúpbörn Þorbjargar, eru Birgir Örn, Kristjana, Helga Birna og Bjarni. Uppeldisdóttir Brynjólfs og Þorbjargar er Sandra Yildiz Castillo Calle. Barnabörnin eru 11 og barnabarnabörnin 2.“
Andlát Síminn Arion banki Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira