Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir, Ari Borg Helgason, Hekla Sól Hafsteinsdóttir, Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir, Nína Kristín Gunnarsdóttir og Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifa 18. mars 2025 07:31 Silja Bára Ómarsdóttir hefur þá eiginleika sem rektor Háskóla Íslands þarf að búa yfir til að færa háskólann inn í framtíðina. Sem fyrrverandi og núverandi nemendur við háskólann höfum við kynnst Silju Báru sem kennara og leiðbeinanda en ekki síður sem einstaklingi og vitum að það sem hún tekur sér fyrir hendur vinnur hún af fullum krafti og metnaði. Undirrituð, stjórn Politica - félags stjórnmálafræði- og blaðamennskunema við Háskóla Íslands, lýsa því hér með yfir eindregnum stuðningi við framboð Silju Báru. Strax á fyrstu önn okkar í stjórnmálafræði var ljóst að þarna væri á ferðinni metnaðarfullur og einlægur kennari sem lagði sig fram við að kynnast nemendum sínum og samstarfsfólki. Silja Bára er kröfuhörð en á sama tíma mjög sanngjörn og kennsla hennar gaf okkur sterkan grunn fyrir því sem koma skyldi í náminu. Enda leggur hún áherslu á gagnrýna hugsun, hvetur til líflegra umræðna og kennir okkur að nálgast námið frá ólíkum sjónarhornum. Það sem gerir hana að einstakri manneskju er að metnaður hennar smitar út frá sér, vekur áhuga og hvetur til góðra verka auk þess að bera ávallt hag nemenda og starfsfólks fyrir brjósti. Svo er Silja Bára ekta stemningskona! Hress, jákvæð og alltaf stutt í hláturinn. Hún skilur hve mikilvægt það er fyrir nemendur að stuðla að góðu félagslífi og hefur sýnt það með því að taka sjálf virkan þátt í félagslífi Stjórnmálafræðideildar og Politicu. Það mun því ekki standa á henni að efla félagslífið innan veggja háskólans og skapa aðgengilegt umhverfi fyrir nemendur til að sinna náminu. Þegar Silja Bára talar um framtíðarsýn sína fyrir Háskóla Íslands er augljóst að hún býr bæði yfir skýrri hugsjón og leiðtogahæfileikum sem þarf til að vinna að framgangi hennar. Sem rektor mun Silja Bára beita sér fyrir bættri fjármögnun háskólastigsins, öflugra háskólasamfélagi og kennslu sem er bæði nútímalegri og aðgengilegri. Þess vegna hvetjum við öll sem hafa kosningarétt í rektorskjöri Háskóla Íslands til að nýta hann og kjósa Silju Báru Ómarsdóttur í dag eða á morgun á Uglunni. Hún mun styrkja háskólasamfélagið með vönduðum vinnubrögðum, ástríðu og staðfestu. Ef þið viljið kynna ykkur Silju Báru og hennar áherslur frekar þá bendum við á vefsíðuna siljabara.is Höfundar eru í stjórn Politica, félags stjórnmálafræði- og blaðamennskunema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir hefur þá eiginleika sem rektor Háskóla Íslands þarf að búa yfir til að færa háskólann inn í framtíðina. Sem fyrrverandi og núverandi nemendur við háskólann höfum við kynnst Silju Báru sem kennara og leiðbeinanda en ekki síður sem einstaklingi og vitum að það sem hún tekur sér fyrir hendur vinnur hún af fullum krafti og metnaði. Undirrituð, stjórn Politica - félags stjórnmálafræði- og blaðamennskunema við Háskóla Íslands, lýsa því hér með yfir eindregnum stuðningi við framboð Silju Báru. Strax á fyrstu önn okkar í stjórnmálafræði var ljóst að þarna væri á ferðinni metnaðarfullur og einlægur kennari sem lagði sig fram við að kynnast nemendum sínum og samstarfsfólki. Silja Bára er kröfuhörð en á sama tíma mjög sanngjörn og kennsla hennar gaf okkur sterkan grunn fyrir því sem koma skyldi í náminu. Enda leggur hún áherslu á gagnrýna hugsun, hvetur til líflegra umræðna og kennir okkur að nálgast námið frá ólíkum sjónarhornum. Það sem gerir hana að einstakri manneskju er að metnaður hennar smitar út frá sér, vekur áhuga og hvetur til góðra verka auk þess að bera ávallt hag nemenda og starfsfólks fyrir brjósti. Svo er Silja Bára ekta stemningskona! Hress, jákvæð og alltaf stutt í hláturinn. Hún skilur hve mikilvægt það er fyrir nemendur að stuðla að góðu félagslífi og hefur sýnt það með því að taka sjálf virkan þátt í félagslífi Stjórnmálafræðideildar og Politicu. Það mun því ekki standa á henni að efla félagslífið innan veggja háskólans og skapa aðgengilegt umhverfi fyrir nemendur til að sinna náminu. Þegar Silja Bára talar um framtíðarsýn sína fyrir Háskóla Íslands er augljóst að hún býr bæði yfir skýrri hugsjón og leiðtogahæfileikum sem þarf til að vinna að framgangi hennar. Sem rektor mun Silja Bára beita sér fyrir bættri fjármögnun háskólastigsins, öflugra háskólasamfélagi og kennslu sem er bæði nútímalegri og aðgengilegri. Þess vegna hvetjum við öll sem hafa kosningarétt í rektorskjöri Háskóla Íslands til að nýta hann og kjósa Silju Báru Ómarsdóttur í dag eða á morgun á Uglunni. Hún mun styrkja háskólasamfélagið með vönduðum vinnubrögðum, ástríðu og staðfestu. Ef þið viljið kynna ykkur Silju Báru og hennar áherslur frekar þá bendum við á vefsíðuna siljabara.is Höfundar eru í stjórn Politica, félags stjórnmálafræði- og blaðamennskunema.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun